Vörn - 10.11.1940, Síða 2

Vörn - 10.11.1940, Síða 2
2 V 0 R N tala við hann síðar um daginn, þar eð ég var upptekinn þá í svipinn. Þá samstundis 'fékk ég svo tilkynningu frá bæjarstjóra um kosninguna. Um kl. 3 e. h. hringir Guðm. aftur og segist þurfa að tala við mig, og talast okkur þá svo til, að hann komi á skrifstof- una til mín. Skömmu síðar kemur svo Guðm. Skýrir mér frá að það hafi nú bæzt við ein umsókn, frá Harald Aspelund, sem hafi fyrst borist sér rétt eftir að hann talaði við mig. Ég segi honum þá að það geti nú breytt minni afstöðu talsvert, og óska eftir að fund- inum sé frestað, svo að mér gæfist tími til umhugsunar. Vandamál. Mér var þegar ljóst, að hér var talsverðum vanda fram úr að ráða. Harald Aspelund er mágur minn, og er hann talinn vera Sjálfstæðismaður. Hinu gat ég ekki lokað augunum fyrir, að hann er talinn einn af slingustu skrifstofumönnum í þessum bæ, hefir á hendi kennslu í bók- færzlu, reikningsmaður ágætur og nokkur tungumálamaður. Hann hefir leiðbeint ýmsum fyrirtækjum í bænum um bók- færzluaðferðir og bókhald, ver- ið dómkvaddur sem sérstaklega bókhaldsfróður maður, þar sem hér er enginn löggiltur endur- skoðandi til, og haft á hendi endurskoðun ýmsra fyrirtækja og stofnana og þar á meðal Sjúkrasamlagsins. Gat ég nú, með góðri sam- vizku, gengið fram hjá þessum manni? Ég ákvað nú að eiga tal við nokkra vini mína og vanda- menn, svo og helztu leiðtoga Alþýðufiokksins í bænum og kynna mér álit þeirra. Venslafólk mitt taldi að í slíku tilfelli sem þessu ættu flokkshagsmunir ekki að koma til greina. Það taldi og að einn af leiðtogum flokksins hefði áður beitt Aspelund órétti með því að svifta hann lélegri at- vinnu við kennslu, fyrir engar, eða ósannaðar sakir og senni- lega einungis vegna pólitískra skoðana hans — sem er frek- leg atvinnukúgun, og Alþýðu- flokkurinn hefir jafnan barist á móti — og spurði hvort mér virtist ekki sem mér bæri nokk- ur skylda til að bæta fyrir það, þar sem ég nú hefði aðstöðu til þess. Þeir leiðtogar Alþýðuflokks- ins, sem ég talaði við, töldu að mér hæri að greiða atkvæði í samræmi við þeirra vilja, sem þeir kölluðu vilja flokksins. En vilji þeirra var sá, að ég kysi í stöðuna Baldvin Þórðar- son, sem talinn er Alþýðu- flokksmaður. Hann er þar að auki géðkunningi minn og margra ára samstarfsmaður, og veit ég að hann er í hví- vetna bezti drengur. Mér mundi þykja það mjög leitt, ef ég á einhvern hátt yrði til þess að gera þessum manni þi’étt. Ég sá að ég varð að reyna að fá frest til að hugsa málið. Ég bað því þessa leiðtoga að útvega mér frest til um- hugsunar. Taldi ég og tæplega réttmætt að kveðja varamann til að útkljá slíkt stórmál fyrir Samlagið, þar eð von væri á aðalmanninum heim eftir2—3 daga og æskti þess að fundin- um yrði frestað til heimkomu hans. Fundarhaldinu var svo frest- að þetta kvöld um óákveðinn tíma. Ég var eiginlega jafn nær þegar ég kom heim frá vinnu þetta kvöld, og hafði enn enga ákvörðun tekið. Ég hugsaði málið vandlega og velti því fvrir mér fram og aftur. Ekki flokksmál. Ég komst að þeirri niður- urstöðu að þetta væri ekki flokksmál. Flokkurinn hafði aldrei rætt þetta mál á neinum fundi. Fjórðungsþing eða Full- trúaráð höfðu, að því er ég. bezt vissi, heldur ekki rætt það og þá engin ályktun um það verið gjörð. Ég var líka algjör- lega óbundinn með atkvæði mitt, þar sem enginn hafði minnst á það við mig áður en ég var kosinn í þessa vara- stjórn og þá heldur ekki nein skilyrði verið sett fyrir kosn- ingu minni. Ég taldi mig því hafa algerlega óbundnar hend- ur, ef til minna kasta kæmi að fjalla um þetta mál, og hafði engin loforð gefið í því sam- bandi. En var það nú alveg víst að vilji og óskir 3—4 helstu leið- toga Alþýðuflokksins væru f samræmi við vilja og stefnu- skrá flokksins sjálfs. Er t. d. Hannibal Valdimars- son Alþýðuflokkurinn? eða þá í þessu tilfelli Guðm. G. Krist- jánsson? og mér beri því, sem flokksmanni, að lúta boði hans og banni? Nei, ég fæ ekki skilið það? Eg held að þeir séu bara litlir limir á þeim stóra bol. En segir þá stefnuskrá Al- þýðuflokksins nokkuð um þetta atriði? Við skulum sjá. Þar stendur á bls. 10: »Alþ}’ðuflokk- urinn vill heyja baráttu sína með stéttarsamtökum sínum, verkalýðs-, samvinnu-, fræðslu- og stjórnmálasamtökum, og varast ofbeldi. (Leturbr. mín.) Já, þetta hefðu nú sumir gott af að kynna sér. Þar er ekkert um stöðuveit- ingar. Ekki orð. En bíðum við. Það er til nokkuð sem heitir:

x

Vörn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörn
https://timarit.is/publication/1761

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.