Vesturland - 01.12.2007, Blaðsíða 8
nUnmna/
*
Eg vil í nokkrum orðum minnast Einars Odds
Kristjánssonar sem um árabil var burðarás í starfí
Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum sem og landsins
alls. Mín fyrstu kynni af Einari Oddi eru frá árun-
um í kringum 1980 þegar Ieiðir okkar lágu saman
í störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Strax tókst með
okkur mikil vinátta, hann hafði lengi verið virkur
í flokksstarfinu og var boðinn og búinn til að gefa
góð ráð og veita alla þá aðstoð sem Ieitað var eftir.
• •
Þórir Orn Guðmundsson skrifar:
EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON
Oft kom ég við á Sólbakka og
kynntist þá Sigrúnu Gerðu og þeim
miklu mannkostum sem hún býr
yfir. Hún stjómaði heimilinu eins
og Einar Oddur sagði, en allir sem
til þekktu vissu hve samrýmd þau
voru. Einar Oddur og Sigrún Gerða
eignuðust þrjú mannvænleg börn:
Brynhildi, Kristján Torfa og Björn
Teit og allir fundu hve stoltur Einar
Oddur var er hann minntist á þau.
Ekki minkaði stolt hans er hann
eignaðist afabarnið, „bamið eina“
eins og hann sagði svo oft. Margir
geyma í huga sér minningu frá
Hrafnseyrarhátíðinni sl. sumar er
þeir sáu stoltan afa með nafna sinn.
A árunum eftir 1980 sveif andi
gömlu kjördæmaskipunarinnar frá
1959 enn yfir vötnum og oftar en
ekki vorum við minntir á að við
værum úr „vestur-sýslunni". Má
vera að það hafi þjappað okkur
enn betur saman og aldrei varð
okkur sundurorða þó svo að í póli-
tík sé oft allra veðra von. Þegar ég
varð stjómarmaður í Kjördæmis-
ráði Sjálfstæðisflokksins á Vest-
fjörðum og seinna formaður þess,
naut ég þess að eiga Einar Odd að.
Þá kynntist ég enn betur hversu
næmur hann var á alla þætti sam-
félagsins og fljótur að setja sig inn
í öll mál.
Það var eins og ekkert væri eðli-
legra þegar Einar Oddur árið 1995
lét í ljós áhuga á að taka sæti á lista
flokksins í Vestfjarðakjördæmi að
það gengi efiir. Þá hafði hann
nokkrum árum áður gengt for-
mennsku í Vinnumálasambandi
Islands og komið að gerð, ásamt
forystumönnum Verkalýðshreyf-
ingarinnar samningum sem kall-
aðir eru „þjóðarsáttin“ og mörkuðu
endalok verðbólgu og upphaf þess
hagvaxtar sem við þekkjum á
íslandi í dag. Sem þingmaður Vest-
fjarðakjördæmis bar hann ávallt
hag allra landsmanna fyrir brjósti
og kom að mörgum þjóðþrifa-
málum. Hann sat sem þingmaður
Vestfjarða til ársins 2003 að ný
kjördæmaskipun var samþykkt á
Alþingi og Norðvesturkjördæmi
varð til.
Einar Oddur var einstakt nátt-
úrubarn sem hafði unun af að vera
úti í náttúrunni, hann kunni að
njóta hennar, lesa og hlusta. Stund-
um sagði hann „góðar eru Guðs
gjafimar“ og víst er að hann naut
með lítilæti sköpunarverks hins
hæsta höfuðsmiðs himins og jarðar.
Oft kemur upp í huga minn
þegar Einar Oddur ákvað bjóða sig
fram í nýju sameinuðu kjördæmi,
Norðvesturkjördæmi og taka þátt
í prófkjöri flokksins. Síminn hjá
mér hringir f byrjun júní og ég
heyrði Einar Odd segja eins og svo
oft „sæll ljúfur, ertu heima, ég er
að hugsa um að heimsækja þig.“
Skömmu síðar kemur Einar Oddur
og ég býð honum kaffi en hann
segist frekar vilja fara í bíltúr. Hann
hafi séð tildrumar á (Holts)vöð-
unum og svo hafi rauðbrystingur-
inn verið í fjörunni inni í Dýra-
firði. Hann vilji sjá hvaða fleiri
fuglar séu komnir. Við ökum út
fyrir Þingeyri að Söndum þar sem
Sanda Bárður bjó, sá sem steig
upp úr búi sínu og bauð Þórði
Kakala að taka við búforræði þar
því slíkum höfðingja sæmdi stór-
býli. I ferð okkar sjáum við jaðrak-
an, þúftittling, stokkendur og fleiri
fugla. Jafnframt hvernig jarðar-
gróðurinn er að kvikna og búsmala
á beit.
Þegar haldið er heim á leið segir
Einar Oddur: „Ég hef ákveðið að
taka þátt í prófkjörinu og gefa kost
á mér í eitt af efstu sætunum.“
Þekkjandi Einar Odd og svip hans
þá brosti ég og sagði: „Það verður
erfitt.“ „Ég veit það“, sagði hann
á sinn einstaka hátt „og ég er búinn
að sjá út hvernig ég fer að. I pólitík
á enginn neitt ákveðið sæti, ég er
ekki að fara fram á móti einum né
neinum, ég fer fram á mínum eigin
forsendum." í allri kosningabar-
áttunni vann hann samkvæmt því
sem hann lagði upp með og upp-
skar eftir því. En, eins og öllum er
kunnugt um hlaut hann glæsilega
bindandi kosningu í þriðja sæti
listans. Þá var hin baráttan eftir,
sjálfar Alþingiskosningarnar. Þar
komu mannkostirEinars Odds enn
betur ljós, hans einstaki hæfileiki
til að rökræða erfið mál og útskýra
á skiljanlegan hátt meiningu sína
og fylgja eftir sannfæringu sinni.
Þannig fékk hann persónufylgi
sem náði langt út fyrir raðir
Sjálfstæðisflokksins. í Alþingis-
kosningunum sl. vor var Einar
Oddur enn á ný í baráttunni um
þingsæti. Nú var baráttan erfiðari
þar sem eitt þingsæti hafði verið
fært frá kjördæminu og kosið um
átta þingsæti í stað níu áður. í
kosningabaráttunni kom berlega í
ljós hve persónufylgi Einars Odds
var mikið og hve fylginn sér hann
var, aftur hlaut hann glæsilega
kosningu til Alþingis.
Sem þingmaður kom Einar
Oddur að mörgum málum sem til
framfara horfðu fyrir Vestfirði.
Arið 1995 stóðu nokkrir framsýnir
menn í Dýrafirði og Onundarfirði
undir fory stu Sæmundar Þorvalds-
sonar fyrir stofnun umhverfissam-
taka um betri búsetu á Vestijörðum.
Verkefnið nefndu þeir „Skjól-
skógar á Vestfjörðum“. Til að vinna
verkefninu brautargengi snéru þeir
sér til Einars Odds og fengu hann
til að greiða fyrir samskiptum við
stofnanir og stjómvöld. A þessum
árum var farið að undirbúa lands-
hlutabundin skógræktarverkefni á
lögbýlum. Skjólskógaverkefnið
„eldra“ hafði gengið mjög vel og
var fengið til að leiða þá vinnu á
Vestfjörðum. Stofnað var sérstakt
fyrirtæki um landshlutaskógrækt-
ina sem fékk nafnið Skjólskógar
á Vestfjörðum. Einar Oddur tók að
sér að vera formaður þess og nutu
öll skógræktarverkefni landsins
góðs af þ ví. Þarna var Einar Oddur
á heimavelli, ræktunarmaður af
Guðs náð. Hafði hann lengi stund-
að skógrækt á Sólbakka, vissi
26.12. 1942
hvaða tegundum var best að planta
út allt eftir jarðavegi og umhverfi.
Þá tengdist formennskan í Skjól-
skógum líka öðru áhugamáli Einars
Odds, að efla hinar dreifðu byggð-
ir Vestfjarða.
Ekkert mannlegt var Einari Oddi
óviðkomandi. Hann varmikill list-
unnandi og naut þess að horfa á
leiksýningar og hlýða á hvers
konar tónlist og söng. Hann vildi
líka að aðrir fengju að njóta listar-
innar með sér. Oft hafði hann veg
og vanda af því að fá listafólk til
að koma vestur til Flateyrar svo
íbúar staðarins gætu notið þess að
hlýða á þá listamenn sem fremst
stóðu hverju sinni. Hann hafði
yndi af lestri, mundi mjög vel það
sem hann las og gat löngu seinna
farið rétt með heilu setningarnar
eftir að hafa lesið texta sem honum
fannst áhugaverður. Hann hafði
mikinn áhuga á sögu Frakklands
og sérstaklega á ævi Napoleons
Bonaparte, ég veit að hann kunni
ævisögu hans utanbókar. Þá lagði
hann sig líka mikið eftir þjóð-
legum fróðleik og sérstaklega um
lífsbaráttu á Vestfjörðum fyrr á
öldum. Hann vissi við hvaða kjör
forfeðurnir höfðu búið og vildi
leggja sitt af mörkum til að næsta
kynslóð hefði það betra en sú
gengna.
Aldrei heyrðu menn Einar Odd
tala illa um nokkurn mann þó svo
að hann fengi kannski misjafnar
kveðjur. Ef hann hafði verið að
tala eða rökræða við fólk sem hann
fékk ekki til að hlusta á sig átti hann
til að segja: „Ég skil bara ekki
manneskjuna, ég gat ekkert tjónk-
að við hana“ og svo var það ekki
rætt meira. Þannig varEinar Oddur,
14.07. 2007
hann vildi fá sem flesta til sam-
starfs með sér, en ef það gekk ekki
þá var hann ekki að erfa það.
En svo kemur að efsta degi,
bjartur og fagur rennur laugar-
dagurinn 14. júlí upp. Veðrið var
eins dásamlegt og best getur orðið
á Vestfjörðum, sól og logn. Oft
hafði Einar Oddur haft á orði að
hann ætti eftir að fara á Kaldbak.
Hann vissi að til stæði að fara og
fannst að nú væri komið að sér að
ganga á fjallið. Á leiðinni frá Sól-
bakka rifjar hann upp úr Gíslasögu
Súrssonarorð Vésteins um að „nú
falli vötn öll til Dýrafjarðar“ og
útskýrir fyrir Sigrúnu Gerðu og
Brynhildi dóttur sinni merkingu
orðanna. Á Þingeyri er gert stutt
stans, tré og plöntur skoðaðar og
rætt um gróður jarðar. Þaðan er
haldið áleiðis að Kaldbak. Á leið-
inni er Einar Oddur að lesa fyrir
ferðafélagana úr grein í tímariti,
frásögn um Napoleon, og setur
hana í samhengi við ævi hans tii
fróðleiks fyrir ferðafélagana. Þegar
komið er fram í botn Kirkjubóls-
dals em bflamir yfirgefnir og haldið
gangandi af stað áleiðis á Kaldbak.
Ekki varð ferðin eins löng og til
stóð, því eftir stutta göngu hneig
Einar Oddur niður.
Ég vil fyrir hönd sjálfstæðis-
fólks á Vestfjörðum þakka Einari
Oddi mikil og fórnfús störf fyrir
samfélagið hér fyrir vestan sem og
land og þjóð. Ljóst er að hans er
og verður sárt saknað í þeirri
miklu vinnu sem framundan er til
varnar hinum dreifðu byggðum
Vestfjarða. Minning um góðan
mann og traustan vin mun ávallt
lifa í hjörtum okkar.