Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2023, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 21.02.2023, Qupperneq 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | FRÍTT 2 0 2 3 KYNN INGARBL AÐALLT ÞRIÐJUDAGUR 21. febrúar 2023 Tónlistarmaðurinn Franz Gunnarsson lýsir stíl sínum sem naumhyggju. Hann vill ekki hafa óþarfa muni í öllum rýmum heimilisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Hljóðheimur frá annarri plánetu Franz Gunnarsson tónlistarmaður leggur mikla áherslu á hreint heimili og góðan anda fram yfir dýrar hönnunarvörur. Næstu helgi mun hann ásamt einvala liði tónlistarmanna flytja bestu lög Radiohead á Húrra í Reykjavík og á Græna hattinum á Akureyri. 2 Hlaupið með pönnuköku. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY sandragudrun@frettabladid.is Þau sem vilja helst hafa fleiri sæta- brauðsdaga eins og bolludaginn, en eru lítið spennt fyrir saltkjöti og baunum, gleðjast eflaust við þær fréttir að í Bretlandi er pönnu- kökudagurinn í dag. Því ekki að taka upp breskar hefðir, líkt og allar þær bandarísku hefðir sem verða sívinsælli hér á landi, og baka pönnukökur að breskum sið í dag? Hefðbundnar breskar pönnu- kökur eru þunnar líkt og þær íslensku og borðaðar með sykri og sítrónu eða sírópi. Pönnukakan á sér mjög langa sögu í Bretlandi og er að finna í matreiðslubókum allt aftur til ársins 1439. Pönnuköku- dagurinn tengist föstunni, líkt og sprengidagur á Íslandi. Þetta var síðasti dagurinn sem mátti neyta eggja og fitu áður en fastan hófst og því tilvalið að klára birgðirnar með því að baka pönnukökur. Hlaupa með pönnu Líta má á innihaldsefnin í pönnu- kökum sem tákn fyrir mikilvæg hugtök á föstunni. Eggin tákna sköpun, hveitið táknar lífsins brauð, saltið táknar heilnæmi og mjólkin hreinleika. Sums staðar í Bretlandi er haldið pönnuköku- hlaup á pönnukökudaginn. Þá hlaupa þátttakendur oft klæddir einhverskonar búningum eða með svuntur og halda á pönnuköku- pönnu. Á pönnunni er pönnukaka sem hlaupararnir snúa á pönnunni um leið og þeir hlaupa. n Pönnukökudagur Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is HALLDÓR | | 8 PONDUS | | 20 3 6 . T Ö L U B L A Ð | 2 3 . Á R G A N G U R | MENNING | | 15 LÍFIÐ | | 16 ÍÞRÓTTIR | | 10 LÍFIÐ | | 18 Byssur Balta hitta í mark Senuþjófurinn Zeta-Jones Hátíð sögu og bóka í Hólminum Þ R I Ð J U D A G U R 2 1 . F E B R Ú A R| Enginn þeirra er skráð- ur í fasteignamat. Bara lóðirnar. Snorri Styrkársson, fjármálastjóri Fjarðabyggðar  Vanda fær 20 milljónir á ári STUNDUM ER BETRA AÐ LEIGJA Sumarbústaðir fráfarandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar og fjölskyldu hans eru ekki skráðir og ekki hafa verið greidd gjöld af húsunum. Bæjarstjórinn sagði af sér í gær. kristinnhaukur@frettabladid.is AUSTURLAND Minnihluti sveitar- stjórnar Fjarðabyggðar hefur óskað eftir skýringum á fasteignamálum Jóns Björns Hákonarsonar, fráfar- andi bæjarstjóra. Hann og fjölskylda hans hafa átt óleyfisfasteignir í sveit- arfélaginu og ekki greitt af þeim fast- eignagjöld. Jón Björn, sem er oddviti Fram- sóknarflokksins, óskaði eftir upp- sögn á fundi bæjarráðs í gær og tilkynnti ákvörðunina á samfélags- miðlum. Hann mun einnig hætta sem sveitarstjórnarfulltrúi. Í meiri- hluta sitja Framsóknarflokkur og Fjarðarlisti en Sjálfstæðisflokkur í minnihluta. Bæjarfulltrúar fengu erindi í síð- ustu viku frá íbúa varðandi sumar- bústaðalóðirnar Fönn 1 til 4 í Fann- ardal, innarlega í Norðfirði, sem eru í eigu Jóns Björns og fjölskyldu hans. Gjöld hafa ekki verið greidd af hús- unum heldur aðeins lóðunum. „Enginn þeirra er skráður í fast- eignamat. Bara lóðirnar,“ segir Snorri Styrkársson, fjármálastjóri Fjarða- byggðar. Samkvæmt Snorra er þetta á bilinu fimm til tíu ára saga. Sótt hafi verið um byggingarleyfi en því hafnað, málið hafi svo verið í deiliskipulags- gerð í mörg ár og byggingarfulltrúi hafi hvorki stoppað né leyft húsin. Nú sé verið að safna þessari sögu saman fyrir bæjarráðsfund. „Það má túlka það þannig,“ segir Snorri aðspurður um hvort bústað- irnir séu óleyfisframkvæmdir. SJÁ SÍÐU 4 Fráfarandi bæjarstjóri ekki greitt gjöld af sumarbústaðVINNUMARKAÐUR „Ábyrgðar okkar vegna getum við ekki leyft verk- föllum Eflingar að taka samfélagið úr sambandi eftir úthugsuðum leið- um forystu Eflingar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins í aðsendri grein í dag. Þar útskýrir hann hvers vegna SA beitir verkbanninu en viðræður í vinnudeilu Eflingar og SA hafa engu skilað og engin lausn er í sjónmáli. Hefur stjórn SA samþykkt einróma að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu sem starfa samkvæmt aðalkjara- samningi og veitinga- og gistihúsa- samningi SA og Eflingar. „Við verðum að geta náð stjórn á framkvæmd þessara verkfalla og verkbann er það tæki sem vinnu- löggjöfin veitir okkur og er fyrst og fremst varnaraðgerð og síðasta úrræði okkar.“ SJÁ SÍÐU 8 Verkbann síðasta úrræðið hjá SA Fjölskylda gengur eftir götum borgarinnar Hatay í gærkvöldi en jarðskjálfti sem mældist 6,4 reið yfir borgina. Hún er þegar mjög illa farin eftir fyrri skjálfta. Samkvæmt evrópsku jarðskjálftamiðstöðunni ESMC mældist skjálftinn á um tveggja kílómetra dýpi. Skjálftans varð víða vart og samkvæmt erlendum miðlum fannst hann frá suðurhluta tyrknesku borgarinnar Antakya, í Sýrlandi og alla leið til Egyptalands og Líbanon. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.