Fréttablaðið - 21.02.2023, Side 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767
| Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is,
s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Þótt Franz Gunnarsson líti á hreint
heimili sem fallegt heimili segir
hann það stundum erfitt verkefni
enda sé hann einstæður faðir.
„Fyrst og fremst reyni ég þó að
hafa heimilið eins hreint og hægt
er. Einnig skiptir það miklu máli að
andinn sé góður þannig að gestum
líði vel í ástríku rými, fremur en
að það sé fullt af iittala-vösum og
Aalto-húsgögnum,“ segir Franz
sem býr í Árbænum í Reykjavík.
Hann lýsir stíl sínum sem naum-
hyggju og hann vilji ekki hafa
óþarfa muni í öllum rýmum enda
varla pláss hvort eð er. „Praktíkin
ræður ríkjum enda er heimilið
mitt líka skrifstofa og æfingaað-
staða þannig að ég er ekki mikið
að versla inn Baccarat- eða Georg
Jensen-muni. En það mun örugg-
lega breytast ef ég fer í stærra
rými.“
Elskar sturtubaðið sitt
Hann segist vera sæmilega hand-
laginn heima fyrir og reyni að
græja sjálfur það sem þarf hverju
sinni. „Ég reyni að redda mér eftir
fremsta megni en ég er svo rosa-
lega heppinn að hafa handlaginn
pabba í næstu götu við mig sem
er alltaf til í að koma og bjarga
stráknum sínum ef ég kem mér í
ógöngur.“
Aðspurður hvað sé í mestu
uppáhaldi heima hjá honum segir
hann það vera sturtubaðið sitt. „Ég
elska að fara í sturtu á morgnana
en í bað á kvöldin þannig að hafa
baðherbergi sem býður upp á bæði
er svo sannarlega munaður fyrir
mér.“
Það eru alltaf einhverjar hug-
myndir í gangi varðandi fram-
kvæmdir og fleira heima fyrir
að hans sögn. „Ég er að plana að
fara í að lappa upp á eldhúsinn-
réttinguna, mála heimilið og svo
taka baðherbergið í gegn. En fyrst
ætla ég að kaupa nýjan sófa fyrir
stofuna.“
Franz Gunnarsson sýnir les-
endum hér nokkra fallega muni frá
heimili sínu.
Elskar allar plöturnar
Allar helstu perlur hljómsveitar-
innar Radiohead verða fluttar á
tónleikum næsta föstudag á Húrra
í Reykjavík og daginn eftir á Græna
hattinum á Akureyri. Þetta er í
annað sinn sem tónlistarmaður-
inn Franz Gunnarsson og félagar
hans halda slíka tónleika en þeir
fyrstu voru haldnir árið 2019 og
vöktu mikla lukku meðal tónleika-
gesta.
„Við ætlum að koma víða við
og leika lög af flestum plötum
sveitarinnar,“ segir Franz. „Þetta
er nokkuð jafnt á milli platna en
sumar plötur eins og OK Computer
og The Bends fá kannski aðeins
meiri ást í prógramminu. En
Franz erfði þennan fallega vasa frá
ömmu sinni. Hann er um leið dýr-
mæt tenging við ömmu hans.
Heimili Franz er
fullt af kassa- og
rafmagnsgítur-
um og bössum.
Þeir eru ekki
einungis til
notkunar
heldur eru líka
stofu djásn sem
taka mest allt
veggplássið. Hér
má sjá nokkra af
gripunum.
Myndin til vinstri er útprentun á myndrænu formi lags sem fjallar um Franz.
Hin er teiknuð af Hugleiki Dagssyni og sýnir Franz með gítarinn á kletti.
Þennan stjaka
fékk Franz í
afmælisgjöf frá
vini sínum fyrir
mörgum árum.
Persónuleg og
falleg gjöf.
Starri Freyr
Jónsson
starri
@frettabladid.is
við elskum allar plöturnar og ég
er ekki frá því að allar eigi þær
fulltrúa í dagskránni hjá okkur á
föstudag. Satt að segja þá erum við
enn þá að pæla í að bæta inn lögum
því það eru bara svo mörg geggjuð
Radiohead-lög til. Þetta er því
gullið tækifæri til að upplifa lög
Radiohead sem er að okkar mati
ein af merkustu hljómsveitum
heims í dag.“
Utan Franz skipa hljómsveitina
Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem
syngur og spilar á gítar, Þorbjörn
Sigurðsson sem leikur á hljóm-
borð og gítar auk þess að syngja
líka, Hálfdán Árnason sem spilar á
bassa og syngur og Skúli Gíslason
á trommur auk þess að sjá um for-
ritun. Franz leikur sjálfur á gítar og
syngur einnig.
Krefjandi tónleikar
Undirbúningur fyrir tónleikana
hefur gengið vel að sögn Franz.
„Það er góður gangur í þessu hjá
okkur. Við hittumst aðeins um
síðustu helgi til að renna yfir
prógrammið og það gekk furðu
vel miðað við fyrsta rennsli. Svo
höfum við hist og tekið æfingar í
síðustu viku til að þétta raðirnar
og höldum því áfram fram að tón-
leikum.“
Franz hefur komið nálægt
fjölmörgum sambærilegum tón-
leikum þar sem hann og sveit hans
flytja lög eftir þekktar rokksveitir.
„Þessir tónleikar með lögum
Radiohead eru þó aðeins öðruvísi
en fyrri tónleikar þar sem þessi
sveit er margslungin í lagasmíðum
og þeim hljóðheimi sem hún fram-
leiðir. Það er einfaldlega meira
krefjandi að flytja þessi lög en þá
líka mun meiri ánægja að leika þau
fyrir vikið.“
Stórmerkileg sveit
Fyrir honum er Radiohead stór-
merkileg sveit fyrir margra hluta
sakir. „Sveitin mun fá stóran sess
í rokksögunni og ekki bara vegna
lagasmíða heldur ekki síður hvern-
ig þeir gera hlutina. Til dæmis
hvernig þeir kolefnisjafna fótspor
hljómsveitarinnar eða hvernig
þeir komu með nýjar nálganir á
útgáformið eins og að leyfa fólki
að ráða hvað það borgaði fyrir In
Rainbows-plötuna.“
Aðspurður um uppáhalds lag og
plötu með Radiohead segir hann
erfitt að svara því. „Ætli ég verði
ekki að segja að lagið sé Paranoid
Android af plötunni OK Computer
því það hefur svo mikið fram að
færa. Lagið er geggjuð lagasmíð
með gullfallegum söngmelódíum,
er með epískan millikafla og
ádeilutexta og hljóðheim frá ann-
arri plánetu. Undanfarin ár hefur
platan In Rainbows frá árinu 2007
plantað sér í fyrsta sætið sem besta
plata þeirra að mínu mati. Hún
einfaldlega snertir eitthvað innra
með mér og ég tárast alltaf yfir
fegurðinni í lagasmíðunum.“
Margt spennandi í vændum
Fjölmargt spennandi er á dagskrá
hjá Franz í ár. „Eftir að Radiohead-
rokkmessan klárast fer ég strax í
að undirbúa Foo Fighters-rokk-
messu sem verður haldin 24. mars
á Akureyri og 1. apríl í Reykjavík.
Svo verður AC/DC-rokkmessa í
Reykjavík 6. maí en eftir hana sný
ég mér að undirbúningi stærri
viðburða því Nordic Live Events,
sem ég vinn hjá, stendur fyrir
tónleikum með Eros Ramazzotti
í Laugardalshöllinni í ágúst og
einnig tónleikasýningu úr Hárinu í
október svo eitthvað sé nefnt.“ n
Hægt er að kaupa miða á tón-
leikana á midix.is og á graeni-
hatturinn.is.
Þessir tónleikar
með lögum Radio-
head eru þó aðeins
öðruvísi en fyrri tón-
leikar þar sem þessi sveit
er margslungin í laga-
smíðum.
2 kynningarblað A L LT 21. febrúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR