Morgunblaðið - 20.09.2022, Side 10

Morgunblaðið - 20.09.2022, Side 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is L ífið er of stutt til að keyra ekki um á rafmagni. Það er ein- faldlega svo gaman (ég á reyndar bæði bensínbíl og rafbíl). Næst þeirri skemmtun að aka rafbíl kemst að fylgjast vakandi auga með því hvernig orkuskiptin eiga sér stað. Undrahratt og áreynslulaust að mestu. Og það er líka gaman að sjá hversu miklu auðveldara það er að eiga rafbíl í dag en árið 2015 þegar ég tók stóra stökkið, beint út í stóru raf- magnslaugina. Allt hefur orðið öflugra Það er ekki bara vegna þess að raf- hlöður bílanna eru orðnar miklu öfl- ugri og stærri en áður var heldur einn- ig vegna þess að hleðslumöguleikarnir eru orðnir nær óteljandi. Þegar ég setti upp mína fyrstu heimahleðslustöð, sem ég fjárfesti í ár- ið 2015, ráku margir upp stór augu. Það voru ekki einu sinni til reglur í húsfélaginu um hvernig skyldi staðið að málum. Ég lét leggja taug úr töflu íbúðarinnar og niður í stæðið í bíla- geymslunni. Allt eftir settum reglum og meðfram öðru „tauganeti“ hússins. Eldri maður og gírugur, á hæðinni fyrir neðan mig, ákvað að fara stystu leið og lét verktaka bora sameignina nærri því í sundur. Uppi varð fótur og fit, enda ljóst að ef aðrir færu sömu leið, yrði nýbyggingin, á besta og dýr- asta stað í Reykjavík, fljótt útlítandi eins og sovétblokk frá tíma Brésnevs. Fyrir nokkru síðan hefur fólk áttað sig á að framtíðina í áfyllingarmálum bílaflotans er ekki að finna á bensín- stöðvum. Þessum kuldalegu og þreyttu stöðum verður ekki breytt í „rafstöðvar“ fyrir bifreiðar lands- manna nema að litlu leyti. Þess vegna leita forsvarsmenn eldsneytisfyrir- tækjanna logandi ljósi að því að koma stöðvunum eða lóðunum undir þær í gott verð. Dagur B. Eggertsson er drjúgur í aðstoðinni og afhendir borg- arland gegn vægu verði eins og að enginn sé morgundagurinn. Bensínstöðvar ekki málið Þetta óðagot, sem að stórum hluta er á kostnað borgarsjóðs, sem við engu má, er komið til vegna þess að rafbílar eru og verða að langmestu leyti hlaðnir við heimahús og vinnu- staði. Útgáfufélagið sem gefur út Morgunblaðið, og er þekkt fyrir að fara í engu óðslega, er meira að segja búið að koma upp hleðslustöðvum fyr- ir starfsfólk. Það er ekki aðeins gert fyrir þá sem ekki hafa kost á því að hlaða við heimili sín, heldur einnig til þess að gera þeim sem það geta kleift að velja á milli þessara tveggja góðu kosta. Sífellt fjölgar þessum stöðvum, sem flestar eru tengdar við þriggja fasa rafmagn og geta hlaðið á þokkalegum afköstum. Þeim mun halda áfram að fjölga og fjölga og í lok þessa áratugar verða þær fleiri en póstlúgurnar við heimilin. Ekki er ósennilegt að hægt verði að tengja bíla við hvern einasta ljósastaur og fáar verslanir munu ná að laða til sín viðskiptavini ef ekki verður hægt að tengja og tryggja að bíllinn geti fengið „sopann sinn“ með- an sjoppað er af miklum móð. Þetta fattaði Þórarinn Ævarsson, fyrrum framkvæmdastjóri IKEA fyrir óra- löngu síðan og þess vegna er hvergi fleiri hleðslustöðvar að finna en ein- mitt í Kauptúni í Garðabæ. Þar sem ég áttaði mig líka snemma — en kannski ekki eins fljótt og Þórarinn — hef ég farið vandalega yfir hleðslustöðvamarkaðinn og það sem er í boði þar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að ég keypti fyrstu Wallbox-stöðina fyrir sjö árum síðan. Og nú var komið að því að grípa nýja, eða af einhverri annarri gerð. Fjölmenningarstöð sem tekur vel á móti öllum tengjum Copper-stöðin frá sama fyrirtæki varð fyrir valinu. Ekki síst vegna þess að hún er handhæg ef hlaða þarf bíla með Type 1 og 2 tenglunum til skiptis (gamli jálkurinn minn er með Type 1). Nú er ég að setjast niður og kynn- ast þessum nýjasta fjölskyldumeðlimi og þeim möguleikum sem hann býður upp á til þess að gera ferðalögin milli staða og jafnvel landshluta enn þægi- legri en ella. Það tekur tíma að koma sér inn í það, en það mun hafast. Með stöðinni ætla ég að taka enn nýtt skref inn í framtíðina. Eitt sem mun skipta meira máli á komandi ár- um en akkúrat núna. Þegar reynsla verður komin á málið síðar í haust birtist framhald af þessum pistli. Hann mun breyta lífi rafbílaeigandans til frambúðar. Að byggja upp gott tengslanet Morgunblaðið/Árni Sæberg Það er ekki aðeins á LinkedIn sem mikilvægt er að koma upp réttu tengingunum. Það á líka við um bílastæðið heima og aðra þá staði þar sem maður leggur þarfasta þjóninum. Morgunblaðið/Stefán E. Stefánsson Fyrir nokkru var tími kominn á 7 ára gamla heimahleðslustöð sem hafði þjónað vel. Nú er ný kynslóð tekin við sem býður upp á marga möguleika. Ætlunin er að nýta þá til fullnustu og gera rafbílaupplifunina enn betri en áður. Sífellt fleiri húsfélög leggja nú stórfé í að koma upp hleðsluneti í bílakjöllurum og á stæðum. Þar opnast möguleikar fyrir þá sem ekki hafa áður átt rafbíl. Mikil þróun á eftir að eiga sér stað á þeim vettvangi. –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 18. okt. 2022 Auglýsendur athugið SÉRBLAÐ BÍ A BLAÐ Hleðslunetið í heiminum stækkar og stækkar. Það tengist einnig æ betur við netheima. Jafnt og þétt munum við ekki aðeins sjá hleðslustöðvarnar þjóna sem rás rafmagns inn í rafbíla, heldur einnig úr rafbílum og út á raf- magnsmarkaðinn að nýju. Raf- hlöður bílaflotans munu nefnilega reynast forðabúr sem sækja má í á þeim tímum sólarhringsins þeg- ar þörf er fyrir orku í annað en að koma fólki milli staða. Ísorka, sem byggir upp net Wallbox-stöðva vítt og breitt um landið, býr samfélagið jafnt og þétt undir þetta. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru þátttakendur í hljóðlátri byltingu. Sífellt fjölgar stöðvum sem notendur Ísorku- appsins geta leitað í, séu þær á annað borð lausar. Greiðslu- miðlun í gegnum kerfið er sára- einföld. Samkvæmt fyrirtækinu eru stöðvarnar orðnar um 800 og virkir notendur hvorki fleiri né færri en 10.000 talsins. Innan tíðar verðum við Íslend- ingar allir ekki aðeins tengdir í gegnum hið ósýnilega DNA-net, sem Kári hefur kortlagt svo vel, heldur einnig rafnetið sem er næstum jafn ósýnilegt. Kannski að þá verði kominn tími til að sameina Decode og Ísorku, hver veit? Hleðslunet Ísorku 800 hleðslu- stöðvar 10.000 virkir notendur 22.000 rafbílaeigendur með appið 99% uppitími hleðslustöðva Gott að deila sín á milli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.