Morgunblaðið - 23.09.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.2022, Blaðsíða 6
Borðstofuborð frá Pure Furniture. Það fæst í Heimahúsinu. Útskorið borð úr Heimili og Hug- myndum. Hengilampi frá Fanklin fæst í Epal. Brúnn flauelssófi, hring- laga speglar og listaverk í gullramma passar vel inn í Ítalíuþemað. Allt þetta fæst í Heimili og Hugmyndir. Arco lampinn er löngu orðinn klassískur. Hann fæst til dæmis í Casa. Það er nauðsynlegt að eiga rekka fyrir allt ítalska rauðvínið sem þú ætlar að drekka í vetur. Hann fæst í Epal. Marmaraflísar minna á Ítalíu. Þessar fást í Birgisson. 6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022 Kaffihúsaborð með marmaraborðplötu keyrir upp stemn- inguna. Það fæst í Signature. Þótt þessi lampi sé með asísku munstri þá gæti hann vel átt heima á Ítalíu. Hann fæst í Heimili og Hugmyndum. Flauelspúði úr Heimili og Hugmyndum. Þessi kaffi- húsastóll fæst í Epal. Skenkur í eldhúsið fæst í Heimili og Hugmyndum. Bolli með haldi eftir Aldísi Báru Einarsdóttur. Hann fæst í Rammagerðinni. Ítalía heim til þín Það þarf ekki að fara alla leið til Toscana til þess að ganga á flísum og borða pasta við gróft borð sem lítur út fyrir að vera 100 ára. Það er hægt að framkalla ítalska stemningu með gulum og rauðum lit sem minna á pasta og tómatsósu. Terracotta-flísar og gróft parket gera mikið. Fyrir þá sem vilja aðeins minna Flórens og meira Míl- anó er líka hægt að mála allt hvítt, kaupa risastóran sófa sem stelur senunni í miðri stofunni og drekka rauðvín af marmaraborði en að sjálfsögðu með glasamottu. Mundu bara að eldhúsið er hjarta heimilisins og þar mega rauðvínsflöskurnar sjást og spaðarnir og pastakrukkurnar vera í opnum hillum. Ullarmotta frá Day Birger et Mikkelsen er svolítið ítölsk. Hún fæst í Heimahúsinu. Þessi vasi fer með þig beinustu leið til Suður-Ítalíu. Hann fæst í Heimili og Hugmyndum. Spegill í gullramma fæst í Heim- ili og Hug- myndum. Það er eitthvað við hvíta sófa sem er svo mikið Miðjarðarhafið. Þessi fæst í Heimili og Hugmyndum. Það er vel hægt að skipuleggja næstu Ítalíuferð í þessum glæsisófa frá Furninova. Hann fæst í Línunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.