Vesturland - 26.05.1984, Blaðsíða 4
Bræðratunga vígð
Bræöratunga, þjálfunar og
þjónustumiðstöð fyrir Þroska-
hefta á Vestfjörðum var tekin í
notkun laugardaginn 12. maí
síðast liðinn. Mikið fjölmenni var
við vígsluathöfnina og voru
margar ræður fluttar. Alexander
Stefánsson félagsmálaráðherra
lýsti miðstöðina formlega opna.
Nú eru hartnær þrjú ár síðan
hafist var handa um byggingu
hússins. Fyrsta skóflustungan
var tekin 5. ágúst árið 1981.
Bræðurnir Sigurjón og Bjarni
Halldórssynir tóku fyrstu skóflu-
stungurnar. Þeir bræður gáfu
sem kunnugt er spildu þá sem
húsið stendur á, í landi Tungu í
Tungudal.
Hin nýja þjálfunar og þjón-
ustumiðstöð mum bæta úr
brýnni þörf, þar sem engin við-
líka starfsemi hefur verið hér á
Vestfjörðum fyrr. Þegar hafa ris-
ið tvö hús af fimm sem ætlunin
er að verði í Bræðratungu.
Byggingarmeistarar hins nýja
húss voru Eiríkur og Einar Valur
s.f.
Forstöðumaður Bræðratungu
er Sigurjón Ingi Hilaríusson.
Formaður Svæðisstjórnar um
málefni Þroskaheftra á Vest-
fjörðum er Magnús Reynir Guð-
mundsson og formaður Styrkt-
arfélags Vangefinna á Vestfjörð-
um, Hildigunnur L. Högnadóttir.
Nú þegar hefur verið ráðið í
níu stöðugildi viö Bræðratungu.
Meðal þeirra eru þrír þroska-
þjálfarar. Vistmenn stöðvarinnar
voru þrír við opnun en mun
fjölga á næstu vikum.
Brœdratunga, í landi Tungu í Tungudal.
Orkubú Vestfjarða:
Engar hækkanir
í tíu mánuði
Gjaldskrár Orkubús Vest-
fjarða hafa verið óbreyttar frá 1.
ágúst 1983, ef undanskildar eru
auknar niðurgreiðslur frá ríkis-
sjóði á raforku til húshitunar frá
og með 1. febrúar s.l. Frá síð-
asta aðalfundi Orkubúsins
hækkaði gjaldskráin um 38,5%
en hækkun milli aðalfunda þar
á undan var 129,2 prósent.
Þessar upplýsingar komu
fram í ræðu Kristjáns Haralds-
sonar Orkubússtjóra á aðalfundi
fyrirtækisins 4.—5. maí s.l.
Einnig kom fram í ræðu Krist-
jáns að raforka til húshitunar
hefði verið niðurgreidd frá 1.
október 1982. Er nú svo komið
að niðurgreiðslur nema 53 aur-
um á hverja kílóvattsstund, eða
um 40% af orkuverðinu.
Þá benti orkubússtjóri á að af
22 rafveitum greiða notendur 17
veitna hærra orkuverð en hjá
Orkubúinu, notendur þriggja
veitna lægra verð en notendur
einnar (RARIK) þaö sama.
Nefna má að notendur Orkubús-
ins greiða 0,77 krónur á kílóvatt-
stund. Verð frá Rafveitu Akur-
eyrar er 0,92 krónur, 1,05 krón-
ur hjá Rafveitu Keflavíkur og
1,05 hjá Hitaveitu Akureyrar.
Af 31 hitaveitu greiða notend-
ur 9 þeirra hærra orkuverð en
notendur hjá Orkubúinu, not-
endur 18 veitna greiða lægra
verð og notendur þriggja veitna
það sama.
Þá sagði Orkubússtjóri orð-
rétt í ræðu sinni: „Þegar Orkubú
Vestfjarða tekur til starfa árið
1978 er sex sinnum dýrara að
kynda hús á Vestfjörðum en
með hitaveitu í Reykjavík og
heimilisrafmagn var 80% dýrara
fyrir vestan. Síðan hefur orku-
verð hækkað mjög mikið, þó
mun meira í Reykjavík og er
staðan nú sex árum síðar þann-
ig að það er ríflega tvöfalt dýrara
að kynda íbúðarhús á Vestfjörð-
um en í Reykjavík og rafmagn til
heimilisnota er nú 25% dýrara
fyrir vestan."
Karlakórar
í söngferð
Karlakór Isafjarðar og Karla-
kórinn Ægir í Bolungarvfk luku
fyrir nokkru vel heppnaðri
söngferð um Norðurland. Sung-
ið var á þremur stöðum og hlutu
kórarnir hvarvetna góðar við-
tökur áheyrenda sem alls stað-
ar fjölmenntu.
Áður en lagt var af stað í
söngferðina norður sungu kór-
arnir þrisvar hér vestra. Fyrst á
1. maí hátíð verkalýðsfélaganna
Kaiiakóramir á æfingu áöur en lagt var af stað í vel heppnaða
söngferð um Norðurland.
Frá aðalfundi O.V.:
Rekstrar-
afkoma
batnar
Rekstrarafkoma Orkubús
Vestfjarða batnaði mikið á síð-
asta ári. Ólafur H. Ólafsson fjár-
málastjóri fyrirtækisins taldi
fjórar ástæður liggja að baki
þessari bættu rekstrarafkomu.
1. Rekstur fyrirtækisins gekk á-
fallalaust fyrir sig á síðasta ári
og engar stórbilanir urðu.
2. Orkukaup frá Landsvirkjun
voru hagstæðari en áður vegna
hins nýja orkukaupasamnings
sem gerður var við fyrirtækið.
3. Hækkun raforkuverðs var um-
fram verðbólgu, sem kemur til
góóa með léttvægari almennum
rekstrarkostnaði og ekki síst
vegna þess að verðbætur á vísi-
töluvundin lán veða minni hluti
heildartekna.
4. Lækkandi vextir á alþjóöa-
mörkuðum og stöðugleiki geng-
is.
Húsnæði ÁTVR á IsaBrði:
Ríkissjóður
semur við
Guðmund
— Bygging stórhýsis við Aðalstræti að hefjast
á ísafirði, þar sem tekin voru
nokkur lög. Um kvöldið voru
tónleikar í Bolungarvík og
daginn eftir á ísafirði.
Haldið var norður föstudag-
inn fjórða maí. Tafir urðu á flug-
ferðinni norður. Kom þar tvennt
til. Skærur flugmanna gegn far-
þegum og Flugleiðum hf. En
einnig gerði krap og bleyta á
ísafjarðarflugvelli það að verk-
um að hann var nær ófær.
Vegna hins síðarnefnda þurfti
flugvélin að millilenda í Reykja-
vík á meðan að hjólabúnaður
var þrifinn upp. Að því búnu var
haldið norður. Lent var á flug-
vellinum í Aðaldal um kl. 22:30
og söngskemmtunin að Ýdölum
hófst klukkan 23:00. Voru þá
liðnar tvær stundir fram yfir
áætlað upphaf söngskemmtun-
arinnar. Áheyrendur biðu þess
prúðbúnir að kórarnir mættu og
sögðust ekki telja slíkt lítilræði
eftir sér.
Daginn eftir var sungið á
Akureyri.
Sunnudaginn 6. maí var
söngskemmtun haldin í Mið-
garði í Skagafirði.
Á efnisskrá karlakóranna voru
21 lag eftir erlenda og innlenda
höfunda. Þrír einsöngvarar
komu fram með kórnum. Það
voru þau Bergljót Sveinsdóttir,
Steinþór Þráinsson og Björgvin
Þórðarson. Undirleikari var
Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir.
Stjórnandi kóranna beggja er
Kjartan Sigurjónsson. Ólafur
Kristjánsson annaðist með hon-
um stjórnina í upphafi.
Nú er afráðið að Áfengis og
tóbaksverslun ríkisins á ísafirði
verður í húsnæði, sem Guð-
mundur Þórðarson, bygginga-
meistari á (safirði, er að hefja
smíði á að Aðalstræti 20 á fsa-
firði. Voru samningar þar að
lútandi undirritaðir á dögunum f
Reykjavík.
Hefur ríkissjóður fyrir hönd
þessarar stofnunar sinnar keypt
neðstu hæðina við Skipagötu.
Stefnt er að því að Áfengis og
tóbaksverslunin flytji inn um
áramót.
Fulltrúar ríkisins hafa lýst því
yfir að þrátt fyrir þetta muni
verða staðið við samning sem
Kórarnir héldu skemmtun á
Þingeyri, miðvikudaginn 23. maí
síðast liðinn og komu einnig
fram á Vordögum í Bolungarvík.
gerður var á milli aðila um bygg-
ingu stjórnsýsluhúss. Hönnun-
arvinna er í fullum gangi vegna
smíði þess, en eins og kunnugt
er fór fram samkeppni um útlit
og hönnun hússins.
Guðmundur Þórðarson sagði
í samtali við Vesturland aö fram-
kvæmdir væru í þann mund að
fara af staö hjá sér. ,,Vitinn“ svo
nefndi sem hefði verið á lóöinni,
hefði þegar verið fjarlægður og
því ekkert að vanbúnaði að hefj-
ast handa.
Guðmundur sagði að nýja
húsið væri á fjórum hæðum. Á
neðstu hæðinni verða verslanir.
Einnig verða níu íbúðir í húsinu,
tveggja, þriggja og fjögurra her-
bergja.
Ætlunin er að steypa allar
hæðirnar upp fyrir veturinn.'
Verður þá hægt aö vinna
innivinnu viö húsið í vetur.