Skutull

Árgangur

Skutull - 01.12.1977, Blaðsíða 6

Skutull - 01.12.1977, Blaðsíða 6
SKUTULL 6 Hálfrar aldar afmæli Alþýðusambands Vestfjarða í síðasta tbl. SKUTULS var sagt frá 23. þingi Alþýðusambands Vestfjarða og helstu samþykktum, sem þar voru gerðar. Þetta þing A.S.V. var jafnframt afmælisþing því á þinginu var þess minnst, að hálf öld er liðin frá stofnun Alþýðusambands Vestfjarða. Sambandið var stofnað 20. mars árið 1927 og hét upphaflega Verkalýðssamband Vestfjarða. Sambandssvæði A.S.V. er Vestfjarðarkjördæmi. Aðildarfélög þess eru nú 16 og meðlimatala félaganna 2082. Sá maður, sem lagði grund- völlinn að starfi verkalýðssam- takanna á Vestfjörðum var Finnur Jónsson, sfðar alþing- Ingólfur Jónsson ismaður og ráðherra. Hann var þá póstmeistari á ísafirði en hafði kynnst jafnaðarstefnunni á Akureyri og gerðist brátt helsti og áhrifaríkasti forvígis- maður jafnaðarsefnunnar og verkalýðssamtakanna eftir að til ísafjarða kom. Fyrsta þrek- virki Finns í þeim efnum var starf hans innan Vlf. Baldurs, en undir stjórn hans varð félag- ið eitt öflugasta og áhrifarík- asta verkalýðsfélag landsins. Forráðamenn Vlf. Baldurs og Félags Alþýðuflokksins á tsa- firði undir forustu Finns Jóns- sonar hófu nú undirbúning að skipulegri uppbyggingu verka- iýðshreyfingarinnar á Vest- fjörðum. Á fundi i Baldri 31. okt. 1926, sem haldinn var í samkomusal Hjálpræðishers- inSjbar Finnur fram eftirfarandi tillögu:" Fundurinn samþykkir að kjósa þrlggja manna nefnd til að undirbúa og koma á stofn Verkalýðssambandi Vest- fjarða". Finnur Jónsson Tillagan var samþ. sam- hljóða og í nefndina voru kosn- ir: Finnur Jónsson, Halldór Ólafsson, múrari og Ingólfur Jónsson. Nefndin gekk ötullega til verks og 20. mars 1927 boðaði hún til stofnþings Verkalýðs- sambands Vestfjarða, og var þingið sett f Kaffistofu Templ- ara. Auk nefndarmanna sátu stofnþingið 12 fulltrúar og voru þeir frá þessum félögum: Jafn- aðarmannafélaginu á tsafirði, Vlf. Baldri, Sjómannafélagi fs- firðinga, Verkalýðsfélagi Hnffs- dælinga, Verkalýðsfélagi Bol- ungarvíkur og Verkalýðsf. Ún- undarfjarðar. Af þessum rótum er Alþýðu- samband Vestfjarða vaxið. Strax hóf Verkalýðssambandið ötult uppbyggingarstarf og snéri sér einkum að stofnun félaga og t.d. voru tvö verka- lýðsfélög stofnuð næstu vik- urnar fyrir atbeina sambands- ins, þau voru: Vlf. Alftfirðinga og Vlf. Patreksfjarðar. Hannibal Valdimarsson Fullyrða má, að engin sam- tök hefi dugað vestfirkri alþýðu til lands og sjávar betur í hags- muna- og framfarabaráttunni en Alþýðusamband Vestfjarða, sem jöfnum höndum hefir verið það afl, sem torfærunum ruddi úr leið og sú kjölfesta og líf- akkeri, sem treyst var á þegar veður gerðust válynd og öfug- sjóir og andbyr lokuðu flestum leiðum. Á stofnfundi A.S.V. var Ingólfur Jónason, bæjarstjóri á fsafirði, kosinn forseti sam- bandsins og gegndi hann því starfi tll ársins 1931 að Finnur Jónsson, síðar dómsmálaráð- herra, tók við og var hann for- seti A.S.V, tll ársins 1935. Það ár tók Hannibal Valdimarsson, sfðar félagsmálaráðherra, við forsetastarfi í A.S.V. og hafði það með höndum til ársins 1954, eða í 20 ár og hefir eng- inn verið forseti A.S.V. lengur. BJörgvin Sighvatsson, skóla- stjóri, tók við af Hannibal og gegndi starfinu til 1970, en það ár tók núv. forseti A.S.V. Pétur Sigurðsson, við embættinu. Björgvin Sighvatsson hefir gegnt trúnaðarstörfum á veg- um A.S.V. lengur en nokkur annar. Hann var starfsmaður A.S.V. f mörg ár í forsetatíð Hannibals og átti sæti í stjórn þess sem varaforseti í tvö kjör- Björgvin Sighve.tsson tfmabil eftir að hann lét af for- setastarfi þess. Allir forsetar A.S.V. að Ingólfi Jónssyni undanskildum hafa jafnframt verið formenn Vlf. Baldurs á ísafirði. Þegar nánar er gætt, er það engin tilvitjun heldur eðlileg nauð- syn. Verkalýðsfélagið Baldur hefir ætíð verið virkt og leið- andi afl innan verkalýðssam- takanna, ekki hvað síst á Vest- fjörðum. Vlf. Baldur hefir oft brotið ísinn og vísað veginn f kjaramálunum og verið hinum fámennari og máttarminni verkalýðsfélögum ómissandi verndarvættur og bakhjarl þegar til átaka hefir dregið varð- andi kjara- og kaupgjaldsmál- in. Aðal áhrifa af starfi sam- bandsins hafa fyrst og fremst gætt á vettvangi kaupgjalds og kjarabaráttunnar og hefur sam- bandið á margan hátt gegnt merkilegu og mikilvægu for- ustuhlutverki á liðnum áratug- um. Frá árinu 1949 að samband- inu tókst að koma á heildar- samningum um kaup og kjör landverkafólks, hefur einn heildarsamningur gilt milli verkalýðssamtakanna og at- vinnurekenda á Vestfjörðum. Samningar þessir hafa ým- ist verið gerðir í tengslum við samninga heildarsamtakanna um land allt og stöku sinnum að eigin frumkvæði verkalýðsfélaganna á Vest- fjörðum á vegum A.S.V. i árslok 1952 var gerður heildarsamningur um kaup og kjör háseta, matsveina og vél- stjóra á skipum sem veiðar stunda með línu, netum, botn- vörpu, dragnót og handfærum, við Útvegsmannafélag Vest- fjarða. Síðan hefur einnig giit einn samningur milli aðila um kjör sjómanna. Heildarsamningur við smá- bátaeigendafélögin á Vest- fjörðum, um kaup og kjör sjó- manna á bátum undir 30 rúml. hefurgilt hér síðan 1969. í samningnum um kaup og kjör sjómanna hafa vestfirskir sjómenn gegnt mikiivægu for- ustuhlutverki fyrir sjómanna- sfettina f heild og verið öðrum til fyrirmyndar. Það sem elnkum hefur ein- kennt allt starf A.S.V. er sú trausta samstaða, sem skapast hefur milli hinna einstöku sam- bandsfélaga á þessu dreifða félagssvæði, þar sem ógreitt er um samgöngur megin hluta ársins. Batnandi samgöngur síðari ár hafa gert samstarfið nánara og framlag félaganna Við óskum öllu starfsfólki okkar á sjó og landi, viðskiptavinum, svo og öllum Vestfirðingum, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, og þökkum viðskiptin á líðandi ári. Sinar(juð(jinnsson kfa. íshúsfél. Bolungorvíkur hi. Bnldur hf. — Röst hf. Við stóðumst'ékki freistinguna að stæla einn ostinn J þeirra og kölium .hann Hnetuost. • Hnetuostur er ábætisostur úr Maribó-, Gouda-, Óðalsosti og rjóma. Að ofan er hann þakínn valhnetukjörnum, að utan söxuðum hnetum^-^ ostur er veizlukostur ® ^ÍXlO***

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.