Morgunblaðið - 20.09.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.2022, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar kemur að bílum er Bergþóra Þorkelsdóttir með tiltölulega jarð- bundinn smekk en hún er hins vegar með brennandi áhuga á samgöngum enda forstjóri Vegagerðarinnar. Á æskuheimili hennar var til dæmis lengi vel enginn bíll. „Það var hins vegar mikið kappsmál á heim- ilinu að eignast bifreið og áttu for- eldarar mínir nokkra misáreiðan- lega Volvóa,“ segir hún. Bergþóra játar að hún líti fyrst og fremst á bifreiðar sem tæki til að komast frá A til B en þar með er ekki sagt að hún kunni ekki að meta glæsikerrur. Þvert á móti lítur hún á það sem eftirsóknarverðan lúxus að sitja á bak við stýrið á vönduðum, kraftmiklum og þægilegum bíl: „Að vera á mjög góðum bíl er svona eins og vinaleg stroka í amstri dagsins, eða góður kaffibolli sem lífgar upp á tilveruna.“ „Ekkert sást nema stikurnar“ Bergþóra ber líka skynbragð á mikilvægi þess að eiga bíl sem ræð- ur við íslenskt veðurfar og minnist hún góðrar reynslu af fjór- hjóladrifnum Súbarú sem lét ekkert stöðva sig. „Í tólf ár bjó ég á Selfossi en sótti vinnu í Reykjavík. Þetta var löngu áður en byrjað var að hafa vit fyrir bílstjórum með því að beinlínis loka vegum þegar færð var slæm, og oft þurfti ég að aka þessa leið við mjög slæmar aðstæður þar sem ekk- ert sást nema stikurnar og eina leið- in til að vita nokkurn veginn hvar ég var stödd var að hafa kveikt á út- varpinu – því þegar komið var á viss- an stað á heiðinni rofnaði sambandið við eitt loftnetið og þurfti að stilla á aðra bylgjulengd.“ Komst Bergþóra alltaf klakklaust á milli heimilis og vinnu nema einu sinni þegar bíllinn hringsnerist. „Þegar bíllinn stöðvaðist vísaði húddið beint niður í hraunið en ég var hin rólegasta og tókst að koma mér aftur af stað. Landið hefur þessi áhrif á mann að maður getur ekki annað en brugðist við og haldið áfram, og svo var það ekki fyrr en ég var komin heim til mín að ég leyfði mér að fá áfall yfir því sem hafði gerst.“ Vegirnir þurfa að ráða við þyngri umferð Bergþóra er mjög ánægð með hvernig vegurinn yfir Hellisheiðina hefur batnað síðan þá. „Á þessum tíma var þetta hættulegasti vegur landsins en í dag er vegurinn orðinn mun öruggari og búið að fækka slys- um þar um 70%. Bráðum vígjum við nýjan kafla sem bætir öryggið enn frekar.“ Hún segir mörg brýn verkefni fram undan í vegakerfi landsins enda verði vegirnir að ráða við vax- andi umferð: „Við sjáum að mikil mannfjölgun er að verða á Íslandi og umferðin að aukast að sama skapi. Þá hefur atvinnulífið á landsbyggð- inni eflst með tilheyrandi fjölgun íbúa, og atvinnusóknarsvæði fólks er að stækka með útþenslu byggðar. Það er t.d. ekki óalgengt að fólk búi í bæjum eins og Selfossi, Þorlákshöfn eða Hveragerði og vinni í Reykjavík. Við verðum, sem þjóðfélag, að átta okkur á þessum breytingum og hvernig þær kalla á aukna fjárfest- ingu í uppbyggingu vegakerfisins.“ Draumabílskúr Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra Vegagerðarinnar Góður bíll lífgar upp á tilveruna Morgunblaðið/Hákon „Þegar bíllinn stöðvaðist vísaði húddið beint niður í hraunið,“segir Bergþóra af atviki á hættulegum vegarkafla. Sunnudagsbíllinn: er Volvo 142, eins og for- eldrar mínir áttu á mínum æskuárum. Sá bíll vekur gamlar og góðar minningar um ís- bíltúra á sunnudögum. Mótorhjólið : er ítölsk vespa, vegagerðargul. Slík hjól eru þægileg innanbæjar, auðvelt að keyra þau og hafa stjórn á þeim og eru vel sýnileg í umferðinni. Litli borgarbíllinn : er Toyota Yaris en ég hef átt bíl af þeirri gerð um nokkurt skeið. Þetta eru liprir og þægilegir bílar, sem henta vel í innanbæjarakstur. Fyrir lottóvinninginn : myndi ég kaupa eldrauða Massey Ferguson 5460-dráttarvél með göfflum, alvörutryllitæki til að nota í sveitinni og í hesthúsinu. Dráttarvélina gæti ég t.d. notað á veturna til að flytja heyrúllur í hlöðuna í hesthúsinu. Fyrir afganginn myndi ég kaupa almennilega hestakerru til að flytja hrossin á milli staða, þegar þess er þörf. Draumabílskúrinn Eitt ómissandi ökutæki í við- bót : er flott rafhjól sem fer mjúklega áfram með mið- aldra konu sem vill halda sér í formi, fara á milli staða á umhverfisvænan hátt og komast upp allar brekkurnar á leiðinni. Hinn fullkomni íslenski hvers- dagsbíll: til að aka á vegum úti eða nota í sveitinni er Toyota Land Cruiser. Hann er enginn sportbíll heldur praktískur og kraftmikill bíll, sem er lipur í akstri þrátt fyrir stærðina. Gott er að ferðast um landið í slíkum bíl því hann er rúmgóð- ur og nóg pláss fyrir ferða- félagana og svo getur hann dregið hestakerru. Í villtustu draumum : ætti ég ann- aðhvort buggy-bíl eða gott fjórhjól. Ég sé fyrir mér að þegar ég verð orðin rosalega gömul geti ég ferðast um á slíku farartæki í sveit- inni með barnabörnin með mér – að sjálfsögðu með tilheyrandi ör- yggisbúnað. Ljósmyndir: Toyota Europe Newsroom Mercedes-Benz Group Media Volvo Cars Global Newsroom Íris Karlsdóttir Honda Powersports News Vespa.com Ducati.com Fíni bíllinn: er þýskur eðal- vagn, EQE frá Mercedes Benz, sem gengur fyrir rafmagni. Ég get talað við bílinn og sagt honum hvert á að fara og þá finnur hann sjálfur fljótustu leiðina hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.