Draupnir - 01.12.1939, Side 1

Draupnir - 01.12.1939, Side 1
DRAUPNIR GEFINN ÚT AF NEMENDUM FLENSBORGARSKÓLANS Hafnarfiröi, desember 1939. I. árg., I. tölubl. ÁVARP. Á málfundi, er haldinn var í Flensborgarskóla 29. okt. 1892,1)ar einn nemenda, Bjarni Pétursson, fram þá tillögu að stofna blað. Var það samþykkt. Blaðið var nefnt Skólapiltur. Fyrsta tölulilað kom út 5. nóv. Skólapilturinn kom út frá 1892 til 1938. Hann var hvorki fjöl- ritaður né prentaður, lieldur var aðeins skrifaður inn í bók, og voru svo greinar blaðsins lesnar upp á málfundum. Þó að Skólapilturinn væri aldrei liár í loftinu, ef svo mætti að orði komast, á hann sína sögu að baki sér. Við Skólapiltinn eru tengd- ar margar fornar endurminn- ingar, sem eldri nemendur skólans eiga. Margar skemmti- legar sögur og kvæði voru rit- uð i liann, og eitt er víst, að í Skólapiltinum eiga margir sína fyrstu grein, sem mátti koma fyrir almennings augu, og liefir hann þvi skapað mörg- um kjark og hugrekki til að skrifa í önnur blöð, sem voru í meiri metum en Skólapiltur Flensborgara. Fyrir einu ári liætti þetta vinsæla, kyrrláta blað að koma út.Þáverandi nemendur horfðu á hlaðið, sem liafði komið út í nærri hálfa öld, deyja út, eins og lítið kertaljós slokknar lijá litlu barni, sem enginn tekur eftir. Þannig endar saga blaðs- ins, sem nemendur Flensborg- arskólans reistu og dreymdi um stóra drauma 1892. Á meðan stórþjóðirnar ber- ast á banaspjót og ógna hver annarri úti í heimi og ískaldir vetrarstormar æða um láð og lög, eru nokkrir nemendur gagnfræðaskóla í kyrrlátum sjávarbæ að ráðast í það stór- ræði að gefa út prentað skóla- blað. Það þykir ekki stórræði í augum blaðamannsins að gefa út smáblað eins og þetta blað, en í augum oklcar nemenda Flensborgarskólans er það erf- itt hlutverk að gefa úl blað, sem geti orðið bæði nemend- um og skólanum til sóma. Það sveið okkur núverandi nem- endum, að hið gamla og vin- sæla skólablað skyldi vera grafið í gleymskunnar reit, og þvi réðum við af að endurreisa blaðið. I dag leggur hinn forni Skólapiltur af stað undir nafn- inu Draupnir. Hann leggur af stað sem nýr og endurreistur. Hann leitar að nýrri frægð og bíður eftir ókomnum frama. Nemendur Flensborgarskólans 1938 reisa liinu nýja skólablaði sínu, Draupi, borgir uppi í skýjunum, og þá dreymir um, að hann eigi eftir að lifa með frægð og sóma fyrir nemendur og' skólann um ár og aldir. — Þessar borgir, sem nem- endur Flensborgarskólans reisa Draupni uppi í skýjun- um, geta hrunið á liverri stundu, ef þeir sjálfir eru ekki alltaf vakandi fyrir velgengni lians. Munið þið, núverandi og ókomnir Flensborgarar, að það er undir ykkur sjálfum kom- ið, livort Draupnir á eftir að verða langlíft og gott blað. Nú eru erfiðir tímar, því að úti i heimi geisa stríð og allt hefir því liækkað í verði, bæði pappír og annað, sem til blaðs- ins þarf, og er því mjög dýrt að gefa blaðið út. Við ákváð- um samt að láta prenta það, því að okkur fannst, að það væri aðeins hálf endurreisn að I LiMN U óblV\/ i.V5 14 7309

x

Draupnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Draupnir
https://timarit.is/publication/1773

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.