Morgunblaðið - 26.08.2022, Side 2

Morgunblaðið - 26.08.2022, Side 2
„Nei ekkert neitt eitt sérstakt, ég er voða mikið að vinna með sama playlista sem eru mest pepp-lög, ég elska að hlusta á lög til að drífa mig í gang.“ Langar þig í einhverja nýja flík fyrir haustið? „Já, mig langar mjög í góða kápu.“ Hvaða bók last þú síðast? „Ætla nú ekki að skrökva en það er hrikalega langt síðan ég las bók fyrir mig sjálfa svo ég bara man það ekki. En ég las Stafakarlana í gærkvöldi fyrir son minn.“ Hvaða þætti ertu að horfa á núna? „Enga sérstaklega í augnablikinu, er enn leið yfir því að Love Island sé búið svo ég þarf að fara finna með aðra þætti!“ Hvernig skipu- leggur þú daginn þinn? „Eins og staðan er núna tek ég bara einn dag í einu og reyni að skipuleggja morg- undaginn kvöldið áður, það er allt frekar út um allt hjá okkur þegar við opnum nýja staði. Annars finnst mér gott að skipuleggja viku og viku í senn.“ Hvernig núll- stillir þú þig? „Fer í góðan göngutúr með AirPods og reyni að slaka vel á.“ Hvað reynir þú að forðast í lífinu? „Að taka hlutum og því sem fólk segir ekki of per- sónulega, ég er enn að æfa mig í því en það er mjög mikilvægt, sérstaklega þegar maður er í rekstri, að taka ekki sumum hlutum persónulega og taka það með inn í daginn.“ Hvaða manneskja hefur haft mest áhrif á líf þitt? „Það myndi vera hann Áki minn, en hann kom inn í líf mitt þegar ég var alls ekki á góðum stað og varð minn klettur í einu og öllu. Hann hvetur mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ekki væri fyrir hann.“ Síðasta bók sem hún las var Stafakarlarnir fyrir son sinn. H vað ertu að fást við þessa dagana? „Við fjölskyldan vorum loksins að flytja í nýja íbúð eftir að hafa verið í nokkra mán- uði í framkvæmdum og svo vorum við Áki einnig að opna annan stað í nýju mathöll- inni á Hafnartorgi sem heitir Kualua en þar erum við að selja poke-skálar.“ Hvað getur þú sagt mér um uppáhalds- matinn þinn? „Ég elska góða steik og kartöflur með bernaise-sósu!“ Áttu þér uppáhalds- veitingahús? „Já, en alveg nokk- ur, gæti ekki valið bara eitt þar sem ég elska að borða góðan mat. En t.d. eins og Sushi Social og Grill- markaðurinn eru ábyggilega ein af uppáhalds.“ Hvernig hugsar þú um heilsuna? „Ég vil helst byrja alla daga á æfingu, ég finn svakalegan mun á mér ef ég hreyfi mig ekki og hvað matarræðið fer þá bara í vaskinn. En yfir höfuð þá reyni ég bara að borða hollan og góðan mat en auð- vitað leyfir maður sér inn á milli.“ Hvað færðu þér í morgunmat? „Hafragraut eða acaí-skál.“ Ertu að safna þér fyrir húsgagni? „Já, eða ég er reyndar enn að safna mér fyrir draumaeldhúsi sem er í vinnslu núna, það verður von- andi komið upp fyrir jól.“ Hvaða forrit notar þú mest í símanum þínum? „Instagram og Canva.“ Er eitthvert lag sérstaklega mikið í spilun hjá þér núna? Tekur bara einn dag í einu Elísabet Metta Ásgeirsdóttir eigandi veitingastaðarins Maikai hefur í nægu að snúast þessa dagana en hún og unnusti hennar Ágúst Freyr Hallsson opnuðu á dögunum nýjan veitingastað, Kualua, í mathöllinni á Hafnartorgi. Þegar mikið er að gera hjá Mettu tekur hún bara einn dag í einu í skipulaginu, en þegar það er rólegra finnst henni gott að skipuleggja alla vikuna fyrir fram. Sonja Sif Þórólfsdóttir | sonja@mbl.is Metta notar Instagram mest. Elísabet Metta Ásgeirsdóttir tekur bara einn dag í einu þegar það er mikið að gera. Metta fær sér reglulega acai- skál í morgunmat. 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Winkel Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is, Ásgeir Ingv- arsson ai@mbl.is, Snæfríður Ingadóttir snaeja@gmail.com , Irja Gröndal irja@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumynd Colorbox L eitin að hinu fullkomna jafnvægi í lífinu getur verið flókið. Það getur tekið fólk heila mannsævi að finna rétta taktinn þegar kemur að heilsunni. Þess vegna langar mig að rifja upp sögu af tveimur vin- konum sem ætluðu aldeilis að gera gott mót, breyta hressilega um lífsstíl og verða tággrannar og glæsilegar í eitt skipti fyrir öll. Þegar þær voru á þessum aldri voru fyrirmyndirnar mjög svangar fyrir- sætur. Svokallað heróínlúkk var allsráðandi og því erfitt að leika það eftir nema taka inn sömu efni og notuð voru í teitum þess tíma. Þessar vinkonur voru um tvítugt þegar þær réðu sér sérlegan heilsuleið- toga sem vissi nákvæmlega hvernig þær gætu orðið eins og svöngu fyrirsæt- urnar. Og náttúrlega ennþá glæsilegri. Dömurnar voru fluttar að heiman og þótt þeim hefði liðið eins og þær vissu allt því þær skulduðu húsbréf þá vissu þær ekkert. Af því þær vissu of lítið þá voru þær ginnkeyptar fyrir töfralausnum sem áttu að umbreyta þeim í eitthvað rýrara og minna. Draumurinn um jónaða vatnið er víða. Það sem var helst að trufla dömurnar var að þær borðuðu ennþá eins og óþekkir krakkar þótt þær væru í raun fullorðnar. Önnur þeirra var líka stundum á dufti sem var blandað í mat en var svo svöng að hún át ennþá meira í kjölfarið. Duftið virkaði því meira eins og lyftiduft. Heilsuleiðtoginn var með allt á tandurhreinu. Hann fyrirskipaði algera hreinsun í mataræðinu og það yrði að fara 200% eftir ráðleggingunum – ann- ars myndi ekkert gerast. Sykur, hveiti, mjólk, kaffi, egg, pasta, brauð, kleinu- hringir, hrísgrjón og allt það þurfti að víkja. Löðrandi pasta með rjómasósu og túnfisksamlokur og kakómalt vék fyrir sojajógúrti og sellerístönglum með möndlusmjöri. Ef dömurnar hefðu verið nægilega peningadrifnar hefðu þær selt einhverri sjónvarpsstöðinni sýningarréttinn á þessu raunveruleikasjónvarpi. Þær hefðu án efa fengið landsmenn til að valhoppa að skjánum þegar þær hófu hina heilögu þarmahreinsun. Það var auðvitað ekki nóg að borða bara sellerí og möndlusmjör. Það þurfti alvöru efni til að losa dömurnar við þennan 20 ára úr- gang sem hafði safnast upp og var uppspretta alls ills. Heilsuleiðtoginn sagði að það væri langbest að þrífa þarmana að innan með Hydrogen Peroxide. Ef þið gúgglið þetta efni kemur í ljós að það er vin- sælt í dag sem hreinsiefni. Ekki þó til að hreinsa líffæri að innan heldur vaska, baðkör og flísar og svo virkar það vel til að snjóþvo gallabuxur. Dömurnar byrjuðu hvern morgun á því að blanda Hydrogen Peroxide í vatn og svo var það drukkið á ógnarhraða því það bragðaðist ekki sérlega vel. Þegar búið var að taka það inn tók við inntaka á sítrónuvatni með pipar og hunangi. Það var hrært saman og drukkið á sama ógnarhraða og hreinsiefn- ið. Eftir að hafa tekið inn þessa heilsutvennu átu þær sojajógúrt dagsins og stundum nörtuðu þær í gulrætur líka. Kílóin fuku af dömunum en þær voru ekkert sérlega ánægðar. Það var lítið fjör að drekka hreinsiefni og geta aldrei borðað sama mat og umhverfið. Þær gáfust því fljótlega upp og settu fókusinn á næsta æði sem greip þær. Í dag eru þessar vinkonur reynslunni ríkari. Það hefði verið frábært ef þær hefðu vitað þá sem þær vita núna og það er að það gerist ekkert af sjálfu sér. Það er ekki til neitt í heim- inum sem heitir frír hádegismatur og að efni sem blandað er út í vatn er skyndilausn – ekki framtíðarlausn. Fyrir utan nátt- úrlega hvað það er stórhættulegt að innbyrða efni sem eru ætluð til hrein- gerninga á baðherbergjum – ekki inn- yflum. Þær skammast sín svo mikið fyrir þetta að þær munu aldrei koma fram undir nafni. Endir. Snjóþvegnir þarmar MartaMaría Winkel Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.