Vörn - 10.11.1940, Side 4
4
aða fordóma, án þess að hafa
á nokkurn hátt leitast við að
kynnast fyrst mínum sjónar-
miðum.
Og þetta eru flokksmenn í
þeim flokki, sem hefir það á
Starfsskrá sinni að velja í stöð-
urnar eingöngu eftir hæfileika
umsækjendanna.
f>essa menn verð ég að biðja
að fara heim og læra betur,
reyna a. m. k. að kynna sér
þær reglur og slefnuskrá, sem
flokkurinn hefir samþykkt að
fara eftir.
Þessa fordómamenn kæri ég
mig raunar ekkert um við að
tala.
Yfirleitt flnnst mér það engir
menn vera, sem fella dóma
sína, án þess að hafa skoðað
málið frá báðum hliðum.
Ég hefi, í sambandi við þessa
stöðuveitingu, spurt nokkra
leiðtoga Alþýðuflokksins að því,
hvort þeir áliti ekki að Harald
Aspefund hefði meiri hæfileika
til að gegna þessari stöðu held-
ur en Baldvin Þórðarson. Einn
sagði, að hann hefði sjálfsagt
meiri kunnáttu, en hann bara
treysti Baldvin betur.
Annar færðist undan að svara
spurningunni. — Hvers vegna?
Mundi liann ekki hafa svarað
henni ef hann áliti að Baldvin
hefði meiri hæfileika?
Þriðji sagði á þá leið, að
hann gerði ráð fyrir að hann
hefði hæfileikana, ef ekki vant-
aði viljann.
Ég hefi ekki heimikl til að
nefna nöfn þessara manna, þar
eð ég hefi ekki beðið um leyfi
til að hafa þetta eftir þeim.
En ég geri ráð fyrir, að hvert
sem ég leitaði um álit í þessu
efni, þá yrðu svörin eitthvað
á þessa leið.
Þetta sýnir glögglega, að hér
er sá maðurinn, sem meiri
hæfileikana hefir, fyrir borð
borinn í atvinnuumsókn, vegna
pólitískra skoðana.
V 0 R N
í þessum litla bæ, þar sem
hver maður svo að segja þekk-
ir annan, getur þú, lesari góð-
ur, stungið hendinni í eiginn
barm, og spurt sjálfan þig:
Hvor þeirra B. Þ. eða H. A.
hefír meiri hæfileika til að
gegna slíkri stöðu?
Ef þú ert Alþýðuflokksmað-
ur og vilt fylgja Starfsskrá
flokksins þá bj'ggist dómur
þinn, um gjörðir mínar, á þínu
eigin samvizkusamlega svari
um hæfileika þessara tveggja
manna.
Ég get ekki verið svo ofstæk-
isfullur flokksmaður að ég vilji
viðurkenna, og haga mér þar
eftir, að skipað sé í opinberar
stöður, einungis eftir pólitísk-
um lit.
Hinsvegar get ég viðurkennt
að undir vissum kringumstæð-
um og í sérstakar stöður getur
verið nauðsynlegt að skipa eftir
pólitískum skoðunum, í þær
stöður, sem pólitískan áhuga
þarf til að rækja.
En ætlar nokkur að segja
mér að það þurfi pólitískan
áhuga til að taka við iðgjöld-
um til Sjúkrasamlagsins, greiða
gjöld þess og færa bækur þess,
undir handleiðslu þess fína
formanns, árlegri opinberri
endurskoðun og 3000 króna
bankatryggingu fyrir hverri
þeirri vanrækslu, er fyrir kann
að koma.
Nei, ég trúi því ekki.
Þessar pólilísku stöðuveiting-
ar eru pest, sem liggur eins og
mara á þjóðinni og veldur sið-
ferðilegri spillingu.
Niðurlagsorð.
Þessari frásögn er nú lokið.
En af henni virðist mér að
draga megi eftirfarandi álykt-
anir:
1. Eg hefi óneitanlega brotið
í bága við vilja nokkurra leið-
toga Alþýðuflokksins hér í bæ.
2. Eg hefi haldið mér strang-
lega við starfsskrá flokksins og
unnið í samræmi við anda
hans og fyrirmæli.
3. Ég hefi óskað eftir því að
fá að skýra afstöðu mína og
verja gerðir mínar, — gegn á-
sökunum um flokkssvik etc. —
innan vébanda flokksins, en
hefir verið um það synjað, þrátt
fyrir þá staðreynd, að það er,
innan siðaðra þjóðfélaga talinn
helgur réttur, að þeir sem eru
ásökunum bornir fái að verja
sig og jafnvel verstu glæpa-
mönnum eru tryggð þessi rétt-
indi.
4. Ég hefi sannfærst um að
formaður Samlagsins hefir beitt
nýðingslegu ofbeldi að mínum
dómi í þessu máli og sýnt ríka
hneigð til nazistískra vinnu-
bragða, sem eru í algjöru ósam-
ræmi við stefnu Alþýðuflokks-
ins og fordæmd af miklum
meirihluta þjóðarinnar.
Að endingu.
Mér þykir leitt að verða að
játa að ég hefi brugðist trausti
þeirra manna, sem kusu mig
í þessa varastjórn, ef þeir hafa
fyrirfram búist við að ég starf-
aði aðeins eftir ósk þeirra en
ekki eftir eigin sannfæringu,
en ég verð aftur á móti að
hugga mig við það, að ég hefi
unnið samkvæmt Starfsskrá
flokks míns og hefi, að ýtar-
lega hugsuðu og yfirveguðu
máli, unnið í samræmi við
sannfæringu mína og eftir beztu
samvizku.
Við formann samlagsins, hr.
Guðmund G. Ivristjánsson,
mun ég ekki ræða hér út af
ýmsum orðum hans og gjörð-
um í þessu sambandi, þar sem
ég liefi hugsað mér að tala við
hann á máli réttvísinnar.
Ólafur Magnússon.
Prentstofan ísrún.