Vesturland - 01.12.2007, Page 10
JOLIN DRAGA FRAM
BARNIÐ í OKKUR ÖLLUM
Einar K. Guðfínnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skrifar:
Hvernig ætli standi á því að jól bernskunnar standi
manni ætíð svona nærri hugskotssjónum? Getur
skýringin ekki verið sú að á jólunum kemur barnið
upp í flestum. Jólin eru hátíð friðar og fegurðar,
sakleysis og góðra siða. Börnin og hugsun jólanna
tvinnast saman einmitt í þessu. Því sakleysi og
kristilegu hugarfari sem við viljum öll að sé hluti
helgihalds jólanna.
Einar K. Guðfinnsson og systkini hans, Haraldur og Guðrún Kristín,
ásamt föður sínum, Guðfinni Einarssyni, og móðurömmu, Guðrúnu
Bjarnadóttur.
Sakleysi barnanna og ró jólafrið-
arins eru það sem við sækjumst öll
eftir. Fyrir vikið eru það einmitt
jól bernskunnar sem við kunnum
svo vel að meta. Þó bemskujólin
séu manni fjærst í tíma, koma þau
ljóslifandi upp í huga manns þegar
að jólum er hugað. Jólasiðir
bernskuheimilisins fylgja manni í
farteskinu um ókomna tíð og móta
þá hætti sem viðteknir verða á
heimili manns - vitaskuld í góðri
sátt við siði þá sem maki manns
vill halda í heiðri.
Stundum finnst mér þó að jól
bemskunnar séu órafjarri. Ekki
bara í ámm; þó sannarlega verði
ég að viðurkenna að hálfrar aldar
maðurinn geti ekki ekki lengur
státað af blóma æskunnar og verði
að fara aftur undir miðja síðustu
öld til þess að rifja upp bernsku-
jólin. En hitt er kannski ennþá fjar-
lægara að rifja upp þá gjörólíku
mynd samfélagsins sem einkenndi
bernsku bolvísks barns á þeim
árum sem ég sleit barnsskónum.
Veit ég vel að myndin er ömgg-
lega ekki raunsönn. En samt finnst
mér að jólin í Bolungarvík hafi
alltaf verið hvít. Það var ætíð gott
veður og stillt, snjór yfir öllu, frost
í lofti; allt eins og maður sér í feg-
urstu myndum af hvítum jólum.
Er það fortíðarþráin sem veldur
þessu? Kannski og er það þá ekki
til marks um þá góðu minningu
sem jólin vekja upp hjá manni eftir
að hafa siglt ólgusjó lífsins.
En hvað boðuðu þá jólin í Vfk-
inni í hugum okkar krakkanna á
sjöunda áratugnum? Var það
kannski þegar verslanimar fylltust
af ávöxtum, bókum, sælgæti og
leikföngum í byrjun aðventu?
Ekki er það ólíklegt. Einarsbúð
var í hugum okkar stór undra-
veröld þar sem úrval jólavömnnar
var ótrúlegt. Flæmi verslananna
suður í Reykjavík eða í útlöndum
sem flestir þekkja núorðið, eru
örugglega ekki meiri undraveröld
en búðin í Víkinni, þegar búið var
að fylla hillur með leikföngum,
eða eftir að angan ávaxtanna lagði
fyrir vit okkar og boðaði sannar-
lega komu jólanna.
„Einarsbúð var í hugum
okkar stór undraveröld
þar sem úrval jóla-
vörunnar var ótrúlegt.“
Svo var þetta allt saman svo
miklu afdráttarlausara. Vörurnar
komu með stútfullu strandferða-
skipinu; ekki smám saman heldur
í einni stórri sendingu eða því sem
næst og gjörbreytti lífi okkar. Við
krakkarnir störðum í hillurnar og
veltum því fyrir okkur hver hinna
girnilegu jólavara rataði í harðan
pakkann á aðfangadag. Og úti í
Bjarnabúð biðu svo bækurnar og
sem mörkuðu líka jólin og nærveru
þeirra. Ef til vill var síðan rennt
inn á Isafjörð þar sem maður
skynjaði skreyttar göturnar og
Silfurtorgið líkt og framandi ver-
öld. Göturnar fullar af fólki til-
Rogginn við stýrið á fyrstu upp-
vaxtarárunum á Sauðárkróki.
finningin var eins og að fara til
fjarlægari staðar.
En þrátt fyrir að tælingarmáttur
hins forgengilega, ætti greiða leið
að hugum okkar, eins og annarra
barna, fór þó ekkert á milli mála
að hátíðleiki jólanna og helgi þeirra
skildi eftir sterkustu minninguna.
Hefðbundinn undirbúningur á
heimilinu. Fastar skorður sem ríktu
í kring um allt sem því viðkom
voru ógleymanlegar og í rauninni
líka algjörlega óvéfengjanlegar.
A aðfangadag lagði alltaf enn
hina höfgu angan skötunnar frá
Þorláksmessu fyrir vit manns. Hún
vék þó smám saman þegar líða tók
á aðfangadag, fyrir ilmi jólarjúp-
unnar, sem mamma eldaði svo
listavel. Annars var aðfangadagur
alltaf óskaplega erfiður, lengi að
líða og kallaði fram óþolinmæði.
Stundum styttum við bræðurnir
okkur stundina með því að slást
eða tuskast. En sá siður var þó ekki
talinn fallegur á mínu heimili á að-
fangadaginn sjálfan og var því
bannaður. Freistingarnarlágu inn-
pakkaðar, undir jólatrénu og biðu
þess að vera opnaðar. Þegar helgi
jólanna hafði haldið innreið sína,
fórum við öll í okkar besta pússi
upp í bflinn okkar og stefnan var
sett á Hólskirkju. Það gekk ekki
alltaf þrautalaust að koma ein-
drifnum fólksbílnum upp eftir, en
tókst að lokum.
Eg hef aldrei setið jólamessu
sem staðist hefur samjöfnuð við
aðfangadagsguðsþjónustuna í
Hólskirkju á þessum árum og að
hlusta á jólaguðspjallið sem prest-
urinn okkar hann sr. Þorbergur
Kristjánsson las með sinni sér-
stöku hrynjandi; kvað skýrt að,
svo hvert einasta orð var numið -
og hugurinn hætti að reika heim
aðjólatrénu. Við lokguðsþjónust-
unnar þegar við tókum öll undir,
böm og fullorðnir, með okkar góða
kirkjukór og sungum Heims um
ból, voru jólin búin að taka sér
bólstað í hjarta manns. Mér hefur
aldrei tekist að upplifa helgi jól-
anna eins sterkt og einmitt þá.
Fyrir utan kirkjunna var kysst og
faðmast og óskað gleðilegra jóla.
Við vorum öll, eins og ein fjöl-
skylda, kirkjugestimir sem stóðum
utan við kirkjuna okkar, í senn
glöð og meyr og tilhlökkunin aftur
búin að taka sér bólstað í hugum
okkar smáfólksins.
„Við vorum öll, eins og
ein fjölskylda,
kirkjugestirnir sem
stóðum utan við
kirkjuna okkar...“
En þegar við vorum síðan
komin heim, búin að syngja saman
Heims um ból og kveikja á frí-
múrarakertinu hans pabba, var
hugarróin orðin slfk að spenningur
vegna jólapakkanna lagaðist við
það eitt fá að opna einn pakkann
áður en sest var að borðum.
Einhvern veginn skera sig ekki
úr nein einstök jól. Þau voru öll
gleðileg og góð. Þeim fylgdi líka
mikil tilhlökkun að hittast ájóla-
dag í jólaboði sem föðurfólkið
mitt skiptist á að halda, bera saman
bækumar með frændum og frænk-
um og taka þátt í gleðinni sem er
því samfara að tuttugu til þrjátíu
krakkarhittast áeinu heimili, nest-
uð jólapökkum til þess að sýna og
segja frá.
Ofan í Félagsheimili var síðan
steðjað á milli jóla og nýárs. Kven-
félagið gekkst fyrir jólaskemmtun.
Það mætti jólasveinn á svæðið og
við vorum leyst út með epli og
sælgæti í poka. Við vomm himin-
lifandi. Inni á Isafirði beið manns
Frfmúrarajólaball, þar sem við
hittum ókunnuga krakka, prúðbúna
eins og við, sem síðar urðu á vegi
manns aðeins fullorðnari og rifj-
uðu upp þessa liðnu daga.
I dag fagnar ungviðið jólunum.
Ekki eins og við, enda hafa tímamir
breyst. Eg veit þó af bömunum
mínum að jólin eiga ætíð sinn fasta
sess í hugum ungra barna. Jólin
eru nefnilega hátíð barnanna og
draga fram barnið í okkur öllum.
Það eru gildi jólanna sem við skul-
um öll reyna að varðaveita ævi
okkar alla.
ORKUBU.VESTFJARÐA
Orkubú Vestfjarða
óskar viðskiptavinum sínum
gleðilegra jóla o<$ farsældar
á komandi ári.
10