Skutull - 01.12.1977, Qupperneq 18
18
SKUTULL
Námskeiðsbragur
Á meðan kennarafélag Vestjarða var og hét gekkst það fyrir
námskeiðum fyrir meðlimi sína. Þau voru vel sótt og á þeim
var mikið unnið og þar leiðbeindi hver öðrum, auk þess sem
fengnir voru að hinir færustu leiðbeinendur.
Tvennt einkenndi þessi námskeið: brennandi starfsáhugi og
græskulaus gleði. í hópi kennaranna voru margir mikilhæfir menn
og allir höfðu eitthvað jákvætt og skemmtilegt til málanna að
leggja og menn skemmtu sér konunglega.
Eitt slíkt kennaranámskeið var haldið í Reykjanesskóla dagana
3. - 13. júlí 1947. Eftirfarandi gamankvæði, sem Skutli barst
nýlega, flutti Sveinn Gunnlaugsson, Flateyri, ílokahófi mótsins:
I Reykjanesi gerðist margt, sem gladdi vora lund.
Geta skal í fáum stökum ögn um þennan fund.
„Paktuglega“ lifðum við í dýrð hvern dag og nótt,
en dæmalaust er hrömulegt, hvað stundin líður fljótt.
Þorleifur úr fornum skræðum fræði ýmiss gróf,
á fundi hverjum ræðu sína tígulega hóf,
upplýsandi, uppfræðandi, uppalandi í senn.
-Þeir eru skrambi færir þessir Stranda-galdramenn.
Þorleif léku illi hinir æðri í Reykjavík,
ýmiskonar doktorar og fleiri kljádýr slík,
því ætlar hann að særa upp draug og senda þeim í haust,
er sífellt riði húsum þeirra og kvelji endalaust.
Birni H. við týndum eina mæra morgunstund.
Mestu hryggð og ótta sló á flestara manna lund,
en Þorleifur með fornum kúnstum fann hann aftur þó,-
í framtalsskýrsludyngju sat Björn reykjandi og hló.
Friðrik vor og Ólafur oss gáfu grammatík
í geysilegum skömmtum, þeirra mennt var snjöll og rík.
Þeir veittu aldinn Eddubjór og yngri tíma sull.-
Atorka og viska þeirra reyndist klára gull.
Sigurður oss kenndi að stafa; barr og birr og kurr
og blása hí og sí og gí og að hvæsa urr.
Með ljúfmennsku hann kenndi oss um lögmál hljóða frönsk,
líka þýsk og ensk og frónsk, en minnist ekki á dönsk.
Þóroddur, sem ræður þessum mæta menntastað
er maður snjall, sem gluggað hefur vel í sitt og hvað;
hann ætlar sér með kennarana alla í grasaleit,
enda er háttur Norðlendinga að halda fé á beit.
Aðalsteinn tók að sér voða voldugt kennslustarf.
Virðulegan, feitan, lipran mann í verkið þarf.
Hann sendi menn í sjóðheitt vatn og síbrennandi eld.
„Setjið kraft í þetta - Hviss - hann drundi fram á kveld.
Á laugardaginn var hér alveg voða fjörugt ball.
Þeim varfærnari sýndist ganga úr hófi þetta rall.
Bændafrúrnar kveiktu eld í kennaranna sveit,
karlasálin grá og úfin varð þá ung og heit.
Ólafur og Friðrik þreyttu dansinn manna mest,
Maggi og Baldur sendu drósum blikkin skærst og flest.
Þorleifur og flestir hinir fóru kostum á.
Með fýlu inni í bóli Sveinn af hreinni öfund lá.
Af óró þjást hér ægilega yngissveinar tveir,
af ástarfuna í björtum loga sagt er standi þeir.
Inn með firði arka þeir, er aftann faðmar jörð,
eins og svangir gemlingar þeir mæna á Reykjafjörð.
Á síðkvöldum í meyjarbúrið Sveinn í laumi fer,
- svona menn um langanirnar aldrei neita sér.
Að eigin fyndni skrollir hann, svo aðrir heyra ei orð,
Það ætti ekki að hafa slíka karla innst við borð.
Til kirkju fóru kappar héðan kátir- sunnudag,
kotroskinn við stýrið Helgi sat með formannsbrag.
Ára skóku Ólafur úr Aðalvík og hann
ægisterki Guðmundur, sem þor í huga brann.
Baldur og hann Magnús sátu einnig undir ár.
Innri gleði ljómaði um hrausta drengja brár.
IVatnsfirðigat verið fleira gott en guðsorðið:
gullfrítt bros og rjóður vangi, gullfrítt vaxtarsnið.
Stafnbúinn á knerrinum var Kristján Hnífsdalströll,
hann kvartaði ekki grand, þó um hann ryki boðaföll,
með hörku og snerpu varði söxin, vísaði á leið,
var hinn sanni leiðarsteinn á þeirri fögru skeið.
Jóna var þar skipsjómfrú, ei vanta þvílíkt má,
varla jómfrúlausir fara heldri menn á sjá.
Skýlaust hlaut hún allra þarna eldheitt augnagot.
í eldri mönnum fjarska lengi duldist geta skot.
Ágúst karlinn gekk nú ekki í guðmóði þann dag,
girntist meira að fá sér heldur skemmtilegan „slag“,
með ,,laufasögn“ í huganum hann lötraði um gólf,
að lokum tældi hann Aðalstein og spilaði til tólf.
Ida kúrði heima í ró, en var þó ekki ein,
til aðstoðar og skemmtunar -‘ún hafði karlinn Svein,
því guðsorðinu framar mat sá maður kvennahjal.
Meira um þeirra samvist ekki nokkur fregna skal.
I boðhlaupinu tóku margir bragnar harðan sprett,
bröltu sumir líkt og kálfar, aðrir hlupu nett.
Frúrnar þrjár sér brugðu þarna bara á dilliskeið,
býsna margur hlaupagikkur ósigur þar beið.
Þorleifur skal öllu lyfta á sitt breiða bak,
byrði hans er orðin samtals voða „Grettistak“.
Eitt er þó, sem ætlar samt að ofþyngja honum þar,
Það er að rétta að fólki, er henta vissir pappírar.
Jóhann kom nú langsíðastur allra okkar hér.
Undra margt er það, sem mönnum farartálmi er.
Um Jóhann eru dæmin glögg og öllum alveg skýr,'
frá æðri menntun dvaldi manninn veslings doðakýr.
Halldór lætur flökkulýðnum fóður allt í té.
Feykilega glúrinn held ég maður þessi sé,
að eiga sífellt nóg til þess að ausa í þeirra hít,
með aðdáun og þakklæti ég títt á brytann lít.
En Halldór kann nú fleira en það að mata fjölda manns.
Músikkin er ekki síður verkahríngur hans;
hann meðhöndlar svo „nikkuna" að meyjar falla í trans
og mjúklega þær vagga sér í faðmi dansarans.
Þá er talið flest, sem hefur hent í okkar för,
sem hlátur mætti vekja og glesn og hreyfa brosi á vör.
Kærar þakkir fyrir hverja gleði og gamanstund.
Gæfan leiði okkur heil og glöð á næsta fund.
Sveinn Gunnlaugsson
Þeir, sem nafngreindir eru í kvæðinu eru:
Þorleifur Bjarnason, (saf., Björn H, Jónsson, ísaf., Friðrik Hjartar,
Ólafur Ólafsson, Þingeyri, Sigurður Sigurðsson, ísaf., Þór-
oddur Guðmundsson, Reykjarnesi, Ágúst Vigfússon, Bolvík., Að-
alsteinn Hallsson, Reykjarnesi, Magnús Sveinsson, Hesteyri, Bald-
ur Bjarnason, Vigur, Sveinn Gunnlaugsson, Flateyri Ida Péturs-
dóttir, Þingeyri, Ólafur Jónsson, SÍiðavík, Guðm. Bernharðsson,
Ingjaldssandi, Kristján Jónsson, Hnífsdal, Jóna K. Jónsdóttir,
Hnífsdal, Halldór Viglundsson, Reykjarnesi. Helgi Hannesson
ísafirði
Hraðfrystihúsið hl.
Hnífsdal
Öskar starfsfólki sínu
gleðilegra jóla
góðs og farsæls
komancíi árs.
Þakkar störfin
á líðandi ári.
Búðanes hf.
(SAFIRÐI
Á
Óskar skipverjum
og viðskiptaaðilum
gleðilegra jóla
og farsæls nýjárs.
Verka-
manna-
samband
A
Islands
sendir vestfirðingum
bestu
jóla- og nýársóskir.
Á
Óskum
starfsfólki voru
á sjó og landi
og öðrum
viðskiptavinum
gleðilegra jóla
og farsældar
á nýja árinu
með þakklæti
fyrir líðandi ár.
Torfnes hf.
ísafirði