Vesturland - 01.12.2007, Blaðsíða 9
Þegar ég hugsa til jólanna heima í
Litla-býli leggur í vitundinni enn-
þá yl frá kolaofninum í kviststof-
unni hennar ömmu og birtu frá ný-
fægðum olíulampanum og kert-
unum fimm í stóra kertastjakanum
á hringlaga borðinu með þykka
plussdúknum. Það er gott að orna
sér við þessar minningarnar og
gott að hverfa til þeirra þótt liðnir
séu fimm eða sex áratugir. En
meiningin er jú að aðrir sláist með
í för og því verður vikið að nokkr-
um atriðum sem varða þennan stað
minninga minna, þátttakendur og
sviðið sjálft fyrir þá sem ekki
þekkjatil.
Litla-býli var tvflyft timburhús
sem árið 1912 var reist á Sólbakka,
en hafði árið 1936 verið flutt niður
á eyri og fundinn nýr staður við
Ránargötu 2. Það voru allmargar
vistarverur í þessu góða húsi minn-
inganna. A neðri hæðinni var sím-
stöð með tilheyrandi biðstofu,
símaklefum og sérstöku anddyri.
Stofan, sem bæði var setustofa og
borðstofa, var líka niðri, eldhúsið,
búr og forstofa með stiga upp á
efri hæðina. A efri hæðinni voru
fjögur íveruherbergi, geymslur,
baðherbergi og margs konar hirsl-
ur, skápar og skot, sem gömlu
konurnar kölluðu ýmist kompu,
kamelsi, kvist eða verelsi. Gömlu
konurnar voru Guðrún amma og
Astríður systir hennar sem höfðu
reist húsið á sínum tíma á Sól-
bakka. Seinna eignuðust mamma
og pabbi húsið.
Heimsstyrjöld var að baki en á
þeim árum höfðu foreldrar mínir,
María Jóhannsdóttir og Kristján
Ebenezersson eignast okkur systk-
inin, mig árið 1941 og Einar Odd
ári síðar. Pabbi sigldi með fisk til
Bretlands öll stríðsárin eins og
margir íslenskir sjómenn. Var
hann á sfld og í flutningum svo
hann var reyndar meira eins og
gestur á heimilinu. Starf mömmu
var að bera ábyrgð á símaþjónust-
unni í þorpinu og hluta sveitar-
innar í Önundarfirði og tók hún
við því starfi af ömmu. Tvö dauðs-
föll með skömmu millibili breyttu
fjölskyldumyndinni. Pabbi dó
1947 og Ástríður í janúar 1949.
Um þetta leyti fékk mamma berkla
og missti heilsuna um tíma. Amma
var því kjölfestan þótt komin væri
á efri ár, en vinnukonur, sem
bjuggu hjá okkur eftir lát Ástríðar,
sáu um heimilisstörfin. Við krakk-
amir þurftum snemma að taka til
hendi, sendast á símstöðinni og
vinna þau verk sem við réðum við.
Rafmagn hafði verið í húsinu í tvo
áratugi eða lengur. Og fyrsti vísir
að miðstöðvarhitun frá Sóló-kola-
eldavélinni í eldhúsinu var á þess-
um árum leystur af hólmi með til-
komu olíufýringar sem staðsett var
niðri í kjallara og var gangsett
snemma morguns. Það setur að
mér hroll þegar ég minnist þess að
það var eitt af mínum skyldu-
störfum að fara um leið og ég var
komin í föt niður í jökulkaldan
kjallarann á vetrarmorgnum og
kveikja á fýringunni! Rafknúin
heimilistæki voru ekki mörg í
fyrstu minningum mínum úr Litla-
býli. En pabbi hafði samt keypt
ryksugu í einhverri ferðinni til
Englands. Hún var ljósblá og lá
ævinlega undir grun ef kvartað var
undan truflunum í útvarpssend-
inum á Flateyri. Eg held að þessir
hrekkir hafi samt aldrei alveg
sannast á hana. Alla vega fékk hún
að þjóna okkur án nokkurra kvaða
lengi - meira að segja mér í Reykja-
vík fyrstu búskaparárin mín þar.
Flateyri árið 1946.
Kviststofan á efri hæðinni var
stofan hennar ömmu. Þar var
eiginlega annað heimili innan
heimilisins. Sófi, hringlaga borð
og sex stólar, tveir hægindastólar,
kommóða og bókaskápur, horn-
skápur og þar að auki tveir dívanar.
Fyrir ofan þá voru veggteppi.
Annað var góbelínofið teppi af
dómkirkjutorginu í Písa. Hitt var
veggteppi með ofinni mynd af
hreindýrum í snæviþöktu skógar-
rjóðri. Kolaofninn var brúnn,
emaleraður lítill ofn. Á honum var
ævinlega stór ketill á hlóðum og
heitt vatn til ýmissa nota. Bak við
sófann var ferðakistill, á honum
var taflborð og á því var kassi. Á
kassanum var blómapottur með
bergfléttu. Grænir sprotamir mynd-
uðu sveiga utan um fjölskyldu-
myndirnar sem héngu á veggnum.
Stofan hennar ömmu var falleg.
Og þar var alltaf hlýtt! Við systk-
inin áttum okkar góða athvarf í
þessari stofu - ekki síst að vetrar-
lagi. Amma var alltaf eitthvað að
sýsla en við dunduðum okkur við
það sem okkur sýndist þá og þá
stundina. Spiluðum, lékum okkur
með kubba, flettum gömlum blöð-
um sem við náðum í upp á háaloft,
teiknuðum, lituðum og lásum;
unnum heimaverkefnin sem sett
voru fyrir í skólanum; það var
endalaust hægt að finna sér eitt-
hvað að gera. Amma kenndi okkur
að spila á spil og leiðbeindi okkur
við ýmislegt. Amma beindi aldrei
að okkur reiðiorðum. Við lærðum
snemma að skynja hvort henni
líkaði eða mislíkaði með því einu
að líta á hana. Þegar gesti bar að
garði urðum við að taka tillit til
þeirra og færa okkur yfir í ein-
hverja iðju sem ekki truflaði aðra.
Það komu margir til ömmu, bæði
konur og karlar og margt skrafað
og skeggrætt. Inn af kviststofunni
var svefnherbergi ömmu og Ást-
ríðar. Ylurinn frá kolaofninum
náði að hita þetta herbergi upp líka
en opið var á milli - aðeins hengi,
ekki hurð. Gangurinn fyrir framan
var hins vegar dimmur og við
máttum ekki kveikja ljós ef við
þurftum að fara fram. Það þurfti
að spara rafmagnið. Stór fataskáp-
ur var á ganginum og þurfti að
krækja fyrir hann þegar leiðin lá
frá kvistinum fram á klósett eða
niður stigann. Þar mátti kveikja!
Eg ímyndaði mér að alls konar
draugar og forynjur leyndust þama
í myrkrinu.
Það er eðlilegt að það hafi ekki allir sama háttinn á við jólaundirbúning og
jólahald. Fyrir sérhver jól verð ég samt að fara í gegnum það sem inn í mína
vitund greyptist þegar ég var barn og haga mínum jólundirbúningi svolítið í
samræmi við það. Mér finnst það alltaf vera gaman og langt frá því að vera
einhver kvöð eða áþján. Það kann að skipta máli að ég geri mér glögga grein
fyrir því að ég /le/frelsi til að fara aðrar leiðir og að endurtekning á því sem
gert var þegar ég var barn sé ekki það sem öllu máli skiptir þótt mér þyki gott
að hverfa ekki frá henni.
LJÓS í LITLA-BÝLI
Jóhanna G. Kristjánsdóttir skrifar:
Ég býst við að jólaundirbúning-
urinn hafi verið með svipuðum
hætti í Litla-býli og á flestum
íslenskum heimilum á þessum
árum. Það var mikið lagt upp úr
því að allt væri hreint, að alls stað-
ar væri búið að taka til; að glugga-
tjöldin væru hrein, að dúllur og
dúkar á borðum hefðu fengið við-
eigandi meðferð, þvott og síðan
verið strokið af vandvirkni með
strauboltanum sem hitaður var á
sjóðheitum hellum kolaeldavélar-
innar. Áhersla var lögð á að engu
væri sópað undir teppi - að í
skápum og hirslum væri líka allt í
röð og reglu. Þegar við krakkamir
vorum komnir í háttinn tók amma
til við að sauma flíkur sem við
áttum að fá í jólagjöf. Þetta átti að
fara leynt. Einhvern veginn feng-
um við samt alltaf grun um hvað
til stóð. Ef amma var spurð svaraði
hún því til að hún væri að sauma
á frændsystkini okkar. Þetta vom
gjarnan náttföt og náttkjólar og við
létum sem þetta kæmi okkur alltaf
jafn mikið á óvart! Svo heklaði
amma og gaf heklaðar eidhúsgard-
ínur í jólagjafir, dúka, peysur,
sokka og allt mögulegt annað.
Eitt af verkunum sem ævinlega
voru á dagskrá á aðventunni var
að fægja. Það var talsverð vinna
og við systkinin urðum snemma
liðléttingar. Það hefur verið basl
og kostað útsjónarsemi að halda
heimili á þessum árum þegar
önnur fyrirvinnan var horfin og
hin langveik, en það var nóg til af
ýmsum munum úr kopar og silfri
frá fyrri tíð og þótt þeir hafi ekki
komið að beinu hagnýtu gagni í
brauðstritinu á þessum árum þá
settu þeir samt lit á umhverfi barn-
æskunnar og gerðu það fallegt og
eftirminnilegt. Koparmunimir vom
fyrst og fremst stór olíulampi, tveir
koparkertastjakar og koparmortél.
Amma átti fínan silfurborðbúnað
og svo voru það stóm fimmarma
silfurkertastjakamir tveir, sykur-
kar og rjómakanna úr Torfahúsi,
silfurskálar og diskar af ýmsum
stærðum. I kringum þetta árvissa
verk hefur ávallt verið sérstök
stemmning sem mér sýnist að hafi
gengið í arf til yngri afkomenda
og þetta er verk sem verður að
vinna eftir ákveðnum reglum.
Skrúfurnar í silfurstjökunum hafa
að vísu týnt tölunni í áranna rás
og því eru kertin í stjökunum að-
eins þrjú núna í stað fimm.
Ég man ekki eftir jólum í Litla-
býli nema á kvistinum hjá ömmu.
Mamma var ekki mikið inni í
þeirri mynd því hún hafði í öðru
að sýsla: Það var alltaf mikið að
gera á símstöðinni og hún niðri í
eldhúsinu að búa til jólamatinn.
Svo spilaði hún á orgeiið í Flat-
eyrarkirkju en þá var messan ekki
fyrr en klukkan níu. Við Einar
Oddur sátum með pakkana okkar
á sitt hvomm dívaninum hjá ömmu
og fengum leyfi til að opna einn
pakka fyrir Dómkirkjumessuna í
útvarpinu klukkan sex. Amma sat
í rauða plussstólnum og hlýddi á
aftansönginn og fylgdist með jóla-
sálmunum í sálmabókinni. Við
áttum að gera það líka. Ég held að
hugur minn hafi þó verið öllu
bundnari þvf sem ég ímyndaði mér
að gæti verið innihald jólapakk-
anna minna og ég freistaðist til að
þukla þá smávegis og spá í spilin
í stað þess að fylgjast með jóla-
guðspjallinu.
Þetta helst þó einhvern veginn
í hendur; helgi jólanna eða hið
mikilvæga tilefni - fæðing frels-
arans - annars vegar og hins vegar
allt sem lagt er í jólahaldið. Það
er alúðin, vinnan, umhugsunin um
að gefa öðmm og lfka að njóta með
öðrum þess sem efni og ástæður
geta framast leyft. Það að halda
hátíð er að gera sér dagamun. Að
hverfa frá hinu hversdagslega þótt
ekki sé nema eina kvöldstund eða
í nokkra daga. Breytingaferlið verð-
ur gjarnan endurtekið. Og endur-
tekningin fer að skipta máli til þess
að ná fram þeim helgiblæ sem
okkur finnst að þurfi að ríkja á
jólunum. Ljósin í kviststofunni í
Litla-býli lýsa ennþá í hugar-
fylgsninu og veita öryggi og skjól.
Eins og áður frá því sem ógnaði
og mér fannst sem bami að gæti
leynst í myrkrinu frammi á gangi
- eða frá einhverju allt öðru og
víðs fjarri.
9