Skutull - 01.12.1977, Blaðsíða 13
SKUTULL
13
(Kafli úr sögu sem var lesin i barnatfma um ísafjörð á
laugardagsmorgni fyrr á þessu ári.)
Þetta var skrýtinnn dag-
ur.
Þegar ég kom heim úr
skólanum var Siggi frændi
kominn í heimsókn. Hann
er bróðir hennar mömmu.
Siggi frændi er sjómaður.
Þegar landlega er hjá hon-
um kemur hann oft í heim-
sókn. Þá situr hann stund-
um allan daginn inni í eld-
húsi og spjallar við okkur og
segir sögur. Siggi frændi er
afskaplega mikill vinur
minn. Þegar hann sá mig
kallaði hann til mín: „Nei,
komdu nú sæll, frændi.
Hvað segir skíðakappinn í
dag?“
„Ég segi lítið,“ svaraði ég.
„Ertu ekkert að keppa?“
spurði hann.
, Jú ég keppti í gær,“
„Hvernig gekk?“ spurði
hann þá. „Varstu ekki fyrst-
ur?“
„Nei,“ sagði ég. „Ég var
dæmdur úr leik.“
„Dæmdur úr leik,“ hróp-
aði Siggi. „Hvað á það nú
að þýða?“ „Þeir skulu nú
ekki lengi komast upp með
það.“
„Öryggið losnaði,“ sagði
ég-
„Losnaði öryggið?' Við
skulum athuga hvort ekki er
hægt að lagfæra það. Leyfðu
mér að sjá skíðin.“
Ég sótti skíðin og sýndi
honum. Þegar hann sá þau
sneri hann sér að mömmu
og sagði: „Heyrðu Dísa
mín. Við gerum strákinn
aldrei að íslandsmeistara
með því að láta hann renna
sér á svona drasli.“
Mamma svaraði:“ Þú
veist það Siggi að við erum
nýbúin að byggja og höfum
bara ekki ráð á að gefa hon-
um ný skíði í vetur.“ ,,En
góða besta,“ sagði Siggi.
Hví i ósköpunum hefurðu
ekki sagt mér að strákinn
vantaði skíði. Það væri það
minnsta fyrir alla kaffisop-
ana að ég hjálpaði stráknum
að eignast eitthvað undir
lappirnar.“
Þetta endaði svo á því að
við héldum niður í bæ. Þar
fórum við inn í búð þar sem
seld eru skíði og fleira. Þeg-
ar við komum inn í búðina
sagði Siggi: ,Jæja strákur,
hvaða skíði langar þig nú
mest í?“
Ég benti honum á skíðin,
sem ég hefði keypt ef ég
hefði verið búinn að safna
nóg. Hann tók þau upp og
skoðaði þau í krók og kring.
Svo sneri hann sér að af-
greiðslumanninum: „Er
þetta það besta sem þið haf-
ið?“ Afgreiðslumaðurinn
sagði að þessi skíði væru
nokkuð góð.
„Nokkuð góð,“ át Siggi
eftir. “En ekki það allra
besta?“
„Við höfum hérna önn-
ur,“ sagði maðurinn. “En
þau eru talsvert dýrari.“
„Ég var ekki að spyrja um
það,“ sagði Siggi. „Ég vil fá
það besta sem til er handa
svona puttaling.11
Ég var nú eiginlega ekk-
ert hrifinn af að vera kallað-
ur puttalingur. En hvað er
ekki hægt að fyrirgefa
manni, sem ætlar að gefa
manni ný skíði.
Allt það besta var tínt til.
Miklu betra en ég hafði
nokkurn tíma látið mig
dreyma um. Skíði, skór, ör-
yggi fyrir hæla og tær og
stafir. Kunningi Sigga,sem
kom með okkur gaf mér svo
árskort í lyftuna. Ég vissi
ekkert hvernig ég átti að
láta. Ég ætlaði ekki að trúa
því að ég ætti sjálfur þenn-
an útbúnað. Mig langaði til
að hoppa upp og arga. Ég
var næstum því farinn að
grenja. Mig langaði líka til
að hlaupa um hálsinn á
Sigga og kyssa hann um allt
andlitið. Strákar láta bara
ekki svoleiðis: Ég rétti Sigga
bara höndina og sagði:
„Takk fyrir.“
„Það var ekkert,“ sagði
Siggi. Nú verður þú bara að
um kvöldið sagði ég við
mömmu að ég ætiaði að
skreppa aðeins út.
„Vertu ekki lengi,“ svar-
aði hún.
Ég gekk þangað til ég var
kominn úr augsýn frá hús-
inu en tók þá sprettinn og
hljóp í einnu lotu lengst inn
i dal. Ég stansaði ekki fyrr
en ég var kominn svo langt
að ég var viss um að enginn
gat séð til mín eða heyrt. Þá
hoppaði ég tíu sinnum eins
hátt og ég gat og argaði um
leið svo undir tók í hlíðun-
um. Svo hljóp ég út af veg-
inum, prílaði upp á stóran
stein sem var þarna rétt hjá
og þeytti mér af honum út í
skafl sem var hinumegin við
hann. Ég stökk margsinnis
fram af steininum. Reyndi
að fara heljarstökk, bæði
aftur á bak og áfram. Þegar
ég hafði ærslast nóg, skokk-
aði ég heim í rólegheitum.
Siggi frændi sat einn inni
í eldhúsi þegar ég kom inn.
Ég gekk til hans, lagði hend-
urnar um hálsinn á honum
og sagði:
„Þakka þér fyrir skíðin,
Siggi. Þau eru miklu flottari
en það besta sem ég hef
þorað að láta mig langa í.“
„Þetta var ekkert, vinur,“
sagði Siggi. „Vertu bara
duglegur að æfa þig og læra
hvernig á að nota þetta. Það
verður enginn meistari út á
græjurnar. Það kostar vinnu
og aftur vinnu að verða góð-
ur. Æfing og meiri æfing.“
Þetta sagði Siggi. Og svo
sannarlega skal ég æfa mig.
Tilvalin og glæsileg jólagjöf:
Töfrasprotinn
BAMIX
Ótrúleg fjölhæfni
ÞEYTARI
GRÆNMETISKVÖRN
KAFFIKVÖRN
Allt í einu
litlu tæki
/////
straumur
Silfurgötu 5 sími 3321
Jólatilboð
15%lækkun á konfekti + 1 happdrættismiöi
meö hverjum kassa.
Sem sagt konfekt frá LJÓNINU í ár.
Minnum á næg bílastæði bak við búðina.
Timburverslunin Björk
Mánagötu 6 ísafirði — Sími 3063
Filmuplötur: 4 viðartegundir.
Loftaplötur..
Spónaplötur: 10,12,16 og 18 mm.
Loftplötur.
Olíusoðið Masónite: 15 mm.
Mótakrossviður 15 mm.
Gólfdúkar og lím.
★ ★ ★
Þakpappi.
Gosull: 2”, 3” og 4”.
Álpappír.
Vírlykkjur - Girði 1V«”
★ ★ ★
Speglar.
Frostmælar.
★ ★ ★
Topplyklasett.
Verkfærakassar.
★ ★ ★
Mikið og fjölbreytt úrval af verkfærum fyrir
járn- og trésmíöi.
tuua pig. J TTTTT..................
Þegar dimmt var orðið I 1111 I