Morgunblaðið - 20.09.2022, Qupperneq 12
AUGLÝSING
Aðstoða við orkuskipti í bílaflotanum
Fyrirtækið Rafbox er
stofnað árið 2018 með
það að leiðarljósi að ýta
undir og styðja við orkuskipti í
samgöngum á Íslandi.
Einstaklingarnir á bakvið
fyrirtækið eiga það öll sam-
eiginlegt að hafa brennandi
áhuga á málefninu. Á þessum
rúmu fjórum árum sem fyrir-
tækið hefur verið starfrækt hafa
eigendur og starfsfólk þess lagt
mikla vinnu og metnað í að
afla sér víðtækrar þekkingar á
hleðslukerfum og -búnaði t.a.m.
með því að sækja ráðstefnur
um orkuskipti og rafbílahleðslu
víðsvegar um heim.
Rafbox sérhæfir sig í hönnun og
uppsetningu á hleðslukerfum
fyrir rafbíla við heimili og
fyrirtæki af öllum stærðum og
gerðum. Það flytur inn búnað frá
skandinavískum framleiðendum
sem sérstaklega er hannaður
fyrir norrænt veðurfar, sem
reynst hefur ótrúlega vel.
Emil Örn Harðarson, sölu- og
kerfisstjóri og einn eigenda
Rafbox segir framtíðina klárlega
liggja í rafmagninu.
Nýlega gerði Rafbox samning
við fyrirtækið MONTA sem
rekur samnefndan hugbúnað. Í
gegnumMONTA er boðið upp
á greiðslumiðlun, flotastjórnun
og fullkomna álags- og
aðgangsstýringu svo eitthvað
sé nefnt og er því frábær lausn
fyrir fjölbýlishús og fyrirtæki
sem vilja jafnvel fá aukatekjur af
hleðslukerfunum sínum.
Ræstinga- og fasteigna-
umsjónarfyrirtækið Dagar
hafa tekið stór skref í
orkuskiptum og unnið
náiðmeð Rafbox á þeirri
vegferð.
„Við hjá Dögum leggjum
áherslu á að axla ábyrgð í
umhverfismálum og vitum
að til þess að árangur náist í
þeimmálum þá þarf að vinna
skipulega og markvisst í þessum
málaflokki.“, segir Pálmar Óli
Magnússon forstjóri Daga.
„Afstaða okkar með
umhverfinu er ákvörðun
sem við höfum tekið föstum
tökum og fyrir nokkrum
árum síðan settum við af stað
aðgerðaáætlun til að minnka
kolefnisspor fyrirtækisins,
í gegnum orkuskipti í
bílaflotanum,“ útskýrir hann.
„Þegar kom að uppsetningu
hleðslustöðva lögðum við
áherslu á að velja samstarfsaðila
sem hægt væri að reiða sig
á í útfærslu verkefnisins,
meðal annars til þess að
tryggt væri að við gætum
viðhaldið háu þjónustustigi til
okkar viðskiptavina á meðan
innleiðingu stæði. Við leituðum
til Rafbox eftir ráðgjöf og
útfærslu verkefnisins. Þeir hafa
reynst dýrmætur samstarfsaðili,
útvegað og sett upp búnaðinn
af mikilli fagmennsku.“
Pálmar Óli segir að í upphafi
verkefnis hafi Rafbox sett upp
átta 22 kw hleðslustöðvar með
sextán hleðslupunktum við
höfuðstöðvar fyrirtækisins.
Til þess að tryggja enn betur
að rekstur bílaflotans væri
hnökralaus var tekin ákvörðun
um að bæta við 200 kw
hraðhleðslustöðvummeð
hleðslupunktum fyrir fjóra bíla
og möguleika á að stækka upp
í átta hleðslupunkta í
framtíðinni.
„Það framtak hefur mælst
vel fyrir hjá starfsfólki þar sem
að þau geta nú nær fullhlaðið
bíl sinn á 30 mínútum,“ segir
Pálmar.
„Það myndaðist strax mikill
spenningur hjá okkur þegar
Dagar höfðu samband með
sína metnaðarfullu áætlun um
orkuskipti í bílaflota þeirra. Við
sáum fljótt að hér myndi lítið
kerfi ekki duga og því lögðumst
við í hönnun og uppsetningu
á stóru hleðslukerfi við
höfuðstöðvar þeirra í Garðabæ
og nú á dögunum lukum við
svo uppsetningu á öflugu
hraðhleðslukerfi hjá þeim. Þetta
var ótrúlega skemmtilegt og
lærdómsríkt verkefni“ segir Emil.
„Við seljum einnig
ferðahleðslustöðvar,
hleðslukapla og varahleðslutæki
á frábæru verði. Við gerum
tilboð í verkin, viðskiptavinum
að kostnaðarlausu svo það þarf
því ekki að hika við að hafa
samband!“