Skutull

Årgang

Skutull - 01.12.1977, Side 7

Skutull - 01.12.1977, Side 7
SKUTULL J varðandi samninga og viðræð- ur við atvinnurekenda mun meira en áður var unnt. Full- trúafundir sambandsfélag- anna hafa ávallt verið kallaðir saman þegar ákvarðanir í kaupgjaldsmálum eru teknar. A.S.V. hefur ásamt verkalýðs- félögunum á fsafirði rekið um nokkurt skeið skrifstofu á fsa- firði og annast hún í vaxandi mæli margvislegar fyrirgreiðsl- ur og upplýsingastarfsemi fyrir félögin á sambandssvæðinu. Við stofnun Iffeyrissjóða verkalýðsfélaganna, beitti A.S.V. sér fyrir samstöðu Vest- fjarðarfélaganna um stofnun sameiginlegs Iffeyrissjóðs kjördæmisins. Þetta frum- kvæði sambandsins varð til Pétur Sigurðsson, forseti A.S.V. og Guðm. Friðgeir Magnússon. þess að 12 aðildarfélög A.S.V. ásamt nokkrum öðrum stéttar- félögum stofnuðu „Lífeyrissjóð Vestfirðinga". Á vegum sambandsins og í samstarfi við félög og lands- sambönd eru nú í byggingu 11 orlofshús á friðlýstu leigulandi A.S.V. í Vatnsfirði á Barða- strönd. Gæfa vestfirsku heildarsam- takanna hefir verið sú, að póli- tfsk togstreita hefir aldrei að marki náð fótfestu innan þeirra. Þeir, sem ábyrgð hafa borið á verkalýðsfélögunum á Vestfjörðum hafa átt þann manndóm f ríkum mæli að meta meira baráttuna fyrir sam- eiginlegum hagsmunamálum alþýðunnar, en stundar ávinn- ing pólitískra bolabragða, sem undantekningarlaust hafa illt eitt í för með sér fyrir það fólk, sem allt á undir því, að það fái starfsfrið tll þess að vinna af heilindum og festu að baráttu- og hagsmunamálum alþýðunn- ar. Núverandi stjórn skipa. Pétur Sigurðsson forseti. Karvel Pálmason v. forseti. Guðmundur Magnússon, ritari Bjarni L. Gestsson gjaldkeri. Hörður Snorrason, meðstjórnandi. Óskum starfsfólki voru á sjó og landi og öörum viöskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með þakklæti fyrir líðandi ár. FROSTI HF. SÚÐAVfK Svipmyndir frá 23. þingi Alþýðusambands Vestfjarða. Ljósm: Hans Gústafsson. VERZUÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST OG KJÖRIN BEST HÚSGÖGN - TEPPI - RAFTÆKI Jón Loftsson hf Hringbraut 121, Reykjavík.sími 28600 I NODR(\ SKOÐIÐ VÖRUÚRVALIÐ - það er meira en yður grunar Tilkynning um útivisturtimo burnu og unglingu í kaupstöðum, kauptúnum og öðru slíku þéttbýli með 400 íbúa og fleiri mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 (8 á kvöldin) tímab. 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 22 (10 á kvöldin) 1. maí tii 1. sept., nema í fylgd með fullorðnum, aðstandendum eða umsjónarmönnum. Unglingar yngri en 15 ára mega á slíkum stöðum ekki vera á almannafæri eftir M. 22 (10 á kvöldin) tímabilið 1. september til 1. maí og eftir M. 23. (11 á kvöldin) 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, eða um sé að ræða beina heimferð frá skólaskemmtun, íþróttasamkomu eða frá annarri viðurkenndri æskulýðs- starfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir lög- legan útivistunartíma, önnur en heimfflutningur, er bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess, er þjónustu veitir. Handhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgjast með því, að ákvæði þessi séu haldin. Ungmennum yngri en 16 ára er óhedmiU aðgangur að dvöl á abnennum dansleikjum eftir M. 20, öðrum en sérstökum unglingaskemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum aðilum, sem til þess hafa Leyfi og háðar eru sérstöku eftirUti. Forstöðu- mönnum dausleikja er skylt að fylgjast með því að ákvæði þessi séu haldin, að viðlögðum sektum og eða missi leyfis til veitingahalds eða skemmtanahalds um lengri eða skemmri tíma. heir sem hafa forsjá eða foreldraráð barna og ung- menna skulu að viðlögðum sektum gæta þess, að ákvæði þessi séu ekki brotin. Þá má einnig beita sakhæf ung- menni viðurlögum fyrir brot á þessum ákvæðum. Barnavcrndarnefnd ísafjarðar (Útdráttur úr 44. gr. reglugerðar um vemd bama og ungmenna nr. 45/1970).

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.