Vesturland

Årgang

Vesturland - 25.03.1995, Side 6

Vesturland - 25.03.1995, Side 6
BLAÐ VESTFIRSKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Ur kraðakinu KRATAR LOKA SJÁLFA SIG ÚTI - OG HENDA LYKLINUM Kratar hafa íkosningabaráttunni lagt höfuðáherslu á þá sérstöðu sína að vilja strax ganga til samn- inga við Evrópubandalagið - svona eins og til að máta hvort sú flíkin passi okkur. Til þess að forða sjálfum sér irá öllum ffeistingum í þeim efnum og útiloka fyrirfram að þeir geti samið af sér auðlindina hafaþeir lagt til að sameign þjóðar- innar á fiskimiðunum verði stað- fest í stjórnarskránni. í síðustu viku var svo hér á ferðinni heimskunnur þýskur þjóðréttarfræðingur og sérlfæð- ingur í lagalegunt innviðum Evrópubandalagsins, dr. Meinhard Hilf. Hann sagði að eignaraðild að fiskimiðunum hlyti að verða eitt höfuðsamningsatriðið íviðræðunt íslands við Evrópubandalagið. Það væri mjög fyndið frá þjóðréttar- legu sjónarmiði að að binda fvrirfram í stjórnarskrá, það sem ætti að vera niðurstöður samninga- viðræðna. Það væri því alveg ljóst að með stjórnarskrárbindingu þessa atriðis væri fyrirfrant lokað á samningaviðræður. Evrópubanda- lagið gengi ekki til samninga áþess- um forsendum. Semsagt kratar telja sig frábrugðna öðrum flokk- um í þessum kosningum af því að þeir einir vilji semja. En áður vilja þeir tryggja að hinn aðilinn geti ekki gengið til samninga. Út á þetta kosningabragð fáþeir atkvæði Hall- dórs Hermannssonar. Þáerávinn- ingurinn upp talinn. Er hægt að skjóta rækilegar undan sér lappir- nar? BURT MEÐ HVATA! - SEGIR ÆGIR HAFBERG Ægir Hafberg skrifar í Alþýðu- blaðið 15. mars á þessa leið: •'Alþýðuflokkurinn vill tryggja stöðu krókaveiða og vertíðarbáta, og jafnvel banna veiðar stórra togara á grunnslóð, meðan verið er að byggja upp fiskistofnana á ný. Jafnframt teljum við nauðsynlegt að breyta kerfinu þannig að tryggt sé að enginn hvati sé til þess að henda verðminni fiski á hafi úti.” Þarna hefur undirvitundin greini- Iega stýrt pernnastönginni hjáÆgi Hafberg. Og við ábendinguna sjá auðvitað allir strax í hendi sér að þannig mundu öll kerfi fúnkera best, að enginn Hvati sé í þeim. Burt með Hvata! BETRA ÍSLAND BIs. 6 BETRI VESTFIRÐIR - BETfíA ÍSLAND Ég var ekki búinn að búa lengi á Vestfjörðum, nánar tiltekið Patreksfirði, þegar mér varð Ijóst hver stœrstu vandamál þessa svœðis voru. Atvinnu- og samgöngumál. Svo ég taki fyrst fyrir atvinnumál þá er og verður undirstaðan fiskveiðar og vinnsla. Þótt á Vestfjörðum sé ægi fagurt þá tók fólk sér ekki búsetu hér vegna þess, heldur vegna nálægðar við fengsæl fiskimið. Dugnaður og kapp sjómanna og útgerðarmanna lagði grunninn að lífvænlegu samfélagi hér á Vestfjörðum. Menn uppskáru sem þeir sáðu. Þótt ég sé ungur að árum upplifði ég þá tíma er ég stundaði sjómennsku meðfram mínu námi, að sjómenngátufiskaðánallrahafta. Þá varekkertkvótakerfi. Minnkandifisk- gegnd varð þess valdandi, ásamt stærri og öflugri fiskiskipum, að við þurftum að takmarka þann afla sem mátti sækja í hafið. Illu heilli varð kvótakerfið það kerfi sem notað er til takmörkunar. Þetta kerfi er á góðri leið með að kippa stoðunum undan atvinnulífi á mörg- um stöðum á Vestfjörðum. Viðnjótum ekki þess forskots sem er nálægð við miðin. Hver er réttur þess fólks sem býr á Vestfjörðum og áþar sínar eignir þegar lífsbjörgin er tekin frá því; eins og á sér stað meðkvótasölu af svæðinu. Égvilkallaþettaeignaupptöku. Fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum hafa nú lagt frant tillögur um aflastýringu þar sem horfið er frá hel- stefnu kvótakerfisins. Um þessar tillögur eigum við Vestfirðingar að fylkja okkur sem einn maður. Samgöngumál Mikið hefur áunnist í samgöngu- málum á Vestfjörðum en betur má ef duga skal. Ég þekki best til samganga á suðurfjörðum Vestfjarða og þar þyrfti aðtakarækilegatilhendinni. Nýlokið er framkvæmd á Hálfdán og má segja að sú framkvæmd hafi margsannað gildisitt. En meiraþarfaðgera. Fyrir það fyrsta að laga áætlun Breiðarf- jarðar ferjunnar Baldurs að þörfum íbúa í V-Barðarstrandarsýslu þannig að ferjan gangi alla daga vikunnar, Baldur er jú okkar þjóðvegur, og að tímaáætlun ferjunnar sé sniðin að þörfum íbúa svæðisins. Það er einnig mikið hagsmunamál Vestfirðinga að norðurhluti og suður- hluti Vestfj arða verði tengdir með heil- sársveg. Það hefur mikla þýðingu fyrir samnýtingu á þ jónustu og önnnur samskipti Vestfirðinga. Ég treysti best frantbjóðendum Sjálfstæðisflokksins í komandi þing- kosningum að vinna að framfara- málum okkar Vestfirðinga. Það er raunhæfur möguleiki að þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum verði þrír eftir kosningarnar 8. aprfl næstkomandi. Jón B.G.Jónsson Lœknir Patreksflrði V-Byggð Ég treysti bestfram- bjóðendum Sjálfstœðis- flokksins í komandi þingkosningum að vinna að framfara- málum okkar Vest- firðinga. FATLAÐIR Á VESTFJÖRÐUM segir Hildigunnur L. Högnadóttir, ísafirði, sem skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins Fyrir okkur, sem höfum starfað að málefnum fatlaðra á Vestfjörðum undanfarin ár.erþað ánægjulegt hversu vel hefur tekist til að byggja uþþ þjónustu á þessu erfiða svœði. Ekki má þó taka orð mín svo að starfinu sé lokið.heldur er það í stöðugri mótun og endurnýjun og miðað við þarfir fatlaðra á hverjum tíma. Mér er það bæði ljúft og skylt að gera nokkra grein fyrir þessum málum og þeim breytingum sem hafa átt sér stað undanfarið. Fjöldi fatlaðrasem nýturþjónustu frá Svæðisskrifstofu Vestfjarða er ekki ýkja stór eða rétt innan við eitt hundrað manns, en fyrir þetta fólk og að- standendur þ e i r r a hefur tekist að koma á f ó t þ j ó n u s t u meðstuðningi og ráðgjöf víðar um kjördæmið en áður hefur verið. Vestfjörðum hefur nú verið skipt í fjögur þjónustusvæði,sem er ánægju- leg viðurkenning á því að landfræði- lega er það ófært fyrir fólk að þurfa að sækjaallaþjónustu til ísafjarðar. Þessi þjónusta fer nú fram í Strandasýslu og er skrifstofa staðsett á Hólmavík.Annað svæði er Vestur-Barðastrandarsýsla með skrifstofu á Patreksfirði og að lokum hefur verið opnað útibú á Reykhólum og annast hún starfið í Austur- B a r ð a - strandar- s ý s 1 u . Svæðis- skrifstofan á ísafirði heldur síð- an utan um þetta allt saman og samræmir. Það er alveg ljóst,að með kröftugu starfi að málefnum og aðbúnaði fatlaðra hefur tekist að koma í veg fyrir brottflutning fjölda fólks.með því að færa þjónustuna nær því. Bræðratunga Eins og áður sagði fer mikið starf fram á ísafirði.enda flestir sem þar búa. Starfsemi Bræðratungu þekkja líka flestir, en það heimili hefur fyrir Iöngu sannað tilverurétt sinn á þeim tæpu tólf árum síðan það var opnað. Tólf ár eru ekki langur tími,en ótrú- legar breytingar hafa þó átt sér stað í þessum efnum,bæði hvað aðbúnað fatlaðra varðar og ekki síður í við- horfum fólks til fatlaðra og endur- speglast það í miklum velvilja til þessa heimilis. Bræðratunga,sem er vistheimili veitir einnig ýmsa aðra þjónustu svo sem skammtímavistun og sumar- vistun. Einnig fer þar fram starfs- þjálfun og hæfing fyrir fatlað fólk á Vestfjörðum sem er eldra en 16 ára. Fatlaðir á eigin vegum Fyrir aðeins 10-15 árum var það fjarlægframtíðarsýn.að fatlaðir byggju í eigin íbúðum. En nú hefur því mark- miðiveriðnáðogmargireinstaklingar búa nú í eigin íbúðum,sumir með aðstoð frá Svæðisskrifstofu en aðrir frá sveitarfélaginu. Vonandi kemur til þess,að sem flestir fatlaðir geti búið við sem eðli- legastar aðstæður eins og aðrir,enda samrýmist það lögum um málefni fatlaðra að nýta almenn úrræði áður en gripið er til sértækra aðgerða. Framtíðarsýn Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur lýst því yfir að stefnt skuli að því að flytja málefni fatlaðra yfir til sveitar- félaganna.Fyrsta skrefið verður,að þau reynslusveitarfélög sem þess óska taki yfir þessi mál,en þó ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Ákvörðun um framhald verður síðan metið í ljósi reynslunnar. Þeirsem vel þekkja til,sjábæði kosti oggallavið þennan flutning. Kostirnir eru helst þeir að ákvarðanatakan færist nær þeim sem hana varðar, en gallar- nir einkum þeir að sveitarfélögin eru mjög misjafnlega í stakk búin til að ráða við verkefnið. Það hefur verið gagnrýnt að málefni fatlaðra heyri undir þrjú ráðuneyti,þ.e. mennta- mála-,félagsmála-og heilbrigðisráðu- neyti. Þá skarast og verkefni ríkis og sveitarfélaga nokkuð og má þar nefna húsnæðismál, ferlimál, vinnumiðlun o.fl.Með því að færa málaflokkinn til sveitarfélaganna yrðu þau á einni hendi. Efogþegarafþessuverður, þá þarf að tryggja sveitarfélögunum fjár- magn til að taka málaflokkinn til sín og verður fylgst grannt með þeim málum af þeim sem gæta hagsmuna fatlaðra,enda nauðsynlegt að menn hafi það að leiðarljósi að tryggt sé að enginn missi neins við tilfærsluna. Ég vil að lokum hvetja alla, hvar sem þeir búa í kjördæminu og teljasig þurfa aðstoð eða ráðleggingar að hika ekki við af hafa samband við Svæðis- skrifstofuna eða næsta útibú hennar.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.