Draupnir - 01.12.1939, Qupperneq 3

Draupnir - 01.12.1939, Qupperneq 3
D R A U P N IR 3 ekki frjáls, nema þú hafir vald yfir tilfinningum þínum. Hinar æstu tilfinningar eru voldugar og liafa oft yfirráðin í hjarta mannsins. En sértu frjáls maður, þá lúta þær þinni stjórn. Þú ert þinn eigin lierra. Æskuna vantar frelsi. Hún heldur, að það sé frelsi að mega reykja og drekka og yfir- leitt lifa eins ósiðsamlegu lífi og unnt er. En hún veit ekki, að það er þrælkun, sem bindur hana í háða skó, heldur lienni niðri, svo að hún ætlar að kafna í sollinum. Það er sjálf- sagt vegna þess, að æskan er þannig fjötruð, að liún hugsar um sjálfstæði íslands með hálf- sofandi hjarta og sofnar á næt- urnar i þeirri vissu, að lífið sé dillandi vals og vín og ekkert annað sé vert að tala né hugsa um. Þannig lieilsar hún sjálf- stæðinu og frelsinu aðeins með yfirbprðskveðju, en hjartað er bundið fast við glauni og glys og ekki neitt. Það þarf með einhverjum ráðum að vekja æskuna og benda henni á gróðurinn, sem liggur fyrir fótum hennar. Það þarf að fá liana til að meta hið rétta frelsi og afneita öllu, sem hrekur hana af þroska- brautinni, og fá hana til að leggja hönd á plóginn og skapa hér gróandi land. í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að ungt fólk skemmti sér. Það er hlátt áfram nauðsynlegt, vegna þess að það er eðli æsk- unnar. En öfgarnar eru hættu- legar og verða mönnum oft að falli. Það er öfgakenndur hugs- unarháttur að vilja lifa lífinu i trylltum glaumi og dansi og líta svörtum augum á allt, sem T^RAUPNIR heitir þetla nýja skólahlað okkar. Nafn þetta er fallegt og viðfelldið, og þegar þess er gætt, livaðan það er komið og livað í því felst, virðist það eiga einkar vel við. Frá Draupni er sagt í Snorra- Eddu. Dvergar tveir, Sindri og Brokkur, smiðuðu gullliring mikinn og nefndu hann Draupni. Fór Brokkur með hringinn til Ásgarðs og gaf hann Óðni. Eðli hrings þessa var furðu merkilegt. Níundu er ekki einhvers konar leikur. En vissulega mun æskan vakna, þegar nægilega hefir verið við henni ýtt, og ég veit, að hún sofnar þá ekki undir- eins aftur. Og ef íslenzka þjóð- in ber gæfu til þess að halda óskertu sjálfstæði sínu og frelsi, er það áreiðanlegt, að hún á eftir að lyfta hinum mestu grettistökum á braut framfaranna, bæði andlega og líkamlega. Þegar æskan vaknar, þá mun aftur vora, og blómin munu brosa til hinnar íslenzku þjóð- ar, þar sem allir hafa verk að vinna. Nóg verk er til að vinna, ef æskan vill hefja baráttuna, og það gerir hún, ef hún vill heita niðji hinna islenzku land- námsmanna, sem „reistu sér byggðir og bú í blómguðu dal- anna skauti, ukust að íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt“. í þeirri baráttu mun æskan sigra og merki íslands blakta hreinna en áður. Baldur. hverja nótt drupu af honum átta hringar jafnþungir sem liann. Við höfum látið okkur dreyma um, að þetta skólablað okkar, sem hefur nú göngu sína undir þessu nafni, beri það með rentu, það verði eins giftu- drjúgt og hringurinn Draupnir. Við óskum þess, að blaðið geti orðið til sóma okkur öllum, sem stundum nám í þessu veg- lega skólahúsi. Og ég vil biðja ykkur þess, góðir FleJnsborg- arar, að leggja lið ykkar til þess að lialda blaðinu uppi. Þið getið ÖIl orðið við þessu, ef viljinn er nógur. Og ég ef- ast ekki um, að þið berið virð- ingu fyrir nafninu, bæði meðan þið eruð hér við nám og eftir að þið eruð farin héðan. Látið Draupni þá ekki undir höfuð leggjast , heldur réttið örvandi hönd lionum til styrktar. Látið það koma fram í verkum ykk- ar, hvers þið virðið blaðið. Einnig vonast ég til þess, að eldri nemendur taki Draupni vel og geri sitt til þess, að hon- um megi vegna sem bezt. Þeir ættu að hugsa til hans með hlýjum huga og gleði yfir því, að skólablaðið hefir verið end- urreist. Hringur er talinn tákn eilífr- ar tryggðar, af því að hann hefir hvorki upphaf né endi. Draupnir minnir því með nafni sínu á þau tryggðabönd, sem tengja saman alla Flens- borgara, gamla sem unga. Ég vil að síðustu óska þess, að nemendur skólans standi sem einn maður að útgáfu Draupnis og liann verði óend- anlegur eins og hringurinn. Kristján Eldjárn.

x

Draupnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Draupnir
https://timarit.is/publication/1773

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.