Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.05.1984, Blaðsíða 1

Vesturland - 26.05.1984, Blaðsíða 1
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisílokksins: „Mætum hallanum með lækkun útgjalda“ „Brýnasta verkefnið er að grynnka á þeim skuldum sem safnast hafa upp meðan tekjur hafa ekki mætt gjöldum... Þess- um halla verður fyrst og fremst að mæta með lækkun útgjalda. En þá fyrst þegar þjóðarfram- leiðslan vex á ný skapast svig- rúm til að lækka skatta ef út- gjöldum verður haldið í skefj- um. Að því verður markvisst unnið.“ Þannig komst Þorsteinn Páls- son formaður Sjálfstæöisflokks- ins að orði í útvarpsræðu er hann flutti við eldhúsdagsum- ræðu frá Alþingi 15. maí síðast liðinn. í ræðu sinni ræddi formaður Sjálfstæðisflokksins um ýmsar breytingar er hníga í frjálsræðis- átt og núverandi ríkisstjórn hef- ur beitt sér fyrir. Hann rakti þær margvíslegu efnahagsaðgerðir sem stjórnin hefur staðið fyrir. Einnig sýndi hann fram á mikinn árangur af aðgeróum hennar, en vék því næst að þeim verk- efnum sem við blasa og verða að móta verkefnaáætlun stjórn- arinnar á næstu misserum. BREYTING SKATTKERFIS Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði orð- rétt: ,,Við undirbúning og af- greiðslu fjárlaga fyrir næsta ár þarf m.a. að leggja þessi atriði til grundvallar: • Útgjöld ríkisins þurfa að lækka. Núllvöxtur útgjalda í hlut- falli við þjóðarframleiðslu er lág- markskrafa. • Auka þarf greiðslur neytenda fyrir veitta þjónustu. • Koma þarf við sérstökum hagræðingaraðgerðum til að- halds í rekstri og framkvæmd- um. Gera þarf rekstrarlegar út- tektir í ríkisstofnunum eins og þ'egar hefur verið gert hjá Raf- magnsveitum ríkisins. • Draga þarf úr niöurgreiðslum og beinum styrkjum til atvinnu- fyrirtækja og atvinnugreina. • Athuga þarf, hvort hyggilegt geti verið að taka upp nýtt sjúkratryggingakerfi með sér- stöku iðgjaldi í samræmi við tekjur þar sem mönnum gæfist kostur á að taka eigin áhættu að hluta sem yrði síðan gerð upp með sköttum. Við núverandi aðstæður í rík- isfjármálum er ekki svigrúm til lækkunar á heildarsköttum. Hins vegar er nauðsynlegt að hefja nú þegar undirbúning að gjör- breytingu á tekjuöflunarkerfi hins opinbera. Markmiðið á að vera þetta: •Að samræma tolla og aðflutn- ingsgjöld. • Að koma á virðisaukaskatti í stað söluskatts og í tengslum við þá kerfisbreytingu að af- nema launaskatt og aðstöðu- gjald og lækka beina skatta. • Loks kemur til álita að færa skattlagningu á tekjur einstakl- inga alfarið til sveitarfélaga. Á móti fengju sveitarfélögin aukin verkefni einkum á sviði heil- brigðismála og menntamála." Þá sagði Þorsteinn nauðsyn- legt að gera róttæka breytingu á fjármagnskerfinu, færa vald úr höndum stjórnmálamanna og til banka og viðskiptamanna þeirra, endurskipuleggja þyrfti afurðalánakerfi, fækka bönkum, breyta uppbyggingu sjóðakerf- isins og selja ríkisfyrirtæki. UM LAUNAMÁLIN Um launamálin sagöi Þor- steinn Pálsson: „Með tilliti til þess hversu stöðugt gengi og afnám vísitölu- bóta á laun hefur skilað miklum Framhald á bls. 3 Frumvarp iðnaðarráðherra um hitunarkostnað: Þak á húshitunarkostnað ÞAK verður sett á húshitunar- kostnað, samkvæmt frumvarpi til laga um jöfnun hitunarkostn- aðar, sem rfkisstjórnin lagði fram og iðnaðarráðherra Sverrir Hermannsson fylgdi úr hlaði. Meginefni laganna er að, jafna hitunarkostnað, lækka kostnað við upphitun húsnæðis og auka nýtingu innlendra orku- gjafa. Að þessu markmiði verður unnið með margvíslegum hætti. Greiða á niður raforku til húshit- unar, greiða olíustyrki, aðstoða hitaveitur með sérvanda, stuðla að hagkvæmri orkunotkun og orkusparnaði og auka notkun innlendra orkugjafa í stað olíu. Með þaki á húshitunarkostn- að, er átt við þá klásúlu í fjórðu grein frumvarpsins að hitunar- kostnaður við kyndingu íbúðar- húsa verði „eigi hærri en sem nemur 1,8 földu meðlaverði hjá Nýja fþróttahúsið f Bolungarvfk, var tekið í notkun við hátíðlega athöfn laugardaginn 19. maí síðast liðinn og tók þá Rúnar H. Vignisson þessa mynd. Þetta var á síðasta degi „Vordaga" sem var menningar- og listavika, er félagasamtök í Bolungarvík efndu til, með mikilli viðhöfn. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Bætt einangrun og orkunotkun á Vestfjörðum: 15—20 mfflj. kr. orkuspamaður — segir orkubússtjóri „Það er trú mín að með bættri einangrun húsa og breyttum og betri notkunarvenj- um megi ná fram 15—20% sparnaði í orkunotkun en það þýðir fyrir alla Vestfirði um 15—20 milljóna króna sparnað á ári“. Þannig komst Kristján Har- aldsson Orkubússtjóri að orði í ræðu sinni á aðalfundi Orku- bús Vestfjarða sem haldinn var í Félagsheimilinu í Hnífsdal 4. og 5. maí síðastliðinn. Einnig sagöi í ræðu Orkubús- stjóra: „Orkubú Vestfjarða og Fjórð- ungssamband Vestfirðinga hafa nú í sameiningu ákveðið að gera úttekt á orkunotkun allra íbúðar- húsa sem kaupa orku af O.V. og mun síðan verða haft samband við þá húseigendur þar sem orkunotkun er talin óeðlilega mikil. Þessi könnun er viðamikil og tekur langan tíma og vinna við hana er fyrir stuttu hafin. Þó get ég nefnt dæmi úr henni frá Þingeyri. Þar samkvæmt niður- stöðum athugunarinnar, éru 47 íbúðarhús af 116, sem könnunin tók til, með óeðlilega mikla orkunotkun, þ.e. yfir 100 kíló- vattstundir til upphitunar á hverjum rúmmetra(skv. fast- eignamati yfir árið.“ hitaveitum landsins sem hafa jarðvarma sem orkugjafa." Um olíustyrki munu að mestu gilda svipaðar reglur og hingað til. Þar verða þó líka sett ákvæði inn í um þak á orkukostnað. Er gert ráö fyrir því að verð á olíu skuli greitt þannig niður að kostnaður við olíukyndingu verði eigi hærri en sem nemur tvöföldu vegnu meðalverði. SAMANBURÐUR A HITUNAR- KOSTNAÐI í greinargerð sem frumvarp- inu fylgir er birt yfirlit yfir hitun- arkostnað vítt og breitt um land- ið. Þar koma fram ýmsar fróð- legar upplýsingar um stöðu þessara mála nú. Einkanlega er fróðlegt fyrir Vestfirðinga, þ.e. notendur orku frá Orkubúi Vest- fjarða að bera sig saman við aðra landshluta. í greinargerð- inni getur að líta meðalverð í krónum á kílówattstund. Þar kemur meðal annars fram að jafn dýrt er að kynda með (fjar)varmaveitum Orkubúsins og með rafhitun frá sama fyrir- tæki, eða 83 aurar á kWH. Verð á sömu einingu í Reykjavík er 38 aurar, hjá Hitaveitu Suðurnesja 66 aurar og á Sauðárkróki er veröið einvörðungu 28 aurar. En þessar hitaveitur eru allar meðal hinna ódýrari. önnur mynd blasir við, þegar litið er til nýrri hitaveitna. Á Akureyri, er kostnaðurinn á kWH, til dæmis 1,06 króna eða um það bil fjórðungi meiri en hjá okkur. Hjá hitaveitunum á Akra- nesi og í Borgarnesi er nákvæm- lega sömu sögu að segja. Enn- þá svakalegri dæmi getur að líta frá Egilsstöðum, en þar er kostnaðurinn 1,10 krónur og hjá hitaveitu Rangæinga 1,12 kr. Á Suðureyri, þar sem hitaveitan er tiltölulega ný, er kostnaðurinn á kWH 90 aurar. Þess má geta að ódýrast virð- ist að kynda húsin að Flúðum. Þar er kostnaðurinn 2 aurar á kWH. Næst ódýrast er að kynda húsin að Reykhólum á Barð- strönd eða 12 aurar á kWH. ÁTAK TIL ORKUSPARNAÐAR í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er ráð fyrir því gert að gera stór átak til orkusparnaðar og bættr- ar orkunýtingar í landinu. Aug- Ijóst er af þeim gögnum sem frumvarpinu fylgja að þar má víða gera stórátak. Þannig reiknar Iðnaðarráöuneytið með að orkunotkun meðalíbúðar sem er einangruð samkvæmt á- kvæðum byggingarreglugerðar sé 13 lítrar af gasolíu á rúm- metra, en það er eitthvað um 82 kWH á rúmmetra á ári. (Ijós kom hins vegar þegar Rannsóknar- stofnun Byggingariðnaðarins gerði athugun á orkunotkun í- búðarhúsnæðis á árunum 1979 Framhald á bls. 2

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.