Sambandstíðindi - 01.04.1939, Page 7

Sambandstíðindi - 01.04.1939, Page 7
SÁMBANDSTÍÐINDÍ 1 legir og samningstími og uppsagn- arfrestur tilgreindur. Ella teljist samningstími eitt ár og uppsagn- arfrestur þrír mánuðir. Dómurinn verður nú að líta svo á, að sam- kvæmt ótvíræðum ákvæðum greinarinnar, þá eigi hún eingöngu við þá gjörninga, sem báðir aðiljar hafi skriflega og ótvírætt lýst yfir, að þeir vilji vera bundnir við í öllum atriðum. Komi því ákvæðin um uppsagnarfrest ekki til fram- kvæmda, nema samningar, sem fullnægja þessum skilyrðum, liggi fyrir. Þessa skoðun telur dómurinn ó- tvírætt styðjast við meðferð og afgreiðslu laga um stéttarfélög og vinnudeilur á Alþingi 1938. Við aðra umræðu málsins í Neðri deild kom fram svohljóðandi breyting- artillaga við 6. gr. frumvarpsins: „Taxti stéttarfélags um kaup, kjör og vinnuskilmála, sem hefir verið opinberlega auglýstur eða tilkyntur atvinnurekanda, skal gilda sem skriflegur samningur, ef atvinnurekandi hefir farið eftir honum með greiðslur eða tilhögun kjara eða vinnuskilyrði, eða ekki mótmælt honum þegar eftir að hann hefir verið auglýstur eða til- kyntur honum. Sé samningstíminn ekki tilgreindur, telst hann eitt ár, og sé uppsagnarfrestur ekki til- greindur, telst hann 3 mánuðir.“ Breytingartillaga þessi var feld með 17 atkv. gegn 3. Þessi afgreiðsla málsins á Al- þingi sannar, að löggjafinn hefir ætlast til þess, að kauptaxti öðl- aðist ekki sama gildi og skrifleg- ur samningur skv. 6. gr., enda þótt hann væri auglýstur og tilkyntur atvinnurekendum og eftir honum unnið. Dómstólapraxis Norðurlanda við skýringar á sams konar á- kvæðum í lögum þessara landa eru í fullu samræmi við framanritaðar niðurstöður. Má t. d. nefna, að í 3. gr. 1. tölul. norskra laga um Vinnudeilur (Arbeidstvistloven) er ákveðið, að vinnusamningar skuli vera skriflegir, samningstími og uppsagnarfrestur tilgreindur, ella teljist samningstími 3 ár og upp- Sagnarfrestur 3 mánuðir. í dómi norska yinnudómsins uppkveðnum 2. febrúar 1923 er þetta ákvæði skilið þannig, að á- kvæðin um uppsagnarfrest eigi því aðeins við, að skriflegur samning- ur, undirritaður af báðum aðiljum, liggi fyrir. (Norske Arbeidsdom- me 1923, bls. 22.) Hæstaréttar- dómari og forseti vinnudómsins norska frá því 1916, Paal Berg, hefir og 1 fræðiriti sínu „Arbeids- rett“ komist að þeirri niðurstöðu, að ákvæði vinnudeilulaganna norsku um uppsagnarfrest og ann- að eigi því aðeins við, að fyrir liggi skriflegur vinnusamningur, formlega og skriflega samþyktur af báðum aðiljum. (Arbeidsrett, bls. 164—165.) 6. gr. laga nr. 80/ 1938 er tekin beint úr ákvæðum 3. gr. norsku vinnudeilulaganna. Samkvæmt skýrum ákvæðum 6. gr. laga nr. 80/1938, meðferð þeirra og afgreiðslu á Alþingi, fastri réttarvenju á Norðurlönd- um og viðurkendum fræðiritum um þetta efni, þá verður dómur- inn að líta svo á, að ákvæði nefndrar 6. gr. laganna geti ekki átt við taxta Verkamannafél. Hlíf, þar sem hann ekki hefir verið formlega skriflega samþyktur af Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, og með því að því hefir ekki verið haldið fram, né nokkuð upplýst um það í málinu að venja hafi myndast um það, hvorki fyrir eða eftir gildistöku laga nr. 80/1938, að fyrirvara hafi þurft til þess að víkja frá, breyta eða fella niður kauptaxta, sem lengi hefir gilt og unnið hefir verið eftir, verður að telja að Bæjarútgerðinni hafi ver- ið heimilt að víkja fyrirvaralaust frá taxta Verkamannafél. Hlíf. Bæjarútgerðin hefir því ekki gerst sek um samningsrof og ber því að sýkna hana af kröfum stefnds um sektir og skaðabætur. Með framlögðum vottorðum og vitnaleiðslum þeim, sem fram hafa farið hér fyrir dóminum, eru eng- ar minstu líkur fyrir því færðar, að Bæjarútgerðin hafi gerst sek um atvinnukúgun, eða á nokkurn hátt reynt að hafa áhrif á afstöðu eða afskifti verkamanna til deilu þeirrar, er uppi hefir verið í Hafn- arfirði. Ber því að sýkna stefndan af þessari kröfw. Mál nr. 3/1939. Starfsmannafélogið Þór gegn Stjórnarnefnd ríkisspítalanna. Hinn 8. maí 1936 gerði Starfs mannafélagið Þór, sem er stefn- andi máls þessa, samning við stefndan, stjórnarnefnd ríkisspít- alanna,, um kjör þeirra starfs- manna ríkisspítalanna og ríkisbú- anna, sem nánar voru tilgreindir í 1. gr. samningsins, þar eru með- al annara taldir hjúkrunarmenn og hafðir í flokki sér (3. flokki), Lágmarkskaup þeirra er þar á- kveðið kr. 145,00 á mánuði. Um þá gilda og einnig önnur þau á- kvæði, er í samningnum greinir um kjör, svo sem ókeypis fæði og húsnæði o. s. frv. Hinn 1. okt. 1938 réði dr. Helgi Tómasson til geðveikrahælisins að Nýja-Kleppi Gunnar Guðmunds- son til hjúkrunarstarfa og hinn 1. febrúar 1939 réði hann Jónas Jónasson þangað til sömu starfa. Kaup þeirra var ákveðið kr. 100 á mánuði auk hlunninda, sem virð- ast hafa verið hin sömu og hjúkr- unarmenn nutu, samkvæmt samn- ingum 8. maí 1936. Stefnandi lítur svo á, að þessi ráðningarkjör greindra tveggja manna, sem báðir eru í starfs- mannafélaginu, ríði mjög í bága við áðurgreindan samning sinn og stefnds, að því er kaupgreiðslu þeirra snertir. Kvartaði stefnandi yfir þessu fyrst í bréfi til skrif- stofu ríkisspítalanna og síðar til stjórnarnefndar ríkisspítalanna með bréfi dags. 2. febr. s.l., þar sem hann krafðist þess, að þessir menn nytu sömu launa og hjúkr- unarmenn eiga að hafa samkv. samningnum 8. maí 1936. Stjórn- arnefndin synjaði þeirri kröfu. Með stefnu dags. 13. þ. m. stefndi stefnandi máli þessu fyrir Félagsdóm. Telur hann að stefnd- ur með ráðningarsamningum sín- um við áðurgreinda tvo menn hafi gerst brotlegur við 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnu- deilur. Hefir hann gert þá kröfu að ráðningarsamningar þeirra Gunnars Guðmundssonar og Jón- asar Jónassonar verði dasmdir ó-

x

Sambandstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.