Vörn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Vörn - 10.11.1940, Qupperneq 3

Vörn - 10.11.1940, Qupperneq 3
V Ö R N 3 „Starfsskrá AIþýðuflokksins.“ oíslenzk 4 ára áætlun 1935— 1939.« Þar stendur: (Bls. 7.) ,Starfsskrá Alþýðu- flokksins-------er: “ (Bls. 13.) „32. Að vinna að því, að öllum verði gefin jöfn aðstaða til að keppa um stöður við hverskonar opinberar stofn- anir, og að eingöngu verði valið í stöðurnar eftir hæfileik- um umsækjendanna.“ Já, þetta er fögur regla. Eftir þessu verð ég þá að fara, ef ég ekki á að brjóta á móti stefnumálum ílokksins. Eg slæ því þessvegna föstu, að ef ég komi til með að velja í umrædda stöðu, að fara ná- kvæmlega eftir fyrirmælum Starfsskrár Alþýðuflokksins og hvorki að taka tillit til póli- tískra skoðana eða mágsemda, heldur aðeins til hæfileika um- sækjendanna. Til þess að beita engum ó- rétti, finn ég það og skvldu mína, sem opinbers starfs- manns, að meta hæfileika um- sækjendanna og leggja það mat til grundvallar við ákvörðun mína og atkvæðagreiðslu. Akvörðun. Ég fer að ritja umsækjend- urna upp í huganum og bera þá saman og meta. Ég kemst ekki hjá því að viðurkenna, að enda þótt þetta sé allt ágæt- isfólk og sumt prýðilegt, þá eru meðal umsækjendanna 3 menn, sem ég tel hafa mesta hæfileika il að bera í stöðuna, þeir Bald- vin Þórðarson, Jón Grímsson og Harald Aspelund, en báðir þeir síðarnefndu eru taldir vera Sjálfstæðismenn. Ég fer enn að bera saman, meta og virða og lóð mitt fell- ur að lokum á Harald Aspe- lund, sem hæfasta manninn. Samkvæmt þessu ber mér því að greiða honum atkvæði vegna hæfileika hans, þrátt fvrir það að hann er mágur minn. í þessu efni var þó eitt ský á lofti. Aspelund er ekki tal- inn alger bindindismaður, þótt ég ekki hafi orðið þess var, nú í lengri tíma, að hann hefði áfengi um hönd. En ég er Góðtemplar og get því ekki forsvarað að trúa manni, sem ekki er alger bindindismaður fyrir ábvrgð- arstöðu. Átti ég tal um þetta við H. A. og kvað hann sér meðvitandi þá ábyrgð, er hann tæki á sig með stöðunni, ef til kæmi, og hefði hann hugsað sér að gjörast alger bindindis- maður. Þessa ákvörðun kvaðst hann reyðubúinn að staðfesta með því að ganga í Góðtempl- arregluna ef ég óskaði þess. Næsta dag (föstud. 1. nóv.) hittu mig 2 af leiðtogum Al- þýðuflokksins, hvor í sínu lagi. Þeir spurðu hvort ég gæti ekki fallist á að sitja heima? For- maður Samlagsins treysti sér ekki að fresta fundinum lengur og hefði boðað hann þetta kvöld. Eg neitaði þeim tilmælum ákveðið. Úr því sem komið var fannst mér ég hafa rétt og raun- ar líka borgaralega skyldu til að mæta á fundinum, ef ég væri ekki á neinn hátt forfall- aður, og ■ greiða þar atkvæði eftir eigin sannfæringu. Ofbeldi. Ég fékk samt engin boð um fundinn, sem halda átti kl. 572 e. h., en þar sem ég taldi mér með þessu mjög svo misboðið og réttur minn freklega fyrir borð borinn, mætti ég á fund- inum. Sat ég svo á fundi þessum langt fram á kvöld og á öðrum fundi mest allan sunnudaginn. Ég verð að segja það, að ég sé nú ekki eftir því að hafa setið þessa fundi, því að af þeim hefi ég farið margs fróð- ari en ég áður var. Eg hefi sannfærst um, að sá maður, sem skipar formanns- stöðu í Samlaginu, er, að mín- um dómi, algjörlega óhæfur til að gegna því embætti, sem hanm er skipaður í, vegna ofbeldis- hneigðar og skorts á drengskap í þessu máli, og ég held, að það hljóti aðeins að vera af pólitískri blindu tryggingarráðs eða þess ráðherra, er þessi mál heyra undir, ef hann er látinm sitja í formannssæti eftir það bersýnilega brot á öllu lýðræði og fundarreglum er hann hefir framið og því augljósa ofbeldi er hann hefir í frammi haft, en ofbeldi er, eins og áður er getið, andstætt stefnuskrá Al- þýðuflokksins. Pólitískar stöðuveitingar. Mér virðist að það sé orðin föst regla hér í bæ, — og lík- lega er það svipað annarstaðar á landinu, — að opinberar stöður séu veittar einungis eftir pólitískum skoðunum, en alls ekki eftir bæfileikum um- sækjenda. Þessi ósiður er orðinn svo rótgróinn í hugum manna að menn furða sig á ef annað kemur fyri r. Einn vinur minn sagði við mig s. 1. föstudag, eftir að ég hafði tekið ákvörðun mína, í þessu sambandi, að hann tryði því íj..... ekki að ég ætlaði að fara að ganga svo á móti flokknum, að troða pólitískum andstæðingi í þessa stöðu. Annar flokksbróðir sagði — eftir að hann hafði haidið yfir mér mjög svo hjartnæma ræðu, — að ég væri með þessu fram- ferði að svíkja allt og alla. Sá þriðji hefir sagt, undir votta, að ég sé »margfaldur svikari og lygari«. Ég þykist vita að nokkrir fleii’i flokksmenn hafi fellt svip-

x

Vörn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörn
https://timarit.is/publication/1761

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.