Sambandstíðindi - 01.04.1939, Page 5

Sambandstíðindi - 01.04.1939, Page 5
SAMBANDSTÍÐINDI 5 Félagsdómar. Mál nr. 1/1939. Verkamannafélagið Dagsbrún f. h. Vörubílstjóradeildar Verkamannafélagsins Dagsbrún gegn Borgarstjóra Reykjavíkur f. h. Reykjavíkurbæjar. Tildrög málsins eru í aðalatrið- um þessi: Sxðari hluta októbermáaðar s.l. mun bæjarverkfræðingur hafa orðað það við formann Vörubíla- stöðvarinnar Þróttur, að Reykja- víkurbær mundi láta bifreiðar þær, er hann notar frá nefndri stöð, vinna í ákvæðisvinnu sam- kvæmt gjaldskrá, er bærinn hefði gert, og hófst vinna samkvæmt ákvæðisvinnutaxta þessum 27. okt. s.l. — Samdægurs mótmælti stjórn Vörubílastöðvarinnar taxt- anum og 29. s. m. var samþykt að leggja málið fyrir Félagsdóm, ef þörf krefði, þar sem ákvæðis- vinnutaxtinn kæmi í bága við taxta Vörubílstjóradeildar Dags- brúnar frá 26. febr. 1936. — Þessu mótmælti borgarstjóri með bréfi dags. 15. nóv. s.l., þar sem ákvæð- isvinnutaxtinn væri settur með hliðsjón af ákvæðisvinnutaxta, sem um nokkurt skeið hafi verið I gildi við akstur á byggingarefni til bæjarins. Alþýðusambandið neitaði með bréfi dags. 10. des. s.l. að reka mál þetta fyrir Félagsdómi og höfðaði því Dagsbrún mál, með stefnu dags. 19. des. s.l. og krafðist að- allega að ákvæðisvinnutaxti Reykjavíkurbæjar yrði dæmdur ó- gildur, þar sem bærinn hefði alla tíð síðan taxti félagsins frá 26. febr. 1936 kom til framkvæmda greitt samkvæmt honum, kr. 5,00 um klukkustund í dagvinnu. Vara- krafa Dagsbrúnar var, að taxtinn yrði dæmdur ógildur, að undan- teknu ákvæði um sandkeyrslu, þar sem Vörubílstjóradeildin hefði síðan 1930 .,praktiserað“ ákvæðis- vinnutaxta við sandkeyrslu frá sandnámi bæjarins við Elliðaár, þó einungis fyrir byggingarmenn í bænum. Reykjavíkurbær mótmælti ekki að taxtinn frá 26. febr. 1936 væri bindandi fyrir sig, en taldi að á- kvæðisvinnutaxtinn bryti ekki í bága við hann, þar sem Vörubíl- stjóradeildin hefði á sínum tíma sett tvo taxta, annan varðandi tímavinnu og hinn ákvæðisvinnu. auk þess sem ákvæðisvinnutaxti bæjarins trygði mun meira kaup en tímavinnutaxtinn. Niðurstöður Félagsdóms voru svohljóðandi: Með tilliti til þess, að tíma- vinnutaxti stefnanda frá 26. febr. 1936 er gerður og auglýstur nær hálfu þriðja ári fyrir gildistöku laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, að stefndi hefir allan þenna tíma greitt fyrir vörubifreiðaakstur samkvæmt honum, að stefndur hefir í áður- greindu bréfi sínu dags. 15. nóv. f. á. komist svo að orði að hann sjái ekki, að „bæjarráð gangi á samninga við bifreiðarstjóra“, og loks þess, að skilja verður mál- flutning stefnda hér fyrir dómi svo, að hann vilji vera bundinn við oftnefndan taxta frá 26. febr. 1936, sem um vinnusamning væri að ræða, þá verður, þrátt fyrir á- kvæði 6. gr. laga nr. 80/1938, um að allir samningar um kaup og kjör skuli vera skriflegir, að líta svo á, að hér hafi stofnast vinnu- samningur milli málsaðilja og heyri því ágreiningur um skilning á honum eða gildi hans undir úr- lausn dóms þessa, samkv. 2. lið 44. gr. nefndra laga. Og ber því að leggja dóm á mál þetta að efni til. Eins og áður hefir verið minnst á og tekið er fram í stefnu máls- ins, hefir stefnandi síðan á árinu 1930 „praktiserað“ ákvæðisvinnu- taxta við sandkeyrslu frá sand- námi bæjarins við Elliðaár og mun hann allmikið notaður af bygging- armönnum hér í bæ. Þá verður og að telja það upplýst, að mikið af bifreiðakeyrslu á langleiðum og flutningur ýmiskonar fari að veru- legu leyti fram í ákvæðisvinnu. Að þessu athuguðu verður ekki talið, að tilgangurinn með taxta- setningu stefnanda 1936 hafi ver- ið sá, að tryggja það, að bifreiða- akstur vörubifreiða færi fram í tímavinnu, heldur hitt, að tryggja meðlimum sínum vissa lágmarks- greiðslu, sem sé 5 krónur fyrir hverja klukkustund. Megin- atriði framangreinds vinnusamn- ings gagnvart stefnda var því það, að hann greiddi það lágmarks- kaup, sem í honum greinir, og með því að telja, verður sannað, að gjaldskrá sú, sem stefnandi hef- ir greitt ákvæðisvinnu eftir, síðan í haust, hafi reynst bifreiðastjór- unum jafn hagstæð og jafnvel hag- stæðari en bæði sandkeyrslutaxt- inn frá 1930 og tímavinnukaupið, ber að taka sýknukröfu hans til greina. Jafnvel þótt dómurinn hafi komist að þessari niðurstöðu, telur hann, að stefndur hafi átt að gera frekari tilraunir en upplýst er að gerðar hafi verið til að ná sam- komulagi við vörubíladeild Verka- mannafélagsins Dagsbrún um hið breytta vinnu- og greiðslufyrir- komulag og m. a. með tilliti til þess, þykir rétt að málskostnaður falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndur borgarstjórinn í Reykjavík f.h. Reykjavíkurbæjar, á að vera sýkn af kröfum stefn- anda, Vörubílstjóradeildar Verka- mannafélagsins Dagsbrún í Reykjavík, 1 máli þessu. Málskostnaður falli niður. Mál nr. 2/1939 Friðjón Skarphéðinsson f.h. Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar gegn Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði. Tildrög málsins eru í aðal- atriðum þessi: Þann 10. febrúar s.l. ákvað stjórn Verkamannafélagsins Hlíf að víkja 12 mönnum úr félaginu. 13. sama mánaðar var Verka- mannafélaginu Hlíf vikið úr Al- þýðusambandinu fyrir brot á 61. og 63. gr. laga sambandsins. — 14. sama mánaðar var Verka- mannafélag Hafnarfjarðar stofnað og var það tekið í Alþýðusam- bandið 15. s.m. Sama dag sömdu bæði félögin við nokkra atvinnu- rekendur í Hafnarfirði, þar sem svo var ákveðið, að meðlimir

x

Sambandstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.