Sambandstíðindi - 01.04.1939, Blaðsíða 6

Sambandstíðindi - 01.04.1939, Blaðsíða 6
6 S AMB ANDSTÍÐINDI hvors félags sætu fyrir allri vinnu hjá þeim atvinnufyrirtækjum, er hvort þeirra samdi við. Samdægurs var samþykt á fundi í Hlíf að stöðva vinnu hjá þeim atvinnurekendum, sem reyndu að hefja vinnu með félög- um úr Verkamannafélagi Hafnar- fjarðar, og gaf stjórn Hlífar út tilkynningu um vinnubann á Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, h.f. Hrafnaflóka og h.f. Rán, þar til nefnd fyrirtæki hefðu viðurkent Hlíf og taxta hennar. 16. febrúar kom togarinn Júní til Hafnar- fjarðar, en sökum veðurs varð eigi úr uppskipun þann dag. Næsta dag er vinna skyldi hefjast, flutti for- maður Hlífar ræðu, þar sem hann tilkynnti, að Hlíf mundi „með of- beldi stöðva alla vinnu við skip- ið,“ ef aðrir en Hlífarfélagar ynnu að affermingju. 20. s. m. fór skipið til Akraness og var affermt þar daginn eftir. 17. og 18. febrúar fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla í Hlíf og var tillaga félagsfundar frá 15. febrúar um vinnustöðvun hjá þeim, sem ekki vildu hlýta taxta og samþyktum félagsins samþykt með 219 atkv. gegn 11. Með stefnu dags. 18. febrúar höfðaði bæjarútgerðin mál þetta fyrir Félagsdómi og gerði þær kröfur, að stjórn Verkamannafé- lagsins Hlíf yrði dæmd til að greiða skaðabætur eftir mati dómsins, auk sektar fyrir ólöglega vinnustöðvun og málskostnaðar, alt vegna brots á lögum um stétt arfélög og vinnudeilur með því að hefja og halda áfram vinnu- stöðvun, án þess að fullnægja á- kvæðum laganna. Verkamannafélagið Hlíf krafð- ist sýknunar, þar sem atvinnurek- endur í Hafnarfirði hefðu játast undir taxta félagsins frá 13. sept. 1937 og væri hann því jafn bind- andi og samningur. En ef Félags- dómur liti svo á, að hér væri ekki um samning að ræða, þá krafðist Hlíf að málinu væri vísað frá dómi. Þá krafðist Hlíf þess, að stefnandi yrði dæmdur í sekt og skaðabætur fyrir samningsrof, svo og refsingar fyrir atvinnukúgun og loks málskostnaðar. Stefnandi mótmælti taxta Hlíf- ar, þar sem hann fullnægði ekki 6. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur, auk þess sem Hlíf, með því að gera samninga við ýmsa atvinnurekendur 15. febr. sl. hafi viðurkent að taxtinn hefði ekki samningsgildi. Niðurstöður Félagsdóms voru í aðalatriðum þessar: Taxti Hlífar frá 13. sept. 1937 er gildur sem skriflegur samningur væri, sem aðilar eru bundnir við, nema honum sé sagt upp með lög mæltum fyrirvara, og verður því að hrinda frávísunarkröfu Hlífar. Skaðabótakrafa bæjarútgerðar- innar á hendur Hlíf byggist á því að bæjarútgerðin telur ufsafarm þann, er b/v. Júní var með, hafa að miklu leyti eyðilagst. En með því að bæjarútgerðin var bundin við taxta Hlífar, sem veitir með limum Hlífar og Sjómannafélags Hafnarfjarðar forgangsrétt að allri vinnu, þá hefir hún brotið taxtann með samningi sínum við Vmf. Hafnarfjarðar. — Verður því að sýkna Hlíf af skaðabótakröfu bæj- arútgerðarinnar. Hins vegar hefir Hlíf brotið 17. gr. laga um stéttarfélög og vinnu- deilur með því að stofna til vinnu- stöðvunar vegna ágreinings, sem heyrir undir Félagsdóm. Á sama hátt var óheimil vinnustöðvun, sem beint var gegn hinu nýja verka- mannafélagi, sem virðist hafa ver- ið stofnað að lögum. — Það verður því að dæma Hlíf í sekt, og þykir hún hæfilega ákveðin 1000 krón- ur. Kröfur Hlífar um að bæjarút- gerðin verði dæmd í sekt fyrir brot á taxta félagsins frá 13. sept. 1937 svo og í skaðabætur fyrir tjón það, er meðlimir Hlífar hafi orðið fyrir vegna samningsrofa, verða ekki teknar til greina. Krafa Hlífar um að bæjarút- gerðin verði dæmd í refsingu fyrir atvinnukúgun í sambandi við stofnun Verkamannafélags Hafn- arfjarðar verður ekki tekin til greina. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Því dæmist rétt vera: Stefndur, Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði, greiði 1000 króna sekt til ríkissjóðs, og skal hún greidd innan 15 daga frá lög- birtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Að öðru leyti skulu aðiljar máls þessa, Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar og Verka- mannafélagið Hlíf, vera sýknir hvor af annars kröfum í máli þessu. Málskostnaður falli niður. Dóminn undirrituðu: Hákon Guðmundsson, Gunnl. E. Briem og Sverrir Þorbjarnarson. Sératkvæði Sigurgeirs Sigur- iónssonar og Guðjóns Guð- jónssonar. Aðalatriðin í niðurstöðum sér- atkvæðisins voru þessar: Hinn 15. febrúar 1939 var á fundi í Hlíf staðfestur samningur, sem stjórn félagsins hafði þann dag gert við nokkra atvinnurek- endur í Hafnarfirði og jafnframt samþykt „að stöðva alla vinnu hjá þeim atvinnurekendum, er neita að gerast aðiljar að samningnum". Bæjarútgerð Hafnarfjarðar neit- aði að gerast aðili að samningi þessum, en samdi hins vegar við Verkamannafélag Hafnarfjarðar, sem þá var nýstofnað og telja verður lögformlegan samningsað- ila samkvæmt 5. gr. laga nr. 80/1938. Dómurinn verður að líta svo á, að Hlíf hafi með hinum nýja samn- ingi við nokkra atvinnurekendur og með samþyktinni um að stöðva vinnu hjá þeim atvinnurekendum, sem ekki vildu gerast aðiljar að þeim samningi, lýst því yfir, að hún vildi ekki vera lengur bundin við taxtann frá 13. sept. 1937 sem slíkan. Enn fremur verður dóm- urinn að líta svo á, að Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar hafi með því að neita að ganga að hinum nýja samningi og með því að semja við Verkamannafélag Hafnarfjarðar heldur ekki viljað vera lengur bundin af taxtanum. Kemur því til álita, hvort aðiljar máls þessa annarhvor eða báðir hafi getað felt niður taxta þennan fyrirvara- laust. í 6. gr. laga nr. 80/1938 segir, að allir samningar um kaup og kjör verkafólks skuli vera skrif-

x

Sambandstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.