Morgunblaðið - 20.09.2022, Síða 9

Morgunblaðið - 20.09.2022, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ | 9 mennings töluvert fyrr, eða í mynd- inni Avengers: Endgame sem kom út árið 2019, þegar uppfinningamað- urinn Tony Stark ók honum í hlað höfuðstöðva sjálfskipaða löggæslu- liðsins. Að viðbættum vélarhljóðum að vísu, sem ekki fer fyrir í raun- heimum okkar hinna. Nei, þvert á það sem læra má af myndinni þá er bíllinn 100% rafknú- inn. Rafhlaðan er 93 kWst og er drægnin 488 kílómetrar samkvæmt hinum þekkta WLTP-staðli. Þá er fullyrt að hún nái að fara úr 5% í 80% hleðslu á einungis 22,5 mín- útum. Ekki gafst tími til að láta á það reyna, en til þess þyrfti einnig hleðslustöð sem styður hámarks- hleðslumöguleika bílsins, eða sem nemur 270 kW. Hljóðkerfi frá Bang & Olufsen má fá sem aukabúnað fyrir 240 þúsund krónur, en kerfið var að finna í bíln- um sem blaðamaður fékk að reyna. Er ekki hægt að bera því annað en gott vitni. Händel, Sibelius, Avicii, Deadmau5 og Run The Jewels; allt fær þetta að flæða þýðlega um dönsku hátalarana á meðan greitt er ekið áleiðis til Þingvalla, þangað sem tíu öldum fyrr bauðst mönnum að- eins eitt hestafl til leiðarinnar. Rafmagnað faðmlag Bíllinn tekst vel á við krappar beygjur sem annars myndu reyna vel á aðra farkosti á sama hraða. Hann faðmar veginn á sama tíma og sætið faðmar ökumanninn, sem sjálf- ur fær hamingjuna í faðm sinn. Hún er þá hér, á Lyngdalsheiðinni. Hver vissi það? Kannski Kjalnesinga- goðar, forðum daga. Allar þessar hugsanir leita á mann og fá til þess nóg pláss, því ekki þarf að hafa mikið fyrir akstrinum. Fram- úrakstur er nokkurra sekúndna at- höfn, svo eru það rólegheitin ein. Rennislétt malbik. Haustlitir trjánna verða að gulrauðri móðu. Maður yrði ekki seinn til vorþings á honum þess- um. Numið er staðar í þjóðgarðinum og bíllinn tekinn til nánari skoðunar. Afturmyndavélin er í góðri há- skerpu, sem reynist vel í ljósi þess að útsýni um bakspegilinn er af skorn- um skammti, að minnsta kosti í gegnum afturrúðuna. Myndavélin er þó aukabúnaður og ekki gefst færi á að reyna hana í íslensku roki og rign- ingu, þessa heiðskíru september- helgi. Undir vélarhlífinni svokölluðu er að finna 81 lítra farangursrými. Ef maður vill nota það til að hýsa hleðslukapla þá er samt sem áður ekki mikið eftir fyrir annars konar varning. Að aftan kemur svo á óvart hvað rýmið er stórt, að minnsta kosti mið- að við sportlega byggingu bílsins. Þó rúmar það ekki nema 405 lítra, sem er töluvert minna en til dæmis í Teslu Model S, en þar komast einir 744 lítrar fyrir. Að vísu má fella niður sætin, eða einungis miðjusætið, vilji maður koma meiru fyrir. En þessi bíll er ekki smíðaður fyrir fraktflutn- inga. Hann er gerður til að flytja fólk. Hratt. Og gerir það frábærlega. Að innan er hönnunin engu síðri. Framsætin rafstýrð og þægileg og veita ökumanni og farþega góðan stuðning. Á sleða milli sæta er þægilegt skrunhjól með tökkum, til að stýra útvarpi. Fótaplássið er gott aftur í og glerþakið gerir mikið fyrir þá sem þar sitja. Útlitið gefur til kynna kraftana sem bíllinn býr yfir. Rafhlaðan er 93 kWst og drægnin 488 kílómetrar. Farangursrýmið reyndist meira en blaðamaður hélt í fyrstu. Þó er það ekki mikið, enda ekki tilgangur bílsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.