Morgunblaðið - 03.11.2022, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
Vegna aukinna umsvifa er N1 Rafmagn að leita að kröftugum liðsfélaga
til að taka þátt í að byggja upp orkufyrirtæki framtíðarinnar. Um er að
ræða fjölbreytt starf sem býður upp á mikla möguleika til starfsþróunar.
Starfsstöðin er á skrifstofu N1 á Dalvegi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Sigursteinn Bergþórsson,
einarsig@n1.is.
Áhugasamir sæki um á www.n1.is –merkt Orkusvið.
Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember 2022.
Helstu verkefni
• Uppbygging og rekstur
raforkuviðskipta félagsins
Viltu byggja upp
orkufyrirtæki
framtíðarinnar?
ALLA LEIÐ
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
• Geta til að vinna í teymi
• Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
• Metnaður til þess að takast á við áskoranir
í orkumálum
Fríðindi
• Aðgangur að Velferðarþjónustu N1
• Afsláttarkjör hjá N1, Krónunni og ELKO
• Styrkur til heilsueflingar
ERTU
TALNASPEKINGUR?
Persónuvernd leitar að rekstrarstjóra sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði
fjármála, rekstrar og stefnumótunar. Við leitum að drífandi og jákvæðum einstaklingi með samskiptafærni
og metnað til þess að sinna verkefnum sínum af krafti og elju.
Rekstrarstjóri heyrir undir forstjóra og hefur umsjón með fjármálum og rekstri Persónuverndar, þar á meðal
vinnu við ársuppgjör og fjármálaáætlanir fyrir stofnunina, og samskiptum við ráðuneyti og aðra í tengslum
við fjárlagavinnu.
Persónuvernd er sjálfstætt stjórnvald sem annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og vinnslu
persónuupplýsinga. Hjá Persónuvernd starfar samhentur hópur fólks og mikið er lagt upp úr frumkvæði,
ábyrgð og getu starfsmanna til að sinna krefjandi verkefnum í góðri samvinnu við aðra starfsmenn.
Persónuvernd er fjölskylduvænn vinnustaður.
Um 100% starf er að ræða. Ráðið verður í starfið frá 1. janúar 2023 eða samkvæmt samkomulagi.
FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ
Umsóknarfrestur er til 11. nóvember 2022. Umsóknir skulu sendar á postur@personuvernd.is.
Með þeim skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar
og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi ríkisins við
viðkomandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri hjá Persónuvernd, í síma 510-9600.
Umsóknir munu gilda í sex mánuði frá móttöku þeirra, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
HELSTU VERKEFNI OGÁBYRGÐ:
• Umsjón með vinnu við rekstraráætlanir
og stefnumótun á sviði fjármála
Persónuverndar
• Önnur áætlanagerð, útreikningar
og verkefni tengd rekstri og fjármálum
stofnunarinnar
• Ýmis fjölbreytt verkefni tengd
launavinnslu og kjaratengdum
málefnum, innkaupum, greiðslu
reikninga og samskiptum við
þjónustuaðila
• Umsjón með ferðalögum
starfsmanna og dagpeningum
• Önnur verkefni samkvæmt
ákvörðun forstjóra
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:
• Háskólapróf í viðskiptafræði eða tengdum
greinum. Framhaldsmenntun er kostur.
• Góð almenn tölvufærni
• Góð íslensku- og enskukunnátta
og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
• Hæfni til að miðla upplýsingum
á skýran og greinargóðan hátt
• Reynsla af því að starfa sjálfstætt
að flóknum verkefnum
• Þekking á lögum um opinber fjármál er æskileg
• Reynsla af Oracle (Orra), fjárhagsbókhaldi
ríkisins, er kostur
• Þekking eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu,
gæðamálum og stefnumótun er kostur
• Nákvæmni, frumkvæði, lausnamiðað viðhorf
og skipulagshæfni eru mikilvæg
• Góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og
lipurð í mannlegum samskiptum er skilyrði
intellecta.is