Morgunblaðið - 20.09.2022, Qupperneq 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Þ
að er óhætt að segja að það
eigi sér stað bylting í bíla-
heiminum þessi árin, þar
sem orkuskipti í sam-
göngum hafa orðið til þess að menn
hafa þurft að hugsa sumt upp á nýtt,
en sumt þarf þó ekki að hugsa alveg
upp á nýtt og það er svo sem ekkert
nýtt að fortíðarþráin blundar í
mörgum.
Í Wolfsburg í Þýskalandi rifjaðist
það upp fyrir mönnum að rétt eins
og Bjallan var elskuð og dáð af
mörgum kynslóðum, þá var annar
bíll frá Volkswagen sem vakti svipuð
hughrif, en það er gamla góða rúg-
brauðið eða Bulli, eins og Þjóðverjar
nefndu það sín á milli.
Rúgbrauðið var smárúta, örrúta
eiginlega, sem var fyrst kynnt til
sögunnar rétt upp úr seinni heims-
styrjöld 1949. Það fékkst í margs
konar útgáfum og var sérlega vin-
sælt til ferðalaga, fyrst af hinni hag-
sýnu fjölskyldu þýska efnahagsund-
ursins, en síðar uppgötvuðu hipp-
arnir að þetta væri bíll við þeirra
hæfi. Áður en yfir lauk voru fram-
leiddar 1,8 milljónir eintaka af því og
nú er nýtt og glóðvolgt rúgbrauð á
leiðinni.
Íslenskum blaðamönnum var boð-
ið að kynna sér gripinn í einn dag í
Danmörku og Svíþjóð og skemmst
frá því að segja að nýja rúgbrauðið
stóð undir öllum væntingum.
Yðar einlægur fékk að reynsluaka
gripnum í félagi við Mörtu Maríu
Winkel, ritstjóra Smartlands, og
hún gat algerlega staðfest það álit,
að þettta væri fallegur, glaðlegur og
já, smart bíll.
En það voru þó kannski ekki síður
aðrir vegfarendur, sem staðfestu
það. Hvert sem við fórum var flautað
og blikkað af öðrum bílstjórum og
þar sem við gerðum stuttan stans
Volkswagen ID. Buzz er eilítið kubbslegur að sjá líkt og gamla rúgbrauðið en hann er vel rennilegur og rennur vel á þjóðveginum eða hér á Eyrarsundsbrúnni á leið yfir til Svíþjóðar.
Rafmagnað rúgbrauð snýr aftur
Það var gaman að sjá gamla og nýja rúgbrauðið hlið við hlið, gerólíkir bílar en ættarmótið er öllum augljóst.
Það er ekki verið að fela hvers konar bíll hér er á ferð og hið fræga VW merki áberandi.Það verða ekki mjög margir litir í boði fyrsta kastið, en ekki vantar litadýrðina samt.
Volkswagen er á leiðinni með glænýtt og ilm-
andi rúgbrauð. Af fyrstu sýn og akstri að dæma
hefur það alla burði til þess að slá í gegn.