Skutull

Árgangur

Skutull - 01.12.1977, Síða 5

Skutull - 01.12.1977, Síða 5
SKUTULL 5 Eyjólfur Jónsson: Verðlaunapeningur frá Kvenfélaginu Ósk Kvenfélagið Ósk á fsafirði var stofnað í febrúar 1907. Það lifir og hefur starfað með dugnaði í áratugi. Er félagið var 20 ára - 6. febrúar 1927 - var þeim timamótum fagnað. Blaðið Vesturland birti þá eftirfarandi Ijóðakveðju til félagsins frá Þ. Tómassyni: Ósk geymun allflestir kæra. Ósk þótt sé takmörkum bundin. Ósk hafa allir að færa óska þótt stund sé ei fundin. ,,Ósk" er vor ísfirski sómi. ,,Ósk" hefur virðingu safnað. Óskum því einhuga rómi. ,,Ósk" fái lifað og dafnað. Á þessum tímamótum var einnig ákveðið að kvenfélagið Ósk skyldi gangast fyrir ís- lenskri handiðnaðarsýningu á ísafirði 15. - 20. júní 1927. Var um þetta birt auglýsing í ísfirsk- um blöðum og mælst til að lánaðir yrðu munir á sýningu þessa. I sýningarnefndina voru valdar þessar konur: Rósa Kristjánsdóttir.Kristín Sigurðar- dóttir, Helga Tómasdóttir, Ást- ríður Ebenezerdóttir, Sigrún Júlíusdóttir, Andrea Filippus- dóttir og Anna Björnsdóttir. Handavinnusýning þessi var síðan haldin í barnaskólanum á ísafirði, eins og áformað var, dagana 15. - 20. júní 1927. Höfðu safnast ýmsir góðir gripir frá félagskonum og öðr- um hér á heimaslóðum og aðrir voru fengnir að láni til sýningar- innar lengra að. Forstöðukona sýningarinnar mun Anna Björnsdóttir hafa verið, Anna var þá handavinnukennari við barnaskólann á ísafirði og var hún síðan handavinnukennari þar í áratugi. Forystustarfinu sinnti Anna af sinni alkunnu trúmennsku og það svo að hún svaf í skólanum þær nætur er sýningin var þar til húsa, svo hinna góðu gripa yrði þar gætt svo sem framast varð. Hér á borðinu hjá mér liggur verðlaunapeningur. Þetta er danskur silfurpeningur sleginn 1915, um 3 sentimetrar í þver- mál. Á bakhlið er mynd af Krist- jáni tíunda Danakonungi. Af framhlið peningsins hefur verið afmáð sú áletran er var eftir myndsláttuna og síðan rend gróp út við rönd peningsins, þannig 'að á framhliðinni mynd- ast sléttur flötur, sem er um 2,5 sm. að þvermáli. Á þennan slétta flöt er grafin þessi áletrun: Verðlaun frá K.f. Ósk 19.6. ,27 og þannig skipt í þrjár láréttar línur á fletinum. Aletrun þessi Verðlaunapeningurinn er haglega grafin með skrifstöf- um og talið er að þar sé hand- bragð Helga Sigurgeirssonar, er gullsmiður var á ísafirði á þessum árum og þekktur þar sem leturgrafari. Við rönd og efst á peningnum hefur verið borað gat og settur í festikrókur og í hann síðan krækt grannri GLEOILEG JÓL! EARSÆLT NVTT ÁR! Þbkkum viðskiptin á liðandi ári. Vélbátadbyrgðarfélag ísfirðinga ísfirðingar Vestfirðingar Setjið handavinnu með í jólapakkann. Hjá okkur fáið þið mikið úrval af handavinnu í skemmtilegri pakkningu, - einnig ýmsar aðrar góðar vörur. HANNYRÐABÚÐIN. ísafirði. silfurfesti, eins og hafðar voru viðkvenúreða nisti. Dóttirin segist eiga peninginn og til hennar er hann komin sem erfðafé úr búi móðurmóð- ur hennar og nöfnu Guðrúnar dóttur Guðmundar, bónda á Tannanesi Sveinssonar. Engin vitneskja er um það hvernig verðlaunapeningurinn var til ömmunar kominn. Árið 1927 var Guðrún Guð- mundsdóttir löngu flutt héðan til Akureyrar, gift þar og búsett, en móðir hennar og bræður áttu þá heima á ísafirði. Ekki er vitað um nein tengsl Guðrúnar við kvenfélagið Ósk. í huga mér hefur allt þetta lengst saman: Kvenfélagið Ósk á ísafirði, handiðnaðarsýningin á vegum þess 15. - 20. júní 1927 og verðlaunapeningurinn dagsettur 19. júní 1927. Reynt hefur verið eftir föng- um, að grafast fyrir um útgáfu þessa verðlaunapenings, en sú viðleitni hefur til þessa orðið árangurslaus. Ekki hefur heldur tekist að afla upplýsinga um hvort fleiri verðlaunapeningar hafa verið veittir af k.f. Ósk. Þó liðin séu 50 ár síðan pen- ingurinn var gerður muna margir enn þá tíma og sýnilegt er hver verðlaunin veitti. Peningur hefur því vakið spurningar sem ekki hafa feng- ist nein svör við. Fyrir hvað voru þessi verð- laun veitt og hverjum voru þau veitt? Bæði væri gaman og fróðlegt aö vita meira um þennan sér- stæða eða jafnvel einstæða verðlaunapening. Viti einhver lesandi þessa greinastúfs um tilefni eöa sögu þessa verðlaunapenings væri öll vitneskja um það þakksam- lega þegin. Hægt er að hafa samband við undirritaðan í síma 3393 eða senda bréf í póshólf 43 á ísafirði. Eyjólfur Jónsson. Ekta hunang Gæðahunang á ótrúlega hagstæðu verði. Kaupfélag ísfirðinga Við sendum viðskiptamönnum okkar og starfsfólki, svo og öllum vestfirðingum, bestu óskir um gleðileg jól og f arsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. KAUPMENN - KAUPFÉLÖG! Þaö er af flestum sem til þekkja taliö mikiö hagræöi fyrir almennar smásöluverslanir á Vestfjöröum, aö heildverslun hefur verið starfandi á ísafiröi um nokkurra ára bil. ★ Viö höfum aö jafnaði á boöstólum fjölmargar vörutegundir frá heimsþekktum framleiöendum. ★ Einnig höfum viö umboö fyrir fjölmörg innlend iönfyrirtæki. ★ Kaupmenn, kaupfélög, eflið vestfirska heildverslun. SANDFELL HF. ÍSAFIRÐI

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.