Kirkjublaðið - 28.09.1953, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 28.09.1953, Blaðsíða 1
Vaxandf áhugi safnað- anna á kirkjubyggingum AAalíundur dónikirkjusainadarins í Rrifkjarík skorar á Alþingi að samþykkja truinvarjiid iiin Kirkjnbijggingasjóð Bægisárkirkja Kirkju að Bægisá í Eyja- fjarðarprófastsdæmi mun fyrst vera getið í Ljósvetningasögu í sambandi við brúðkaup Þor- steins, fóstursonar Guðmundar ríka. Þar hefir verið kirkju- staður fram á þennan dag og prestssetur fram til vors 1941. Fyrrum voru þrjár kirkju- sóknir, þar sem nú er Bægisár- sókn: Öxnhólssókn með kirkju á Öxnhóli og sat þar bæði prest- ur og djákn. Sú kirkja var af- lögð með konungsbréfi 21. marz 1575 og sóknin lögð til Myrkár. Myrkársókn með kirkju á Myrká. Þar sat og prestur, að minnsta kosti öðru hvoru. Myrkárkirkja var niðurlögð með bréfi 18. sept. 1850. Frá Myrká mun á stundum hafa verið sungið á kirkju í Staðar- tungu, en frá Öxnhóli á hálf- kirkju í Langahlíð og bænhús á Hallfríðarstöðum. Bænhús var og á Syðri-Bægisá. — Bæg- isárprestakall, þ. e. Bægisár- og Bakkasóknir, var lagt niður og sameinað Möðruvallakl. prestakalli með lögum 1907 og kom það fyrst til framkvæmda árið 1941,eins og áður getur. Kirkja sú, er nú stendur á Bægisá er timburkirkja, turn- laus, með lítilli forkirkju og krossi á gafli. Hún er reist árið 1858, en hlaut gagngerða end- urbót árið 1930 og má kallast í ágætu standi, enda vel við haldið. í biskupsvísitazíu 22. júlí 1868 eru gripir kirkjunnar tald- ir þessir: Máluð og gyllt vængjaaltarisbrík, tvær ljósa- pípur af messing, tvær stórar, ein úr kopar, skírnarfat af messing, bláflekkótt leirkanna með tinloki, silfurkaleikur með patinu og corporale, bakstur- baukur, skarbítur af járni, koparljósahjálmur, auk nokk- urra smærri muna. Ennfremur er talið nokkuð af bókum. Þar á meðal Steinsbiblía. Aðalfundur dómkirkjusafn- aðarins í Reykjavík var haldinn í dómkirkjunni sunnudaginn 20. þ. m. Á fundinum var meðal ann- ars rætt um kirkjubyggingar- málin almennt og í höfuðstaðn- um sérstaklega. Dómprófastur- inn, séra Jón Auðuns, minnti á þann mikla stuðning, sem bæj- arstjórn Reykjavíkur hefði sýnt kirkj ubyggingamálum bæj arins með því að leggja fram á síðasta ári eina milljón króna til bygg- inga nýrra kirkna. Gat hann þess, að slíkt framlag mundi væntanlega fást árlega unz kirkjubyggingamálum borgar- innar væri komið í sæmilegt horf. En eins og nú er, eru fjög- ur prestaköllin í Reykjavík af sjö kirkjulaus, og í hinu fimmta Hallgrímsprestakalli, er aðeins búið að reisa kjallara undir kór hinnar væntanlegu kirkju, og fara þar fram guðsþjónustur sóknarprestanna beggja, eins og kunnugt er. Ennfremur ræddi dómpró- fasturinn um frumvarp það um Kirkjubyggingasjóð, er lá fyrir síðasta Alþingi, og benti á hvað sá stuðningur, sem þar er gert ráð fyrir við kirkjubyggingar, er bæði eðlilegur og nauðsynleg- ur. í því máli var í einu hljóði samþykkt eftirfarandi áskorun: „Aðalfundur dómkirkjusókn- ar, haldinn 20. september 1953, skorar á Alþingi að samþykkja frumvarp það til laga um Kirkjubyggingasjóð, sem lagt var fram á síðasta þingi, eða annað frumvarp, er eigi gangi skemmra um stuðning þess op- inbera við söfnuði í kirkjubygg- ingarmálum. — Vegna sívax- andi byggingarþarfar og síauk- ins byggingakostnaðar verður þó að telja æskilegt og nauðsyn- legt, að árlegt framlag ríkisins til Kirkjubyggingasjóðs verði eigi lægra en ein milljón króna“. Úr sóknarnefnd gengu að þessu sinni forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir á Bessastöðum, Þ. Sch. Thorsteinsson, lyfsali og Ólafur Ólafsson, kristniboði. 1 þeirra stað voru kosin í nefnd- ina: Ólafía Einarsdóttir, Sól- vallagötu 25,. Sigurður Á. Björnsson frá Veðramóti og Guido Bernhöft, stórkaupmaður í Reykjavík. Aðrir í nefndinni eru: Gústav A. Jónasson, skrif- stofustjóri, og próf. Matthías Þórðarson. Safnaðarfullti-úi í stað Knud Zimsen, sem nú er látinn, var kjörinn Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra. í sambandi við kirkjubygg- ingamálin og þá samþykkt, sem gerð var á safnaðarfundinum, um að skora á Alþingi að sam- þykkja Kirkjubyggingarsjóðs- frumvarpið, og um hækkun framlags til Kirkjubygginga- sjóðs frá því, sem þar er gert ráð fyrir, er vert að geta þess, að til biskupsskrifstofunnar berast nú hvaðanæfa af landinu svipaðar áskoranir bæði frá héraðsfundum og safnaðarfund- um og ennfremur undirskriftar- skjöl sama efnis úr mörgum sóknum undirrituð af sóknar- mönnum, bæði körlum og kon- um. Sýnir þetta ljóslega, að áhug- inn á því, að koma kirkjubygg- ingamálum landsins í skipulags- bundið og ákveðið form, áhug- inn á því, að endurreisa og end- urbæta hinar mörgu hrörlegu kirkjur landsins, er vaknaður. Fólkið vill vissulega fórna miklu fyrir kirkjur sínar og hefir sýnt það í verki hvað eftir annað. En eftir er enn hluti ríkisins sjálfs, ríkisins, sem hefir undir höndum meginþorra hins forna auðs kirknanna, en það er að koma sanngjarnlega til móts við söfnuðina í kirkjubyggingamál- unum, rétta fram höndina til endurreisnarstarfsins þannig, að söfnuðunum verði gert fjár- hagslega kleift að reisa varanleg og sómasamleg guðsþjónustuhús í sóknum landsins og að þeim málum verði hraðað svo sem kostur er. Þau þola ekki bið úr þessu. Og þjóðin sjálf, hún vill heldur ekki bíða lengur. Steingrímur Stein- þórsson skípaður kirkjumálaráðherra Við stjórnarskifti hinn 11. september s.l. lét Hermann Jón- asson af starfi sínu sem kirkju- málaráðherra, en við tók Stein- grímur Steinþórsson, er verið hafði forsætisráðherra fyrrver- andi ríkisstjórnar. Steingrímur Steinþórsson er fæddur að Álftagarði við Mý- vatn 12. febrúar 1893. Voru foreldrar hans Steinþór Björns- son f. bóndi að Litlu Strönd við Mývatn og kona hans, Sigrún Jónsdóttir alþingismanns frá Gautlöndum, Sigurðssonar. Steingrímur lauk búfræði- prófi við búnaðarskólann á Hvanneyri 1915 og prófi frá Búnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn 1924. Gerðist síðan kennari við bændaskólann á Hvanneyri 1924 til 1928 er hann varð skólastjóri bænda- skólans á Hólum í Hjaltadal. Árið 1935 varð hann búnaðar- málastjóri í Reykjavík. Hann hefir verið alþingismaður Skag- firðinga 1931—33, 1937—1942 og frá 1946. Árið 1949 var hann kjörinn forseti Sameinaðs Al- þingis en varð árið eftir for- sætis- og félagsmálaráðherra og gegndi því starfi fram til stjórnarskiftanna hinn 11. þ. m. Hann er kvæntur Theódóru Sigurðardóttur úr Reykjavík. Kirkjublaðið árnar hinum nýja kirkjumálaráðherra allra heilla og blessunar og væntir þess, að með honum og biskupi landsins megi takast sem bezt samstarf um málefni kirkju og kristindóms í landinu, sannri menningu til eflingar og þjóð- inni til gagns og farsældar.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.