Vesturland - 26.05.1984, Blaðsíða 3
SMBI
3
Vel heppnaðir Vordagar í Bolungarvík:
Tugir manna lögðu
hönd á plógimi
Dagskrá Vordaga í Bolungar-
vík, lauk laugardaginn 19. maí
síðast liðinn og var þá að baki
vel heppnuð vika, þar sem sam-
an höfðu farið listviðburðir af
fjölbreyttasta tagi. Tugir Bolvík-
inga komu við sögu á Vordög-
um og lögðu fram gríðarlegt
sjálfboðaliðastarf.
Vordagarnir voru í raun sam-
felld lista og menningarvika.
Hófust þeir sunnudaginn 13.
maí meö hátíðarmessu í Hóls-
kirkju. Síðar um daginn voru
opnaðar sýningar á þremur
Framhald af bls. 1
og skjótum árangri í baráttunni
við verðbólguna þarf að leggja
grundvöll að því, aö kaupmáttur
launa byggist til frambúðar á
stöðugleika í gengismálum en
ekki vélrænu og verðbólguhvetj-
andi vísitölukerfi,,.
REKSTRARSKILYRÐI AT-
VINNUVEGANNA
Þá vék formaður Sjálfstæðis-
flokksins að atvinnumálum og
sagði:
,,í atvinnumálum blasa við
bæði gömul og ný vandamál. í
sjávarútvegi stöndum við frammi
fyrir þeim bitra veruleika að gull-
kistan er takmörkuö auðlind. Við
þurfum því að takmarka fjárfest-
ingar í þessari atvinnugrein með
hliðsjón af þessari staðreynd.
Það verður best gert með því að
auka kröfur um eigið fé og leyfa
þeim að njóta sín sem best hafa
staðið sig.
í landbúnaði er óhjá-
kvæmilegt að grípa til aðgerða
sem smám saman færa fram-
leiðsluna til samræmis við þarfir
innlenda markaðarins. í þeim
efnum er nú unnið að tillögu-
gerð sem miðar að því að
treysta stöðu bænda og full-
stöðum í bænum. Baltasar var
með myndlistarsýningu í Ráö-
hússal. Þá var myndlistarsýning
heimamanna í grunnskólanum
(Þróttarhúsi). Á sama stað var
einnig Ijósmyndasýning heima-
manna. Þá var í aðalbyggingu
grunnskólans sýning á bolvísk-
um heimilisiðnaði.
Um kvöidið voru tónleikar í
Félagsheimilinu, þar sem nýr og
glæsilegur flygill var vígður. Á
tónleikunum léku Halldór Har-
aldsson píanóleikari, og séra
Gunnar Björnsson, sellóleikari.
nægja kröfum neytenda. En
auðvitað er það svo að hags-
munir þessara aðila fara saman
þegar allt kemur til alls.
Skapa þarf svigrúm til nýrra
átaka í almennri iðnaðarstarf-
semi og halda þarf áfram því
mikilvæga starfi sem hafist var
handa um við stjórnarskiptin að
því er varðar uppbyggingu stór-
iðju og hagnýtingu orkulinda
lándsins.
En hvernig má þetta verða? Ef
árangur á að nást þurfa stjórn-
völd að tryggja atvinnuvegunum
góð rekstrarskilyrði. Um leið
þarf að auka ábyrgð þeirra sem
stjórna atvinnufyrirtækjunum.
Fái þeir tækifæri og aðstöðu
hvílir á þeim sú skylda að hag-
nýta hana til þess að auka fram-
leiðni og verðmætasköpun.,,
í lok ræðu sinnar sagði Þor-
steinn Pálsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins: „Þjóðin hefur
ekki efni á veikleika í stjórnar-
háttum eins og nú standa sakir.
Sjálfstæðisflokkurinn lítur á það
sem ábyrgð sína og skyldii að
sjá svo um að það gerist ekki.
Hann mun í samningum um nýja
verkefnaáætlun ríkisstjórnarinn-
ar setja þessa hagsmuni þjóðar-
nnnar ofar öllu—.
Agústa Ágústsdóttir söng.
Næstu tvö kvöld voru vortón-
leikar og skólaslit Tónlistarskól-
ans, en hann er tuttugu ára um
þessar mundir. Fyrra kvöldið
komu fram yngri nemendur, en
hið síðara þeir eldri. Einnig
mættu þá þrír nemendur úr Tón-
listarskólanum, sem stundað
hafa framhaldsnám í Reykjavík
og erlendis.
Á miðvikudag og fimmtudag
sýndi Leikfélag Bolungarvíkur,
barnaleikritiðt Finnur karlinn
seppi og kisa, undir leikstjórn
Svanhildar Jóhannesdóttur.
Á föstudag var ákaflega vel
heppnað jassvaka í Félagsheim-
ilinu. Þar komu fram Vilberg Vil-
bergsson, Baldur Geirmunds-
son, Samúel Einarsson, Ólafur
Garðarsson og Ólafur Kristjáns-
son, auk Soffíu Guðmundsdótt-
ur söngkonu.
Laugardaginn 19. maí var hið
nýja og stórglæsilega íþróttahús
tekið formlega í notkun. Af því
tilefni lék meðal annars Lúðra-
sveit Mosfellssveitar, háðir voru
kappleikir og sundmót, þar sem
m.a. áttust við fulltrúar þeirra
stjórnmálaflokka sem fulltrúa
eiga í bæjarstjórn.
Um kvöldið var síðan
skemmtikvöld. Lúðrasveit Mos-
fellssveitar lék. Karlakórinn Ægir
í Bolungarvík og Karlakór ísa-
fjarðar sungu. Þröstur Guð-
bjartsson lék, söngflokkur kom
fram og fleira var sér til gamans
gert.
Óhætt er að segja að Vordag-
arnir hafi verið vel heppnaðir.
Öll kvöldin var aðsókn mjög góð
að dagskráratriðum. Oft var
hreinlega uppselt.
Frumkvöðull að þessari lista
og menningarviku var Ólafur
Kristjánsson skólastjóri Tónlist-
arskólans. Framkvæmdastjóri
hennar var Gunnar Hallsson,
verslunarmaður.
— Mætum hallanum
Reiðhjóla-
viðgerðir
Tökum reiðhjól til viðgerða.
Höfum talsvert úrvai varahluta.
• • •
Hinir sívinsælu barnastólar á reiðhjól eru
nú komnir.
, i ED irn CD| ŒD 11
„ W « —U— — — —u— — * — — ...
DIDCDlIllXljJjjyjjJ 11“ lŒBŒÍCnCDCrBŒBQIB
Símefni: Vélar VÉLSMIÐJAN ÞÓR HF Pósthólf 69
Sími 3711 og 3041 400 ísafjörður Nnr. 9355-0609
Auglýsið í Vesturlandi
Isafjarðarkanpstaðnr
Sundhöllin ísafirði
Hið árlega sundnámskeið fyrir börn verður
frá 1. — 15. júní n.k.
Upplýsingar og skráning í Sundhöll, sími
3200 og á bæjarskrifstofunni, sími 3722.
íþróttafulltrúi
Ibúðir til sölu
á besta stað í bænum, á mótum
Aðalstrætis og Skipagötu
2ja — 3ja og 4ra herbergja íbúðir
Afhendast tilbúnar undir
tréverk í júlí 1985
Guðmundur
Þórðarson
Byggingarmeistari
Sunnuholti 1 — 400 ísafjörður