Vesturland

Årgang

Vesturland - 25.03.1995, Side 4

Vesturland - 25.03.1995, Side 4
BLAÐ VESTFIRSKRA SJALFSTÆÐISMANNA VESTFIRÐINGAR TIL HAMINGJU! Fimmtudagtirinn 23■ mars rann npp heidskír og fagur. Þessa dagsmun lengiminnstá nordanverðum Vestfjörðum. Þá varsíðasta haflinu rutt úr vegi í jarðgöngunum undir Breiðadalsheiði og leiðin opnuð til Önundatfjarðar. Efnt var til mannfagnaðar af þessu tilefni ígöngunum. Samgönguráðherra kom hingaðgagngert til að leggja síðustu hönd á verkið með því að tendra síðustu sþrengjuihleðsluna. Viðstaddir vorufulltrúar verktakans og vega- gerðarinnar, sem buðu upp á veitingar í hvelfingunni á vegamól- unum. Einnig voru þar framámenn sveitarstjóma í byggðarlög- unum í kring, alþingismenn ogframbjóðendur hinna ýmsu fram- boðslista.fulltrúar erlendra ríkja ogýmissa opinberra stofnana og að lokinni sprengingunni bœttust í hópinn fulltrúar byggðar- laganna vestan heiðar. Voru þama að sjálfsögðu fluttar margar hátíðarrœður, enda höfðu allirá tilfinningunni mikilvægiþessarar stundar, sem marka mun tímamót í samskiptum tbúanna áþessu víðlenda svæði. Starfsmenn Vesturíss glaðir í bragði enda stórum áfanga náð. Um kvöldið bauð héraðsnefnd Vestur-ísaflarðarsýslu ásamt sveitar- stjórnunum til mikillar veislu í húsa- kynnum héraðsskólans á Núpi. Sú veisla var kannski fyrst og fremst hátíð starfsmannanna, sem blönduðu þar saman gamni og alvöru, en auk þeirra fluttu héraðshöfðingjar, þingmenn, ráðherra og aðrir frammámenn ávörp, gjarnan í léttum dúr. Að lokum var stiginn dans og haldið áfram fagnaði fram eftir nóttu. Á föstudeginum var göngunum haldið opnum og streymdu bílar í báðar áttir. Síðan verður göngunum lokað til frágangs og er gert ráð fyrir að þau verði aftur opnuð umferð fyrir jól. Vesturland hitti Halldór Blöndal, samgönguráðherra, að máli og bað hann að segja lesendum blaðsins, hvað honum væri efst íhuganú þegar hann væri miðpunkturinn í þessum gieði- lega atburði, sem opnun ganganna væri. Halldór sagði: “Þessi dagur í dag er auðvitað fyrst og fremst mikill hátíðisdagur fyrir Vest- firðinga. Eftir þennan harða ógnar- vetur, þá er auðvitað ósegjanlegur léttir fyrir íbúana hér að sjá samgöngu- æðarnar opnast bæði til Súganda- fjarðar og Flateyrar. Með því sjáum við jafriframt fyrir okkur að þessar byggðir treystist bæði í menningarlegu, félags- legu og efnahagslegu tilliti Þetta mun þýða meiri hagræðingu í rekstri fyrir- tækjanna en áður hefur verið, vegna verkaskiptingar milli þeirra. Smá- bátarnir á svæðinu hljóta til dæmis að nýta sér möguleikana á að fara með útgerðina að hluta til Súgandafjarðar og Flateyrar, þegar það á við. Forganga Matthíasar Mér er það ofarlega í huga á þessum merkisdegi að svo skemmtilega skuli hafa viljað til að göngin skuli hafa opnast áður en Matthías Bjarnason lét af þingsetu. Því að hann var óneitan- lega frumkvöðullinn. Ákvörðunin um að ráðast í Vestfjarðagöngin var í raun ogveru tekin þegar hann á árinu 1985 skipaði nefnd til undirbúnings fram- haldi jarðgangagerðar á eftir Ólafsfirði. Fyrir okkur Norðlendinga og Vest- firðinga var auðvitað þýðíngarmikið á sínum tíma samkomulagið um Óveg- ina. Það var um veginn fyrir Ólafs- víkurenni, Óshlíðina og svo göngin gegnumólafsfjarðarmúla. Þávareðli- legt að Matthías hugsaði til þess, að á eftir Ólafsfjarðargöngum þá réðust menn í það að ryðja úr braut þeim þröskuldi, sem Breiðadalsheiðin og Botnsheiðin hafa verið: Hættulegar leiðir sem kostað hafa mannfórnir. Upphaf þessa máls má þess vegna rekja til þess þegar hann var sam- gönguráðherraáárunum 1983-1987. Gleðileg ákvörðun Það er svo skemmtilegt fyrir mig sem samgönguráðherra, að það skuli vera ein lýrsta ákvörðun mín í því embætti að bera það upp í ríkis- stjórninni að tilboðum yrði tekið í göngin. Ég var þeirrar skoðunar að óhjákvæmilegt væri að það yrði staðið við þá áætlun að göngin næðu til Súg- andafjarðar, en ég minnist þess að á vordögum 1991 voru uppi umræóur um að láta við það sitja að göngin tækju til Önundarfjarðar. Ég minnist þess líka hversu mjög fólkinu létti, þegar Múlagöngin voru opnuð. Hefði verið hætt við þá framkvæmd hefði það verið mikið áfall fyrir þær byggðir. Þess vegnavar þýðingamikið að halda strikinu og það hefúr verið gert. Tenging við hringveginn Ég hef síðan fundið það sem sam- gönguráðherra, að Vestfirðingar hafa mjög þrýst á um það að staðið yrði við þessi fýrirheit sem höfðu verið gefin um santgöngumálin, og þeir ætluðust raunar til meira: Þeir vildu að ný stefna yrði mörkuð í samgöngumálum Vest- fjarða nú í lok kjörtímabilsins, þegar sá fýrir endann á gerð jarðgangnanna. Það var þess vegna í góðu samkomu- lagi og samvinnu við þingmenn Vest- fjarða, þá Matthías Bjarnason og Einar K. Guðfinnsson sem við fórum að athuga það fyrir 2 árum, hvort ekki tækist að ná víðtæku samkomulagi um það að hraðaveginum inn Djúpið á þeim grundvelli að hann yrði tekinn í tölu stórverkefna, sem ekkert for- dæmi var fýrir. Okkur tókst síðan að vinna þessum málum fylgi á Alþingi, og þess vegna er þessi dagur í þeim skilningi meiri hátíðisdagur en ella, að við sjáum fyrir endann á Vestfjarða- göngum og um leið sjáum við leiðina opnast í átt til Reykjavíkur og hring- vegarins. Djúpvegurinn Vestfjarðagöng án Djúpvegar og þverun Gilsfjarðar án Djúp- vegarereinungis hálf- klárað verk. Þessu verki varð að Ijúka og viðgetumnúviðendur- skoðun næstu vega- áætlunar séð það fyrir okkur hven- ær þeirri veglagn- ingu ljúki. Þessi samgöngubótvar hinsvegarvíðs- fjarri fyrir 4 árum og raunar ætl- aðist síð- asta rík- isstjórn til þess að hún biði næstu aldar! í þessu sambandi má heldur ekki gleymast að F agranesið kom mjög sterklega inn í þessa mynd, en ég tel að fyrir öllu sé nú vel séð með því að Djúpbáturinn verður áfram skráður hér á ísafirði og að hann verði hér til taks á þeim vetrarmánuðum þegar mest þarf á honum að halda. Ég vil að lokum aðeins segja að þetta samkomulag um Djúpbátinn og um að flýta Djúpvegi um að minnsta kosti 8-10 ár, hefði ekki náðst nema vegna vasklegrar framgöngu þing- manna Sjálfstæðisflokksins. Vest- firðingar hafa í ríkum mæli notið þess að eiga svo sterka og áhrifamikla full- trúa á þingi. Það ættu þeir að hafa hugfast í kosningunum framundan". Hér er Matthías Bjarnason að segja þeim Halldóri Jónssyni, Einari Kristni Guðfinnssyni og Krístjáni Krístjánssyni „eina lauflétta “ ejtir að haftið hafði verið sprengt. Isfirðingurinn Helgi Mar Friðriksson hefur hafi í mörg horn að líta við sprengingarnar í vetur. Ekki er annað hægt að segja en að hann taki sig vel út á haugnum sem myndaðist eftir áð síðasta haftið var sprengt. Norðlendingar heilsast;þeir Kristján ÞórJúlíusson, hæjarstjóri á ísafirði og Halldór Blöndal, samgönguráðherra. íbakgrunni er forseti bæjar- stjómar ísafjarðar, Þorsteinn Jóhannesson. BIs. 4

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.