Draupnir - 01.12.1939, Qupperneq 6
6
DRAUPNIR
QuÉOi. $.LK%.uhg.ó.m.ú.h..
EGAR rætt er um skóla,
falla oft orð á þessa leið:
í skólum er allt of lítið unn-
ið að því að hafa lioll áhrif á
hugsunarhátt og siði nemanda,
m. ö. o. m e n n t a þá, svo
að það orð sé notað í réttri
merkingu. Þar er lítt um ann-
að hugsað en bera þekkingu
í ýmsum greinum á borð fyrir
nemendur og' láta þá kyngja
henni og melta. En skólar ættu
að vera uppeldisstofnanir ekki
síður en fræðslustofnanir. —
Ég ætla ekki að kveða upp
neinn dóm um það hér, að hve
miklu leyti slík ummæli séu
réttmæt. En það mun rétt, að
flestir kennarar telji það frem-
ur hlutverk sitt að fræða nem-
endu'r en móta hugsunarhátt
þeirra og siði. Sumir kennarar,
þar á meðal ég, hlífast við því
að vanda um við nemendur, þótt
um erfiðleika og dýrtíðar.
Þess vegna er það einlæg ósk
nemendasambandsins til allra
félagsmanna sinna, að þeir taki
blaði þessu vinsamlega, kaupi
það og styrki þessa starfsemi
nemenda eftir mætti.
Að lokum beinir nemenda-
sambandið því til núverandi
ngmenda skólans, að þeir láti
eigi hér staðar numið að kynna
skólann og' störf hans, þó að
þeir hverfi af skólabekkjunum
innan skamms, heldur komi
þá til samstarfs við liina eldri,
livetji þá til meiri starfa og
betri árangurs í Nemendasam-
bandi Flensborgarskólans.
eitthvað misjafnt komi fram í
fari þeirra, ef þeir hrjóta ekki
skólareglur, skráðar eða ó-
skráðar, með hátterni sínu.Þeir
kennarar munu yfirleitt líta
svo á, að betra sé, að íhlutun-
arsemi þeirra gagnvart nem-
öndum sé fremur of lítil en of
mikil, enda þarf ekki þess að
dvljast, að stundum reynist erf-
itt að fá menn til að leggja
eyru við umvöndunum, hvað
þá heldur að brevta eftir þeim,
ekki sizt ef þær eru tíðar. En
— „vandratað er meðalhófið“.
Það er lika varhugavert, að
kennarar gefi nemöndum með
þögn sinni átyllu til þess að
ætla, að allt sé eins og vera ber,
ef siðum þeirra og framkomu
er mjög ábótavant. „Vinur er
sá, er til vamms segir.“
Ég ætla nú að láta í ljós, hvað
mér þykir verst af því, sem
ég' hefi orðið var við í fari
nemanda hér í skólanum. Það
er, að sumir þeirra reykja, auð-
vitað einkum vindlinga („cigar-
ettur“). Mig grunar, að þeir
nemendur séu allmargir.
Einhverjum kann að virðast,
að ekki sé rétt að hreyfa þessu
hér i blaðinu, þar sem gera
megi ráð fyrir, að það verði
lesið utan skólans — oft megi
satt kyrrt liggja. En ég er ekki
í neinum vafa um, að þess hafi
orðið meir en lítið vart utan
skólans, að nemendur reyki, og
þeir, sem telja slíkt skólanum
til vansa, ættu að kunna ]jví
vel, að unnið sé gegn því i
skólablaðinu.
Ég ætla ekki að lýsa skað-
semi tóbaks hér. En þess vil ég
geta, að ég hefi aldrei annað
heyrt en tóbak sé mjög óhollt,
eínkum óhörðnuðum ungling-
um. Almennt mun talið, að tó-
hak veikli miklu minna heil-
brigði og starfshæfni manna, ef
þeir neyta þess ekki fyrr en á
fullorðinsaldri. En því til sönn-
unar, að tóbak sé líka talið
fullorðnum mönnum óliollt, vil
ég minna á, að engir íþrótta-
menn, sem stunda íþróttir af
alvöru, neyta tóbaks á þeim
tímum, er þeir æfa sig eða taka
þátt í keppnum. Þetta hafa
íþróttakennarar sagt mér. —
(Ég hygg, að íslenzkir íþrótta-
inenn liafi vart gætt þessa sem
skyldi og það sé ekki sízt fyrir
þá sök, að þeim hefir orðið svo
erfitt sem raun ber vitni að
komast jafnfætis erlendum
íþróttamönnum, enda munu
þeir yfirleitt háðir strangari
aga en islenzkir íþróttamenn.)
Sumir, sem þetta lesa, kunna
nú að minnast einhverra, sem
neyta mikils tóbaks og virðast
þó vel hraustir. En þess ber
að gæta, að menn þola tóbaks-
nautn furðu misjafnlega og af-
leiðingar hennar geta komið
seint fram.
Ég þykist þekkja dæmi þess,
að tóbaksnautn hafi stórspillt
heilsii manna. En ég þarf ekki
annars en hugsa til þeirra, sem
ég hefi kennt, til þess að geta
farið nærri um, að sú nautn
liafi ekki góð áhrif. Þeim nem-
öndum mínum, sem mikið hafa
reykt, hefir veitt einna örðug-
ast að festa hugann við nám-
ið og hegða sér vel. Þessa ber-
sögli þykist ég ekki þurfa að
afsaka.