Vesturland - 01.12.2007, Qupperneq 11
AÐVENTAN
Á BORÐEYRI
Kristín Árnadóttir, skólastjóri og djákni, skrifar:
Senn líður að jólum og stendur
undirbúningur þeirra nú sem hæst,
en þessi tími er ýmist nefndur
jólafasta eða aðventa og er hugsuð
sem undirbúningstími fyrir fæð-
ingarhátíð frelsarans og nefnist á
latínu „adventus" og merkir til-
koma. A aðventunni njótum við
gjaman aðventuljósa og hljóma og
opnum hugi okkar og hjörtu fyrir
anda Guðs. Við hlýðum á fagra
tónlist, sungna og leikna, sem helg-
uð er aðventu og jólunt, þakklát
fyrir samveru og að finna nærveru
Drottins í húsi hans.
Aðventusiðirnir eru orðnir
nokkuð fastmótaðir hjá okkur í
Grunnskólanum á Borðeyri sem er
fámennur skóli með þrettán nem-
endum í 2.-7. bekk. Auk þess að
skreyta skólahúsið hátt og lágt, út-
búa jólakort, skera út laufabrauð,
safna í bauk fyrir Hjálparstarf
kirkjunnar í stað þess að gefa hvert
öðru pakka, og afhenda hann prest-
inum, sem kemur oft í skólann,
leika jólaguðspjallið á litlu-jólun-
um og syngja jólalög og sálma; þá
flytja öll börnin helgileik á að-
ventuhátíð sóknanna tveggja við
Hrútafjörðinn, ýmist í Prestbakka-
eða Staðarkirkju. Enn fremur
flytja þau helgileikinn fyrir aldrað
heimilisfólk á sjúkrahúsinu á
Hvammstanga, gefa hverjum og
einum jólagjöf sem þau hafa sjálf
útbúið, syngja og leika á hljóðfæri
og hljóta að launum strok um kinn,
klapp á koll eða faðmlag, auk
gleðinnar að gleðja. Við vitum hve
auðveld leið bama er að hjörtum
hinna öldruðu, en slíkar heim-
sóknir eru ekki síður lærdómsríkar
fyrir börnin.
Bæhreppingar sýndu þá djörf-
ung og framsýni árið 2001 að
endurreisa skólann sem hafði
legið niðri í sex ár vegna barn-
fæðar, en þá hafði bömunum fjölg-
að m.a. með tilkomu unga fólksins
í sveitina. Fyrsta árið voru nem-
endur sex, allt stúlkur, í 1 .-3. bekk.
Þetta gerist á tímum sameiningar
sveitarfélaga og hagræðingarþeg-
ar fámennir skólar voru ýmist af-
lagðir eða sameinaðir stærri skól-
um. Sveitarfélagið rekur enn
fremur dagvistun (leikskóla) fyrir
tíu böm á aldrinum 2-4 ára í skóla-
húsinu, í góðu samstarfi við gmnn-
skólann, en starfsemi hennar fylgir
starfi hans, þ.e. skólasetning er
sameiginleg fyrir báða í ágúst,
jóla-og páskaleyfi ganga jafnt yfir,
svo og árshátíð, foreldrakvöld,
leikhúsferðir og annað félagsstarf
og svo skólaslitin í júníbyrjun.
Enn fremur sækja öll dagvistunar-
börnin tónmenntatíma með yngri
deild, eru með í kirkjuskólanum
hálfsmánaðarlega og allir matast
saman á morgnana og í hádeginu.
Kristín Arnadóttir, skólastjóri og djákni á Borðeyri, ásamt eiginmanni
sínum Einari H. Esrasyni.
Eldri nemendur sýna dagvistunar-
börnunum mikinn áhuga og að-
stoða þau oft, til gagns og gleði.
Bæhreppingar búa vel að skól-
anum sínum, er hefur góðu og
samstarfsfúsu fólki á að skipa og
gerirþennan sveigjanleika mögu-
legan, sem ég tel vera til mikillar
farsældar.
Enn fremur njóta þeir og aðrir
íbúar í Húnavatnsprófastsdæmi
velvilja kirkjuyfirvalda þar sem
djákni var, fyrr á árinu, ráðinn í
fyrsta skipti til prófastsdæmis í
hinum dreifðu byggðum, en starf
djákna nefnist kærleiksþjónusta
og felst í henni ýmiss konar um-
önnun, líkn og uppeldisstarf. Eins
og hið fagra hugtak bendir til, felst
í því aðstoð við þá sem eru hjálpar
þurfi, t.d. með heimsóknum og
liðveislu og er ekki síst átt við aldr-
aða í samfélaginu, þeir sem lagt
hafa svo mikið af mörkum og
verðskulda kærleika okkar og um-
hyggju. Djáknar hafa komið inn í
starfsemi kirkjunnar í auknum
mæli hin síðari ár, en starfið er
rakið allt til frumkirkjunnar og er
Stefán píslarvottur talinn hafa
verið fyrsti djákninn (Post, 6,1-7).
Djáknar sinna enn fremur barna-
starfi, geta þjónað við guðsþjón-
ustu, annast helgistundir og fyrir-
bænir og mega predika í samráði
við sóknarprestinn, en margir
þeirra fagna mjög ráðningu og
vígslu djákna í kirkjunni.
Megi blessun Drottins vaka yfir
okkur öllum og hjálpa okkur til að
fagna jólagjöf Guðs Föður til
okkar, bama sinna, gjöfinni sem
helgar allt mannlegt með návist
sinni.
Þegar ég kvaddi ísafjarðarbæ í fyrrasumar
eftir allan þennan tíma og hélt suður á
bóginn, þá áði ég á gömlum slóðum í Reyk-
hólasveit, tók upp nestið og hvfldi hestinn
og mig. Eitthvað tafðist ég á tali við heirna-
fólk; hér er ég enn. Og fer væntanlega ekki
lengra í bráð.
Reykhólahreppur er svo stór að hann
fyllir heila sýslu. Eini hreppurinn í Austur-
Barðastrandarsýslu. Spannar svæðið frá
Kjálkafirði skammt fyrir austan Flókalund
og allt suður í Gilsfjörð. Og svo er lflca
mestur hluti Breiðafjarðareyja, en þær eru
óteljandi eins og kunnugt er.
Það er svo merkilegt, að héðan frá Reyk-
hólum er álíka langt að keyra á Patreksfjörð,
þar sem sýslumaðurinn okkar situr, og alla
leið til Reykjavíkur. Sá er þó munurinn, að
leiðin suður er öll með bundnu slitlagi en
leiðin til Patreksfjarðar liggur um versta
þjóðveg landsins.
JÓLAKVEÐJA ÚR STÓRUM HREPPI
Hlynur Þór Magnússon skrifar:
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag á mis-
jöfnum vegum.
Þegar ég kom til Isafjarðar haustið 1985
ætlaði ég ekki að vera nema veturinn. Minn
gamli vinur og vinnufélagi á fyrri tíð syðra,
Björn Teitsson skólameistari, nuddaði í mér
allt sumarið að koma og bjarga íslenskunni
hjá sér, eins og hann komst að orði.
Eg kom og bjargaði íslenskunni. Svo liðu
árin. Og svo áttar maður sig allt í einu á
því, að árin eru liðin. Ævin virðist svo löng
þegar litið er fram á veginn í upphafi ferðar,
eiginlega endalaus. En þegar litið er um öxl
að ferðarlokum er þetta eiginlega ekki neitt.
Bara svolítill vegarspotti, misgóður.
Mig minnir að eitthvað hafi ég komið við
sögu þessa blaðs sem heitir því víðfeðma
nafni Vesturland. Og fieiri vestfirskra blaða.
I tengslum við þann vettvang, ekki síður en
í störfum mínum við Menntaskólann á
Isafirði, kynntist ég mörgu fólki.
Eg leyfi mér að óska vinum og kunningj-
um sem þessar línur lesa gleðilegra jóla og
farsældar í framtíðinni.
Hlynur Þór Magnússon,
blekbóndi á Reykhólum við Breiðafjörð.
VST er elsta og jafnframt ein stærsta verkfræðistofa landsins og
hefur ávallt verið í fararbroddi verkfræðistofa við mannvirkjagerð
á íslandi. Hún býður viðskiptavinum upp á fjölbreytta þjónustu og
sinnir verkefnum á ýmsum sviðum verkfræðinnar, t.d. byggingar-,
véla- og rafmagns- og umhverfisverkfræði.
I/W Verkfræðistofa
Wm3M Sigurðar Thoroddsen hf.
Hafnarstræti 1, 400 ísafirði • Sími 456 3708 • www.vst • vstis@vst.is
ll