Kirkjublaðið - 28.09.1953, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 28.09.1953, Blaðsíða 4
Hrein og flekklaus guð- rækni fyrir Guði og föður er þetta að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingumþeirra Mánudagur 28. september 1953 — og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum. (Jakobsbr. 1. 27.) Holtastaðakirkja 60 ára Hinn 5. júlí s.l. var 60 ára af- mælis Holtastaðakirkju minnzt með guðsþjónustu og samkomu í kirkjunni. Safnaðarmenn fjöl- menntu mjög og margt var þar góðra gesta, þeirra á meðal voru prófastshjónin frá Steinnesi, fyrrverandi prófastur sr. Björn Stefánsson og kona hans og srv Pétur Ingjaldsson. Alls voru þarna samankomnir um 130 manns. Sr. Þorsteinn B. Gíslason prófastur setti í guðsþjónust- unni hinn nýskipaða prest, sr. Birgi Snæbjörnsson, inn í em- bætti, og fluttu þeir báðir pré- dikanir. Söng annaðist söngkór Holtastaðakirkju, en kórinn naut á s.l. vetri ágætrar leið- sagnar Kjartans Jóhannssonar. Frú Sigríður Árnadóttir á Geitaskarði lék á orgelið í for- föllum kirkjuorganistans, Gerð- ar Aðalbjarnardóttur á Gunn- steinsstöðum. Var hvort tveggja með prýði af hendi leyst. Kirkjan var fagurlega skreytt og höfðu konur úr kvenfélaginu annazt það. Kvenfélagið sá og um mjög höfðinglegar veiting- ar að messulokum. Öllu þessu mikla starfi höfðu konurnar bætt á vorannir sínar, sem þó voru ærnar fyrir. Að veitingum þegnum var á ný gengið til kirkju og hófst þar sérstök minningarathöfn, sem formaður sóknarnefndar, Hilmar Frímannsson bóndi að Fremstagili, setti og stjórnaði. Flutti hann snjallt erindi, er sýndi enn á ný hlýhug hans til kirkjunnar. Þá flutti Jónatan Líndal bóndi að Holtastöðum ræðu. Rakti hann sögu staðar- ins og kirkjunnar, svo sem frek- ast má greina. Var ræða Jóna- tans í senn fróðleg og skemmti- leg. Kirkju þá, sem nú stendur að Holtastöðum, lét Jón Guð- mundsson reisa, en yfirsmiður var Þorsteinn Sigurðsson. Enn er kirkjan hið traustasta hús, og býr þar að fyrstu gerð, svo mjög var til hennar vandað. Kirkjan var í eigu afkomenda Jóns þar til 1942, að hjónin Jónatan Líndal og Soffía P. Lín- dal afhentu hana söfnuðinum að gjöf. Ýmsir fleiri tóku til máls, m. a. þeir sr. Björn Stefánsson, sr. Þorsteinn B. Gíslason, sr. Pétur Ingjaldsson og Bjarni Frí- mannsson. Milli ræðna var kór- söngur, svo og almennur söngur. Kirkjunni voru færðar góðar gjafir. Má þar nefna tvo hag- lega gerða orgelstóla. Var ann- ar gjöf hjónanna frá Glaumbæ, þeirra Páls Árnasonar og Guð- rúnar Aradóttur, en þau voru um langt skeið framarlega í starfi safnaðarins, — hinn gáfu börn Valgerðar Guðmundsdótt- ur og Guðmundar Frímanns Björnssonar frá Hvammi til minningar um foreldra sína. Sóknarnefndin sá um undir- búning hátíðarhaldanna og fórst það prýðilega úr hendi. Nefndina skipa auk Hilmars þeir Pétur Björnsson bóndi að Móbergi og Sigurður Þorbjörns- son bóndi að Geitaskarði. Ojafir og áheift Á tímabilinu 1. apríl til 1. júlí s. 1. hefur biskupsskrifstofan veitt móttöku gjöfum og áheit- um, sem hér segir: 1. Strandarkirkja. Hjón kr. 200,00. Suðurnesja- búi kr. 300,00. Kkuþór kr. 1100. Ónefndur kr. 50,00. Breiðf. ein- setukona kr. 150,00. Ónefnd kr. 10,00. N. N. Dalvík kr. 100,00. N. N. Patreksfirði kr. 50,00. Jóhann kr. 10,00. Páll Þorst. kr. 100,00. Á. M. kr. 50,00. S. O. F. kr. 100,00. Anna kr. 100,00. S. kr. 10,00. Ón. kr. 10,00. Gömul kona kr. 20,00. F. G. og G. J. kr. 150,00. Maríus kr. 200,00 N. N. kr. 500,00. I. E. kr. 50,00. Afh. af bl. Tíminn kr. 540,00. E. B. kr. 250. S. P. kr. 100,00. Afhent af Morgunbl. kr. 5765, 00. V. Sig. kr. 40,00. P. ís. G. áheit kr. 640,00. N. N. kr. 50,00. G. J. H. J. S. J. kr. 15,00. K. E. kr. 200,00. H. G. kr. 1250,00. Gömul kona kr. 10,00. Skipshöfn Mýrdal kr. 80,00. Afhent af Morgunbl. kr. 7331,95. N. N. kr. 50,00. Ónefndur kr. 10,00. G. E. kr. 100,00. A. K. kr. 50,00. Bj. H. Akureyri kr. 1000,00. Einar Bergst. kr. 200,00. D. kr. 30,00. H. kr. 30,00. B. kr. 50,00. N. N. Haganesvík kr. 150,00. D. kr. 10,00. Ónefnd kr. 35,00. G. V. 50,00. N. N. Skagafirði kr. 100,00. Afhent af Alþýðublað- inu kr. 420,00. Ón. kr. 20,00. N. N. kr. 50,00. Hulda Þ. kr. 200,00. N. N. kr. 300,00. R. P. Höfðakaupstað kr. 50,00. G. G. Höfðakaupstað kr. 50,00. J. B. kr. 5,00. J. I. E. kr. 100,00. J. Á. kr. 50,00. S. W. Kr. 50,00. Kona Skagafirði kr. 100,00. G. G. kr. 100,00. Helga B. kr. 10, 00. E. Óskars kr. 35,00. Ónefnd kona kr. 50,00. Lóa kr. 20,00. D. kr. 25,00. H. kr. 25,00. Gísli kr. 100,00. Jakob Fær. kr. 30,00. Afhent af Tímanum áheit kr. 100,00. Ón. kr. 100,00. Afhent af Morgunbl. kr. 13092,00. S. G. kr. 55,00. A. F. Ólafsfirði kr. 50,00. Eyfellingur kr. 50,00. D. A. H. kr. 50,00. Sig. Sig. kr. 50,00. Á. L. kr. 25,00. Frá Frakklandi kr 50,00. Þrjárskóla- stúlkur kr. 60,00. Afhent af pró- fastinum Sauðárkróki kr. 370, 00. G. S. kr. 50,00. Ón. kr. 250, oo. Kona Hofsósi kr. 50,00. H. G. kr. 25,00. Fr. Vigf. 82,30. H. B. kr. 100,00. E. A. kr. 100, 00. V. S. kr. 100,00. Samtals kr. 38.086,25. 2. Hallgrímskirkja. N. N. kr. 50,00. Guðný kr. 30,00. J. A. kr. 50,00. B. D. kr. 50,00. Samtals kr. 180,00. 3. Björgunarsjóður Stranda- kirkju. Stofngjöf kr. 1000,00. 4. Hvalsnesskirkja. Áheit kr. 15,00. . Leiðréftinq 1 greininni, Mikilvægasta iðj- an, í síðasta tölublaði Kirkju- blaðsins, hafði orðið slæm línu- brenglun á sjö línum, er gerði efni þeirra lítt skiljanlegt. Greinarkaflinn er á þessa leið: Bænin er vor mikilvægasta iðja, og til þess að hún sé rétti- lega iðkuð, verður að vera næði, hljóðleiki og ástundun, annars er hún vanvirt og gerð að einu hinu auðvirðilegasta. Sönn bæn- ræksla kemur mestu góðu til leiðar, en léleg litlu. Af sönnu bænalífi er aldrei um of, en allt- af meira en nóg af yfirborðs bænrækni. Við verðum að ganga á ný í skóla bænarinnar og læra að nýju að meta gildi hennar. Kirkjustaðir... Framh. af 3. síðu. kirkju frá Holti. Hinar fornu útkirkjur frá Stóra-Dal voru þá allar úr sögunni. 10. Efsta-Mörk (Stóra-Mörk) Péturskirkja og þangað sungið frá Dal. Kirkja stendur þar enn 1569 og einnig getur hennar í Gísla máldaga skömmu síðar. Hinsvegar benda ummæli í Jarðabók Árna Magnússonar eindregið á, að kirkjan hafi lagzt af skömmu eftir 1570. Þar segir: ,,Hér halda menn til forna hafi bænhús (hálfkirkja) verið — 11. Seljaland. Hálfkirkja og þangað sungið frá Dal annan hvern dag helgan. Kirkjunnar mun ekki getið eftir 1371. Hefir að líkindum lagzt af fyrir siða- skifti. Er og svo að sjá af bréfi 7. sept. 1538, að sjálf aðalkirkj- an í Dal hafi um skeið legið niðri í byrjun aldarinnar. Gæti þá og hafa svipuð orðið örlög útkirknanna. Sýnilegt er, að kirkjan er fyrir ævalöngu úr sögunni, er Árni Magnússon skrifar Jarðabók sína, því þar segir: „Hér segjast menn heyrt hafa, að hér hafi í gamaldaga bænhús verið, en engin sjást þar líkindi til“. 12. Fit. Hálfkirkja og sungið þangað frá Dal. Kirkjunnar er ekki getið, svo ég viti, eftir 1371. Hefir því sennilega fallið af fyrir siðaskifti. Hún virðist vera með öllu gleymd, þegar Árni Magnússon er þarna á ferð í byrjun 18. aldar. Sandar. Bænhús og þangað sungið 12 sinnum á ári frá Dal. Sanda finnst ekki getið í mál- dögum eftir 1371. Er jörðin í eyði fyrir löngu. Neðri-Dalur. í máldaga Stóra-Dals frá 1269 er sagt, að syngja skuli 12 messur á ári í Neðra-Dal. En í máldaga frá um 1332, er bænhúss þessa ekki getið. Má því ætla, að það hafi fallið af á árunum 1269—1332. Miðmörk. Bænhús og þangað sungnar 12 messur frá Dal. Bænhússins finnst ekki getið í máldögum eftir 1371. Syðsta-Mörk. Bænhús og þangað sungið frá Dal 12 sinn- um á ári. Bænhússins er síðast getið í máldaga 1371. Þorgeirsstaðir. í máldaga Árna biskups Þorlákssonar um 1269 segir, að frá Stóra-Dal skuli árlega syngja 12 messur á Þorgeirsstaði. f síðari máldög- um Stóra-Dals er Þorgeirsstaða ekki getið. Hafa sennilega farið í eyði mjög snemma. Framh. í næsta blaði. Aðalfundar Prestafélags Islands verður að forfallalausu haldinn í Háskólanum miðvikudag og fimmtudag 14. og 15. október, og hefst með guðsþjónustu í kap- ellunni kl. 13.30. Séra Jósef Jónsson prédikar. Aðalmál fundarins verður húsvitjanir, og munu þeir hafa fram- « sögu prófastarnir séra Hálfdan Helgason og séra Sveinbjörn Högnason. Magnús Már Lárusson, prófessor, flytur kirkjusögu- legt erindi.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.