Skutull

Árgangur

Skutull - 01.12.1977, Blaðsíða 8

Skutull - 01.12.1977, Blaðsíða 8
8 SKUTULL Jólaengillinn ^ÞÖRYGGI—ÞJÓNUSTA SÖLUAOILAR UM LAND ALLT FYRIR GOODrYEAR HJÓLBARÐA Á aðfangadag jóla kallaði guð á jólaengilinn. „Hvað á ég að gera?“ spurði engillinn. „Þú átt að fara niður á jörð- ina“, sagði guð,,, og koma þar til allra barna“. „Hvað á ég að segja þeim. eða hvað á ég að gera fyrir þau“. spurði engill- inn. „Þú átt að haga þér eftir ástæðunum', svaraði guð. „Þar sem þú sérð barn, sem hefir verið að gráta, átt þú að þurrka af því tárin. Þar sem þú sérð barn, sem er svangt, áttu að hafa áhrif á einhvern, svo hann gefi því að borða. Þar sem þú sérð barn, sem illa er til fara, átt þú að láta einhvern gefa því ný föt. Þar sem þú sérð barn, sem er óþægt, átt þú að gera það gott og glatt um jólln og skapa því löngun til að verða gott barn áfram. Hvar sem þú sérð að eitthvað er að, áttu að bæta það.“ „Ég skal gera mitt besta“„ sagði engillinn og lagði af stað til jarðarinnar. Hann kom niður á jörðina á aðfangadaginn. Það var kalt í veðri. - Engillinn kom fyrst að litlu húsi. Fyrir utan það flögr- uðu sultarlegir fuglar til og frá í leit að æti. Þeim var auðsýni- lega kalt og langsoltnir, en þeir fundu ekkert ætilegt. Engillinn leit inn um glugga og sá hvar lítil stúlka lék sér að brúðu og allskonar barnagullum. Hann horfði fast á hana, og eftir litla stund stóð hún á fætur, fór til mömmu sinnar og sagði: „Mamma, mér finnst endilega, að úti séu litlir fuglar, sem ekkert hafa að borða. En öllum á að líða vel á jólunum, er það ekki mamma? Ég ætla að fara út og vita“. ..Hvaða vitleysa er þetta barn“, sagði mamma hennar. „Þú deyrð úr kulda, ef þú ferð út í þennan nístinskulda". „Ég ætla bara að fleygja út dálitlu af korni handa litlu fugl- unum, því ég er viss um, að það eru svangir fuglar úti“. „Þú mátt það“, Magga mfn“ sagði móðir hennar. Og svo fleygði Magga litla nokkrum handfyllum af korni út í snjó- inn,- og fuglarnir þyrptust að og tíndu kornið í áfergju. Þá fór engillinn að öðru húsi, stóru og fínu, og leit þar inn um glugga. Skartbúin börn léku sér f einni stofunnl að dýrindis leikföngum. I annari stofu var fullorðna fólkið við gleði og glaum að skreyta stórt og fagurt jólatré,— en uppi í þakherberginu lá gömul kona, sem var veik og hrum. Hún var alein, og myrkur f kring um hana. Það var ekkert Ijós hjá henni, því hún var stein- blind, Engillinn horfði lengi á gömlu konuna og sá, hvað hún var að hugsa. Hún hugsaði um það, er hún var ung stúlka og gladdi sig við öll jólaljósin. Svo hugsaði hún um það, er hún var fullorðin kona og átti svolít- inn, Ijóshærðan dreng, sem henni þótti miklu vænna um en sjálfa sig. Hún hafði unnið fyrir honum, og vakað yfir honum þegar hann var veikur. Hann var nú orðinn stór og myndar- legur maður, vel efnaður, og húsbóndinn á þessu heimili. Og þessi gamla kona hugs- aði eins og barn. - Allt gamalt fólk gerir það. Engillinn sá, að tár komu fram f blindu augun. Hann fór að glugganum þar sem börnin léku sér inni. Hann horfði á þau fast og lengi. Allt í einu stóð lítil stúlka, sem hét Þóra, í höfuðið á gömlu kon- unni blindu, sem var amma hennar. „Ósköp er þetta skrítið", sagði hún við hin börnin. „Mér heyrðist einhver hvísla að mér: „Mundu eftir henni ömmu þinni". Og mér sýndist ég sjá mynd af ömmu minni um leið, og mér sýndist hún vera að gráta. Ég ætla að fara upp til hennar og vita hvernig henni líður". Síðan fór Þóra lilta upp til ömmu sinnar og öll börnin á eftir henni. „Hvað eigum við að gera þér til skemmtunar á jól- unum, amma mín?“ spurði Þóra. Gamla konan rétti fram vinnulúna höndina, magra og titrandi og alla með bláum rák- um, þreifaði á Þóru litlu og sagði: „Ég veit ekki, barnið mitt. Ég held mér þætti skemmtilegast, ef þið væruð hérna hjá mér svolitla stund og töiuðu við mig eða lékuð ykkur hérna inní hjá mér. Mér þykir svo skemmtilegt að hlusta á glaðværð barnanna“. Og Þóra gamla kyssti á handarbak nöfnu sinnar. Og það var eins og einhver hvíslaði því að öll- um börnunum, að þau skyldu fara þangað upp með leikföng- in sín, og eftir fáeinar mínútur var herbergi gömlu konunnar orðið fullt af jólaglingri og barnagleði. Og hún hafði ekki lengi lifað eins skemmtileg jól. Svo fór jólaengillinn hús úr húsi, bæ frá bæ og hafði áhrif á hugsanir og athafnir fólksins. Og jólaengillinn hélt för sinni áfram. Leið hans lá yfir fjöl- farna götu í stórri borg. Þá sá REYKJAVÍK: Hjólbarðaþjónusia Heklu H. Laugavegi 1 70—1 72, sími 28080. Gúmmívinnustofan, Skipholti 35, sími 31055. Sigurjón Gíslason, Laugavegi 1 71, sími 1 5508. BORGARNES: Guðsteinn Sigurjónsson, Kjartansgötu 12, sími 93-7395. ÓLAFSVÍK: Marís Gilsfjörð, bifreiðastjóri, sími 93-6283. GRUNDARFJÖRÐUR: Hjólbarðaverkstæði Grundarfjarðar, sími 93-8611. fSAFJÖRÐUR: Hjólbarðaverkstæði, Björns Guðmundssonar, sími 94-3501. HÚNAVATNSSÝSLA: Vélaverkstæðið Víðir, Víðidal. SAUÐÁRKRÓKUR: Vélsmiðjan Logi, simi 96-51 65. HOFSÓS: Bílaverkstæði Páls Magnússonar, sími 96-6380. SELFOSS: Gúmmivinnustofa K.Á., sími 99-1260. ÓLAFSFJÖRÐUR: Bílaverkstæðið Múlatindur, sími 96-62194 DALVÍK: Bílaverkstæði Dalvikur, sími 96-61122. AKUREYRI: Hjólbarðaþjónustan, Glerárgötu 34, sími 96-22840. EGILSSTAÐIR: Vélatækni S/F, sími 97-1455. SEYÐJSFJÖRÐUR: Jón Gunnþórsson, sími 97-2305 ESKIFJÖRÐUR: Bílaverkstæði Benna og Svenna, sími 97-6299. REYÐARFJÖRÐUR: Bifreiðaverkstæðið Lykill. sími 97-41 99. STÖÐVARFJÖRÐUR: Sveinn Ingimundarson, sími 97-5808. KIRKJUBÆJAR- KLAUSTUR: Bílaverkstæði, Gunnars Valdimarssonar. GRINDAVÍK: Hjólbarðaverkstæði Grindavíkur, sími 92-81 79. VESTMANNAEYJAR: Hjólbarðaverkstæði Guðna, v/Strandveg, sími 98-1414. HAFNARFJÖRÐUR: Hjólbarðaverkstæðið, Reykjavíkurvegi 56, sími 51 538. GARÐABÆR: HjólbarðaverkstæSið Nýbarðinn, sími 50606. hann tvo menn er sátu úti f kuldanum og voru að borða. -Þeir höfðu verið að grafa skurð og voru langt frá heimil- um sínum. Þeir ætluðu samt heim um kvöldið og voru nú að hvíla sig áður en lagt yrði af stað þá löngu leið. Þeir höfðu haft með sér brauðbita og kalt te á flösku og hresstu sig á þessu meðan þeir hvfldu sig. Það var auðséð að mennirnir voru dauðþreyttir og að þeim var kalt. Það var ekki notalegt að sitja úti f frosti og næðingi og drekka kalt te þegar maður er bæði sveittur og þreyttur eftir langan og lýjandi vinnu- dag. Það sló að mönnunum og þeir fóru að skjálfa. Öðrum þeirra, sem var grannleitur og gráhærður, fannst eins og hon- um væri að verða illt. Engllllnn svelf sundarkorn f loftlnu uppi yfir stóru fallegu húsi, sem var þar í grendinnl. Allt í einu stóð upp dreng- hnokki, sem var að leika sér á stofugóifi í fyrrnefndu húsi og sagðist muna eftir þvf, að hann hefði séð tvo verkamenn sitj- andi úti f kuldanum rétt áðan. Hann bað mömmu sfna að lofa sér að kalla á þá inn og gefa þeim eitthvað heitt. Svo hljóp hann út til mannanna, sem voru þar skammt frá og sagði þeim að koma með sér. Menn- irnir urði mjög undrandi, því þeir þekktu ekki fókið, en fóru samt inn og fengu þar ágæta hressingu. Svo fór úr þeim hrollurinn og eldri manninum fór strax að líða betur. Þeir þökkuðu fyrir sig og héldu af stað heimleiðis. Engillinn hét áfram þangað til hann kom að stóru húsi. Þar var allt uppljómað og stórt jóla- tré á mlðju gólfi með allskonar skrauti og fallegum hlutum. Þar voru smíðatól og allskyns verkfæri, bækur brúður, bflar, klukkur, sokkar og allt mögu- legt. Engillinn leit inn um gluggann og renndi augunum yfir gjafirnar, og gat talið þær á andartaki og lesið það, sem skrifað var á bögglana. Svo leit hann á barnahópinn og bar saman nöfnin á bögglunum við nöfn barnanna, - því hann vissi hvað þau hétu öll. Hann fann það þá, að það var engin gjöf hand einni iítilli stúlku, sem hér Begga f Gerði, - hún var dóttir fátækrar konu, sem var nýflutt í bæinn og þekkti þar engan. Engum hafði dottið í hug að láta neitt á jólatréð handa henni, en mamma henn- ar hafði gert það fyrir hana að fara með hana þangað. Póstur og sími, ísafirði óskar að taka á leigu eitt til tvö herbergi ásamt baði, til notkunar sem gistiherbergi. Upplýsingar veitir Umdæmisstjóri pósts og síma, ísafirði.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.