Morgunblaðið - 20.09.2022, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11
LANDSBANKINN. IS
Þú greiðir ekkert lántökugjald og færð
lægri vexti þegar þú kaupir rafmagnsbíl.
Betri kjör
á rafmagns-
bílalánum
Velkomin í Landsbankann
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
F
erðaþjónustufyrirtækið
Icelandia sem rekur m.a.
Flugrútuna og bílaleiguna
Enterprise er um þessar
mundir að taka í notkun fyrsta
rafmagnsvagninn í ferðaþjónustu-
tengdri starfsemi. Bíllinn, sem er
af gerðinni VDL, leysir af hólmi
eldri díselrútu og ekur með ferða-
menn á milli Keflavíkurflugvallar
og bílaleiga í nánd við völlinn.
Björn Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Icelandia, segir í
samtali við Morgunblaðið að vagn-
inn hafi verið sýningarbíll hjá
framleiðanda og því fengist á betri
kjörum en ella. Björn segir nýjan
bíl af þessari tegund kosta ríflega
60 milljónir króna.
„Við höfum verslað við þetta
fyrirtæki í mörg ár og flutt inn
rútur og strætisvagna frá þeim.
Þeir hafa verið leiðandi í Evrópu í
framleiðslu rafmagnsstrætis-
vagna. Okkur langaði að prófa
einn bíl og þreifa á þessari nýju
tækni sem er að koma í stærri bíla
og taka um leið skref í átt að
orkuskiptum í okkar rekstri,“ seg-
ir Björn.
Þegar blaðamaður talaði við
Björn var verið að ljúka við að
merkja bílinn. „Það er verið að
setja mjög flottar merkingar á
hann með áherslu á okkar ís-
lensku grænu orku.“
Björn segir aðspurður að
hleðsla bílsins eigi að duga vel fyr-
ir verkefni dagsins. „Aksturs-
vegalengdin er ekki mjög mikil
innan hvers dags. Aftur á móti fer
orka í að halda uppi hita inni í
vögnunum, sérstaklega þegar
hurðir opnast og lokast í sífellu.
Uppgefin drægni er 350 km. Svo
hlöðum við hann á nóttunni.“
Nú þegar hefur Ísorka sett upp
sérstaka hleðslustöð fyrir farþega-
vagninn. Það verkefni er á ábyrgð
Isavia, sem á og rekur Keflavík-
urflugvöll.
Guðjón Helgason, upplýsinga-
fulltrúi Isavia, segir að hleðslu-
stöðin sé sú fyrsta á vellinum sem
sérstaklega er tengd orkuskiptum
hjá rútum og hópferðabílum. Stöð-
in sé ekki ætluð almenningi.
„Við hjá Isavia tókum því fagn-
andi þegar leitað var til okkar með
þetta verkefni, enda rímar það af-
ar vel við nýuppfærða sjálf-
bærnistefnu okkar og áform okkar
um orkuskipti í flugvallarsam-
félaginu á Keflavíkurflugvelli.
Verið er að kanna þörfina fyrir
hleðslustöðvar á flugvallarsvæðinu
enda orkuskipti hluti af okkar
stefnu.“
Skref í átt að orku-
skiptum í ferðaþjónustu
Rafmagnsrúta frá
VDL tengir flugvöllinn
við bílaleigusvæðið
Ljósmynd/Icelandia
Rútan, sem hefur 350 km drægni, ekur stutta vegalengd en töluverð orka fer í að hita upp farþegarýmið.
Hópur bandarískra vísindamanna hefur
þróað nýja og betri leið til að stýra
hleðslu rafmagnsbíla og er hugbúnaðar-
uppfærsla allt sem þarf til að stytta
hleðslutímann.
Notaðist hópurinn við gervigreind til
að gera tilraunir með ólíkar hleðsluað-
ferðir og kom í ljós að með því að gera
ákveðnar breytingar á straumi og
spennu má fylla hefðbundnar lítín-
jónarafhlöður mun hraðar án þess að
fórna endingartíma þeirra eða gæðum.
Var nýja hleðslustýringin sannreynd
bæði í hermi og með prófunum á alvör-
urafhlöðum og benda niðurstöður vís-
indamannanna til þess að með þeirri að-
ferð sem þeir hafa þróað geti tekið aðeins
10 mínútur að setja 90% hleðslu á raf-
hlöður dæmigerðs rafmagnsbíls.
Tækniritið NewScientist segir frá upp-
götvuninni og bendir á að í dag vinni
hugbúnaður hleðslustöðva og rafmagns-
bíla þannig að þegar bíl er stungið í sam-
band fer hleðslan fyrst rólega af stað en
eykst smám saman, og lækkar svo að
nýju þegar búið er að nýta 60-70% af
geymslugetu rafhlöðunnar til að hlífa
henni við álagi. Hjálpaði gervigreindin til
við að bæta þetta ferli svo að meiri orka
kæmist á rafhlöðurnar á skemmri tíma.
Ekkert liggur fyrir um hvort rafbíla-
eða hleðslustöðvarframleiðendur hyggj-
ast nýta þessa uppgötvun.
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Sisi
Ná mætti 90% hleðslu á 10 mínútum
Notuðu gervigreind til
að stytta hleðslutíma