Morgunblaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022
Þ
að er rosalega mikilvægt að passa
upp á heilsuna bæði andlega og
líkamlega. Hjá mér er þetta alltaf
svolítil togstreita. Það væri þægi-
legt ef þetta væri ómeðvitað, fast í
daglegri rútínu og meðvitundin þyrfti aldrei að
rökræða við skynsemina varðandi það að setja
þessi atriði í fremsta forgang. Sjálfan langar
mig afskaplega mikið að vera laus við mestalla
kviðfitu, vera léttari á mér og geta farið hraðar
á skíðum – vera þindarlaus, orkubolti. Mig
langar að vera í kjörþyngd, samkvæmt skiln-
ingi mínum á henni,“ segir Þóroddur Ingvars-
son, svæfingalæknir á Sjúkrahúsinu á Akur-
eyri, spurður út í sínar eigin heilsuvenjur.
Hann segir að helst myndi hann vilja fá
ótruflaðan svefn í átta klukkustundir hverja
nótt, fara á æfingu fimm sinnum í viku fyrir
vinnu og fá sér trefjaríkan, fitu- og próteinríkan
morgunmat. Þá vildi hann borða salat í hádeg-
inu og borða fjölbreyttan kvöldmat gerðan frá
grunni fyrir kl. 18.00 á hverju kvöldi og ekkert
eftir það. Sleppa áfengi, forðast sykur og fara í
sund. Eiga góðar stundir með fjölskyldu og vin-
um, skipuleggja næsta dag og vera farinn í
rúmið klukkan 22.
Þóroddur Ingvarsson á
skíðum ásamt Aðalheiði
Rósu Jóhannsdóttur
eiginkonu sinni.
Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk fær áminningu um
mikilvægi góðrar heilsu alla daga en skyldi starfsstéttin huga
betur að eigin heilsu en aðrir landsmenn? Þóroddur Ingvars-
son, gjörgæslu-og svæfingalæknir, segir að langvarandi
áfengisneysla valdi alvarlegum langvinnum sjúkdómum.
Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com
Minna áfengi og
meiri hreyfing
„En hvað geri ég af þessu? Jú, eitthvað af og
til, og sumt á hverjum degi. Ég nota aldrei tób-
ak, drekk sjaldan áfengi. Hreyfi mig, hugleiði
annað slagið, reyni að fá nægan svefn. Reyni að
vera skipulagður og forðast stress. Sú hreyfing
sem ég vel er sú sem mér finnst skemmtilegust.
Í mínum huga er ekki til betri heilsubót en
skíðaganga og hjólaskíði á jafnsléttu á sumrin.
Átök fyrir allan líkamann en á sama tíma án
mikils álags á liði og meiðslahætta lítil.“
Telur þú að læknar hugsi almennt betur um
heilsuna en aðrir?
„Ég veit ekki hvort læknar hugsa meira um
heilsuna en aðrir. Jú, líklega heldur meira en
meðaleinstaklingur. Merkilegt nokk er nær
engin kennsla um þetta í læknadeild og eða í
flestu sérnámi eftir því sem ég veit best. Námið
hefst með grunnþekkingu og þá er farið yfir
starfsemi heilbrigðs líkama. En svo er fljótlega
allur fókus á að láta fólki í té þekkingu um
hvernig eigi að greina sjúkdóma og helst lækna
þá en ekki er eytt einum heilum degi í vísindin
um hvernig eigi að hindra að fá sjúkdóma. Sam-
fara fræðslu um sjúkdóma er að sjálfsögðu farið
yfir þekkta áhættuþætti hvers sjúkdóms en ég
ætla samt að leyfa mér að segja að læknar sem