Skutull - 01.12.1977, Qupperneq 10
10
SKUTULL
Helgi Björnsson, Hnífsdal:
Minningarbrot úr
byggingarsögu Fossa
vatnsvirkjunarinnar
Ætluni er, að Orkubú Vestfjarða yfirtaki eignir og rekstur
Rafveitu ísafjarðar um n.k. áramót. Rafveita (safjarðar heyrir
því brátt sögunni til. Saga Rafveitunnar er margþætt og
merklieg. Þetta fyrirtæki hefir þjónað Isfirðingum vel þá
röska fjóra áratugi, sem það hefir starfað. Það hefir lagt
grundvöllinn að þvf trausta athafnalífi, sem hér hefir dafnað
og fært fólki hagsæld og öryggi. Rafveitan var byggð f
heimskreppunni miðrl.
Þeir, sem börðust mest fyrir framkvæmdinni voru for-
ráðamenn Alþýðuflokksins í bænum, traustir menn og
harðduglegir, sem trúðu á mátt og megin alþýðunnar og
félagslega samstöðu um lausn aðkallandi vandamála.
( augum peningafurstanna skorti (sfirðinga allt til að
ráðast f slfkt stórvirki sem Fossvatnsvirkjunln var á sfnum
tfma. En eitt sást þelm yfir, viljaþrek forystunnar, áhuga
almennings og harfylgi verkamanna, sem þarna unnu.
Fossvatnsvirkjunln tók til starfa 13. febr. 1937 og síðan
heflr R.f. malað (sfirðingum gull. En nú er hlutverki hennar
loklð. Ráðamenn bæjarfélagslns hafa tekið þá ákvðrðun að
láta Orkubúið taka við hlutverki Rafveitunnar, og taka við
þei(ri arflelfð.sem hún hefir skapað á llðnum árum. Vonandi
stuðla þau umsklpti að auknu öryggi Vestfirðlnga í orku-
málum. En við slfk þáttaskil vakna margar mlnningar f
hugum eldri borgaranna, ekki síst hjá þeim, sem unnu
hðrðum höndum við erflð skilyrði að fyrstu virkjunarfram-
kvæmdum. Einn þeirra, Helgi Björnsson, rifjar hér upp
minningarbrot frá þessum tíma:
Heimskreppan var í algleym-
ingi og atvinnuleysið herjaði í
Bandaríkjunum og Vestur—
Evrópu. Árin 1935 og 1936 var
einna þyngstískauti hjáiíslensk-
utn verkamönnum. Atvinnuleys-
ið var algjört, örbigðin var mikil.
Skortur og fátækt setti svip sinn
á alþýðuheimilin og margir
verkamenn áttu naumast til
hnífs og skeiðar. Þeir sem best
voru settir, fengu af og til ein-
hver snöp og þar sem verð
brýnustu nauðsynja var lágt, þá
björguðust flestir hjálparlaust.
(sfirsku kratarnir sögðu
þessu hörmungarástandi stríð
á hendur og vildu tryggja hverri
vinnufúsri hönd verkefni. Einna
harðast hafði atvinnuleysið
sorfið að Eyrhreppingum, og
áttu þeir fárra kosta völ til úr-
bóta, þar til þeir urðu aðnjót-
andi viðreisnarbaráttu kratanna
á (safirði, sem á þeim árum
gengu undir bolsanafninu en
ekki kallaðir hægri kratar þótt
slíkan stimpill fengju þeir síðar.
Kratarnir voru alls ráðandi í
bæjarstjórninni. Meirihlutinn
tók þá ákvörðun að hefja virkj-
unarframkvæmdir við Fossavatn
og byggingu stöðvarhúss í
Engidal. Að sjálfsögðu vakti
þetta harða gagnrýni og and-
stöðu ákveðinna afla í bænum,
einkum eigenda svonefnds Raf-
lýsingarfélags, en þeir áttu
gamla Bolendervél, 8 ha, og
töldu ástæðuiaust að leggja út í
milljónaævintýri í orkumálum,
slíkt væri hreinn óþarfi. Og af-
staða bankavaldsins og hand-
langara þess var áþekk. Þetta
voru hjáróma raddir, almenn-
ingur í bænum hafði áhuga á
málinu og fylgdi krötunum fast
að málum.
Flestir Hnífsdælingar voru
sama sinnis og Eyrarhreppur
gerðist aðili að málinu enda
þurfti hreppurinn ekkert fjár-
magn að leggja fram, en hann
átti vatnsréttindin og heimilaði
afnot þeirra og var það vel
sloppið, því hvaða gagn var að
slíkum orkugjafa án virkjunnar-
mannvirkja.
Guðmundur G. Hagalín
Áróðursmeistarinn.
Undirbúningur framkvæmd-
anna var tímafrekur og lögðu
forvígsmenn bæjarins mikið og
óeigingjarnt starf fram í þeim
efnum.
Fjöldi funda var haldinn um
málið og mikill og markviss á-
róður rekinn fyrir hagnýtingu
og hagkvæmni raforkunnar.
Þáttur Guðm. G. Hagalín, rit-
höfundar, í þeim efnum var ó-
metanlegur enda var hann allra
manna slyngastur í áróðri og
málafylgju og kom sér það oft
vel, þegar hann var að keyra
áfram ýmiss framfara— Og
hagsmunamál bæjarins. Sagt
var, að Guðm. Hagalín hefði
verið óvenju snemma á ferli
dag hvern vorið 1935. Lagði
hann þá leiðir sínar þangað,
sem fjölmennis var von. Þegar
hann rakst á einhvern á förnum
vegi sagði hann gjarnan: „Guð
gefi þér góðan daginn,-
gott er nú blessað veðrið. Ekki
vænti ég að megi bjóða þér í
nefið? og rétti um leið kýrhorn
eitt mikið fullt af neftóbaki að
viðmælenda sínum. „Heyrðu,
nú væri ekki amalegt að hafa
ódýrt rafmagn, ja - pú, en sú
blessuð blíða, já - bæði til suðu
og upphitunar, maður losnaði
þá alveg við bansetta reykjar-
svæluna og ekki eru nú kolin
aldeilis gefin frekar en fyrri dag-
inn, - eða hugsaðu þér, að
sleppa við allt sótið og kolaryk-
ið“.
Þannig var allra ráða neytt til að
vekja athygli og áhuga almenn-
ings á framkvæmdinni.
Meginhluti þess, sem snerti
framkvæmdastjórn, verksamn-
inga, lántökur innan lands og
utan hvíldi aðallega á herðum
Finns Jónssonar, sem þá var
þingmaður bæjarins, en F.J.
var harðduglegur og traustur
framkvæmdamaður, sem kom
miklu góðu til leiðar fyrir alþýðu
landsins. Þeir Finnur og Haga-
lín áttu drýgstan þáttinn i að
lyfta þeim Grettistökum í félags-
legum umbótum og atvinnu-
málum ísafjarðar, sem vöktu
hvað mesta athygli á ,,Rauða
bænum".
Framkvæmdir hefjast.
Snemma sumars var hafist
handa og öllum var Ijóst, að
nauðsynlegt var að allri úti-
vinnu yrði lokið áður en vetur
gengi í garð. Fyrst þurfti að
leggja veg fram að Engildals-
bænunum og að væntanlegu
stöðvarhúsi. Efnisflutningar
fram eftir og upp á fjallið gátu
ekki hafist fyrr en vegagerðinni
væri lokið.
Vegagerðin var fyrsta við-
fangsefnið. Verkamönnunum,
sem að henni unnu, var skipt í
þrjá hópa, álíka fjölmenna.
Finnur Jónsson
Verkstjóri var fyrir hverjum hópi.
Þeir voru Guðm. G. Kristjáns-
son, bæjarverkstjóri, Sigurjón
Sigurbjörnsson og Jón Jóns-
son, klæðskeri, allt saman á-
gætis menn. Mikill og góður
félagsandi ríkti í vinnu hópnum.
Reystur hafði verið mötu-
neytisskáli Fossavatnsmegin
við ána. Ráðskonan hafði sér-
herbergi í öðrum enda skálans.
Hinn hlutinn var matsalur og
eldhús.
Veðurguðirnir voru okkur hlið-
hollir og allt lék í lyndi.
f hlöðunni hans Péturs í
Engidal.
Enn vantaði svefnpláss fyrir
verkamennina. Var þá gripið til
þess ráðs að fá afnot af hlöðu
hjá Pétri í Engidal á meðan
uniiið var við smíði svefnskál-
anna. Þetta var hiaða með kjall-
ara. Hún var nú tjölduð innan
með hessíanstriga og settar þar
kojur, þrjár hæðir, með fram
veggjunum. Þetta var nú orðið
hið vistlegasta svefnpláss,
a.m.k. fannst mér og öðrum,
sem alist höfðum upp á moldar-
gólfi, að svo væri. Ég svaf í
efstu kojunni við vindaugað og
naut ég nægrar birtu og hreins
lofts. Oft var glatt á hjalla í
hlöðunni er allir voru sestir þar
að.
Vegalagningin gekk greið-
lega, enda mikill hugur í mönn-
um að komast sem fyrst upp að
Fossavatni, en þar beið aðal-
framkvæmdin, sem Ijúka þurfti
áður en vetraði.
Samið hafði verið við sænskt
verkfræðifyrirtæki um hönnun
og yfirstjórn verksins. Sænskur
verkfræðingur og frú hans voru
komin á vettvang. Þeim var
fengin dvalarstaður í gamla
Fossabænum. Frúin átti að
annast matseld fyrir þau, en
undi illa takmörkuðu grænmetis
úrvali, sem á boðstólum var og
taldi t.d. gróðurhúsatómata
hreint ómeti. Hún snéri ínnan
tíðar til síns heimalands.
Sænskur verkstjóri hafði á
hendi verkstjórn við Fossavatn-
ið. Hann hafði með sér hin forn-
eskjulegastu vinnutæki, allt
handverkfæri og hefi ég vart
séð vesaldarlegri tækjabúnað
hafðan við slíka stórfram-
kvæmd. Eitt nýtísku tæki kom
hann þó með, en það var
FERGUSSON—dráttarvél á
beltum, líklegast fyrsta farar-
tækið af þeirri tegund, sem til
landsins var flutt. Aðeins einn
maður, Ingimar Ólason, bíl-
stjóri, mátti stjórna slíkri undra-
vél, enda hafði hann bílstjórar-
próf frá kóngsins Kaupmanna-
höfn.
Vegagerðinni lauk brátt. Við,
sem aðeins höfðum minna
handskóflupróf, vorum þá
sendir heim meðan unnið væri
að nauðsynlegasta undirbún-
ingi á athafnarsvæðinu.
„Þá læt ég bara Hnífsdælínga
gera það“.
Eftirlitsmaður bæjarins með
verkinu var verkfræðingur.
Hann átti einnig að sjá um
flutning á öllu efni vegna stíflu-
Til jólagjafa:
ÍÞRÓTTAGALLAR Stærðir 22 - 40 verð frá kr. 5.900 til 7.180
ÍÞRÓTTAPEYSUR stærðir 22 - 38 verð frá kr. 1.060 til 2.020
ÍÞRÓTTASKÝLUR stærðlr 26 - 38 verð frá kr. 1.130 til 1.680
BORÐTENNISSPAÐAR 6 tegundir verð frá kr. 700 til 6.820
Hulstur fyrlr spaða, net, og fjórar tegundir af kúlum
SUNDSKÝLUR allar stærðir, margir litir, verð frá kr. 940 til 1.490
SUNDBOLIR allar stærðir, margir litir, verð frá kr. 2.250 til 3.160
MOONBOOTS kuldaskór stærðir 28 43 verð frá kr. 4.800 til 5.300
CABER skíðaskór barna stærðir frá 28 verð frá 8.400
Elnnig 10 aðrar tegundir af CABER skíðaskóm í stærðum frá 6 -13
FJÖIbreytt úrval af SKAÐAHÖNSKUM verð frá 2.430 til 5.260
Skíðahúfur, sokkar, stafir, bindlngar, töskur, íþróttaskór, eru
elnnig meðal jólagjafanna f sportvörudeildinni.
Bókav. Jónasar Tómassonar,
SPORTVÖRUDEILD