Rökkur - 01.12.1935, Page 8

Rökkur - 01.12.1935, Page 8
184 R 0 K K U R gikkina á skammbyssum ykkar og krjúpið á kné“. Þeir gerðu það sem ég liafði sagt og ég stóð fyrir framan þá. „Almáttugur guð, faðir vor“, sagði ég. „Almáttugur guð, faðir vor“, sagði William Shaw. „Almáttugur guð, faðir vor“, sagði George W. Kent. „Fyrirgef oss vorar sjmdir“, sagði ég. „Fyrirgef oss vorar syndir“, sögðu þeir. „Og meðtalc sálir vorar“. „Og meðtak sálir vorar“. „Amen!“ „Amen!“ „Eg lagði þá sínu hvorum megin við Ramon Gallegos og huldi andlit þeirra“. Alt í einu, er hér var komið frásögn gestsins, stökk einhver á fætur, þeirra, er setið höfðu hinum megin við eldinn, með skammbyssu í hönd sér: „Og þú —“, æpti hann, „þú áræddir að flýja? Þú þorðir að lifa, blautgeðja hundur! Eg skal senda þig til þeirra, þótt ég verði liengdur fyrir!“ En foringi okkar liljóp á liann eins og villidýr á hráð. „Hægan, Sam Yountsey, hæg- an!“ Yið höfðum allir stokkið á fætur, nema gesturinn, sem sat lireyfingarlaus á klettsnibb- unni, án þess að veita þessu nokkra athygli. Einhver þreif í hinn liandlegg Yountsey’s til þess að halda lionum kyrrum. „Kapteinn“, sagði ég við for- ingja okkar. „Það er eitthvað hogið við þetta. Náungi þessi er annað hvort vitfirringur eða íygalaupur, venjulegur hvers- dagslegur lygalaupur, sem Yountsey getur enga hvöt hjá sér fundið til þess að drepa. Ef þessi maður var í flokki þeim, sem hann talaði um er einn, — ef til vill hann sjálfur —• sem hann hefir ekki nefnt“. „Já“, sagði foringi okkar, og slepti um leið taki á Yountsey, „hér er eitthvað, sem virðist einkennilegt. Fyrir mörgum ár- um fundust leifar af líkum f jög- urra hvítra manna fyrir fram- an hellismunna þann, sem gest- urinn okkar hefir talað um. Menn þessir höfðu verið hroða- lega leiknir. og ætlað var, að Rauðskinnar hefði flegið þá lif- andi. Líkin voru grafin í nánd við hellismunnanna. Við göng- um þangað á morgun“. Gesturinn reis á fætur og hann gnæfði yfir okkur í hverf- andi bjarma eldanna, því við höfðum verið svo niður sokknir í frásögnina, að við höfðum ekki gætt þess, að bæta sprek- um á þá.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.