Skutull

Årgang

Skutull - 01.12.1987, Side 9

Skutull - 01.12.1987, Side 9
SKUTULL 9 MB Karmöy kemur úr veiðiferð árið 1955. verður bakkippur komst í veið- arnar (kenna menn um þorsk- gengd). Friðgeir Höskuldsson rækjuskipstjóri á Drangsnesi telur að á fjörðunum við vestanverðan flóanna sé geysimikið magn af 2ja og 3ja ára þorski. Árið 1980 voru rækjubátar um 30 talsins í Húnaflóa. 1966fannst talsvert af rækju í Kollafirði, Skálmarfirði og Kerlingarfirði. þar var ekki veitt neitt fyrr en að bátar frá Brjánslæk byrjuðu á sl. hausti og veiddu þokkalega. 1970 hefst veiði á Eldeyjarmiðum sem hefur sum árin, gefið vel fyrir nokkur minni skip, en önnur ár lítið og jafnvel lakar vegna seiða- gengdar. Um 1968 hefjast veiðar út af Snæfellsnesi í Sandabrún og norður af Grundarfirði. Nokkuð góð veiði fékkst þar sum árin. Næstu 10 árin voru veiðar stund- aðar með sæmilegum árangri, en 1978 og eftir það í mörg ár voru engar veiðar stundaðar. í fyrstu bannaðar vegna þorskgengdar og upp úr því vegna þess hvað mörgum svæðum hafði verið lokað. Nú síðustu 3 árin eru stund- aðar rækjuveiðar frá Snæfells- höfnum og ganga þær bara þokkalega á þeim bátum sem þar hafa sérstök leyfi. Veiðarfærin Stór kippur kom í innfjarðar- rækjuveiðar í kringum 1969 með tilkomu 700 möskva trolla, stækkaðra hlera og aukningar á þyngslum veiðarfæra. Fyrstu rækjutrollunum (nót- unum) mátti halda undir annarri hendi. Pegar talað er um rækju- troll í dag hvað stærð snertir er nefnt hversu margir möskvar eru í hringum á belgnum, þar sem kílar og vængir enda. Það mætti kannski tala um 300 möskva, sem þá voru 30 mm og hlerar þá voru 45-50 kg. að þyngd. Lengd að pokaenda 6 metrar. Meðalstórt úthafstroll er nú 1600 möskva stórt. Þá tölum við um 36 mm möskva. Lengd frá höfuðlínu að pokaenda er ca. 50 metrar. Bobbingalengja undir því trolli vegur nálægt 2 tonnum, netið ca. 500 kg., línur og kúlur ca. 500 kg. allt gerir þetta um 3 tn. á landi. Hver hleri er svo a.m.k. 1,5 t. Ef við tökum dæmi um stærsta troll- ið t.d. á Hafþóri (frystitogaran- um) þá er það um 4000 möskvar og hver hleri um 2300 kg að þyngd og allt svo í hlutfalli við það. Allt fram til 1982 þótti mönn- um sem t.d. 250 t. skipin skiluðu ekki árangri miðað við smærri báta (30-100 lestir). Upp úr því fóru menn að stækka troll og hlera og fara um leið á dýpra vatn. Þá lét árangurinn á stærri skipunum ekki á sér standa. Hik- laust má telja að þau veiði 50% betur og að jafnaði því meira sem skipin eru stærri og veiðarfærin meiri. Við þetta hafa miðin út- víkkast mjög. Farið er nú að veiða rækju á allt að 400 föðm- um. Þegar rætt er um þróun rækju- veiðarfæra verður nafn Neta- gerðar Vestfjarða ofarlega í hugum manna. Ég vil geta þess að Guðmundur Sveinsson forstjóri Netagerðarinnar og Guðmundir í. Guðmundsson sameignar- maður hans, sem báðir eru látnir, áttu stærstan þátt í þeirri þróun á veiðarfærum sem orðið hefur. Á því sviði teljast þeir braut- ryðjendur. Úthafsveiðar Rannsóknarskipið Hafþór hóf leit að rækju á Djúpslóð 1966. Árangur varð lítill. 1967 var svo notuð stærri varpa við rannsóknir og fór nú árangur að koma í Ijós. 1969 fundust allgóð mið við Grímsey og Kolbeinsey. Haustið 1970 hóf Snorri Snorrason veiðar á 50 lesta báti m/b Sæþóri frá Dalvík og náði hann þegar árangri. Árið eftir fengu 10 bátar leyfi til úthafsveiða, komst afli þá í 570 tonn, þar af var Sæþór með tæpan helming aflans. Veiðar voru stundaðar á Kolbeins- og Grímseyjarsvæði, og var hann öllu skárri á Kolbeinseyjarsvæði. 1976 hófst víðtæk leit og var leitað á 4 skipum sem voru styrkt til þessara veiða, auk Hafþórs. Fannst nú víðar rækja en fyrr, t.d. í Húnaflóa — Reykjafjarðarál, Sporðagrunni og Norðurkanti frá Horni. 1977 bárust á land 900 tonn. 1978 fann rækjutogarinn Dal- borg þá á leigu hjá Hafrann- sóknarstofnun. miðin á Dhom og Strete banka. Þarna fékk Snorri Snorrason sjálfur góðan afla á Dalborgu um haustið. Allir vita svo hvernig íslend- ingar hafa verið flæmdur þaðan burt að stórum hluta. Þrautseigja Snorra Snorrasonar er eftirtektarvert brautryðjenda starf. Það er skemmst frá því að segja að ár frá ári hafa úthafs veiðar farið vaxandi og eru nú orðnar athyglisverður þáttur í atvinnusögu landsins. Á síðast- liðnum 5 árum hafa orðið miklar breytingar hvað við kemur veið- um. Rækjumið Uthafsmið. Enda þótt skip fari vítt og breitt um úthafsmiðin þá má segja að vestfirðingar og þau skip sem landað hafa á Vest- fjörðum hafa stundað norðurkant og miðin ANA af Homi. Norð- lendingar hafa hinsvegar verið meira miðsvæðis, t.d. við Kol- beinsey, Grímsey og útaf Sporða- grunni. Á sl. ári komust menn á góð mið ca. 30 mílur frá Grímsey á 200-230 f. og þaðan á því dýpi allt austur að Langanesi. Ékki var óalgengt að menn fengu 3-4 t. í hali allt upp í 6 t. Þessi rækja var hinsvegar nokkuð smá, jafnvel 300/400 stk. í kg. Síðastliðin 3-4 ár virðist rækjan hafa farið smækkandi t.d. ef talað er um vestur svæðið þá sást varla smárækja á því fyrir 4-5 árum, talan var þetta 160-220 en nú er algengt 220-240 stk/kg. Sporðagrunnssvæðið hefur alla tíð verið með blandaða rækju, svo að þar hefur ástandið lítið breyst. Enn er mjög stór og falleg rækja á Kolbeinseyjarsvæðinu. Fram á þennan dag hefur afl- inn á togtíma stöðugt aukist, er það að mestu leyti vegna þess hvað veiðarfæri hafa eflst og fleiri ný mið fundist á dýpra vatni. En að einu verðum við að gá og hugleiða, enginn kvóti hefur verið á úthafsrækju og eru þetta að verða einu veiðarnar sem svo er háttað. Má kannski segja að stjórnvöld hafi velt vanda þorsk- veiðikvótans yfir á rækjumiðin. Það hlýtur að koma að því að fjölgun skipa, sem nú er orðin geysimikil getur haft þær afleið- ingar að minni afrakstur verður á hvert skip. Því að enda þótt ekki sé hægt að útrýma rækju, þá er hægt að ofelta hana, það er að miðin fái ekki nægjanlega hvíld. Það er alkunna að hver blettur sem togað er á þarf 3-4 sólar- hringa hvíld eftir sólarhrings veiðar. Menn hafa leitt hugann að því að með þeirri togyfirferð á botn- inn sem hefur verið ódreginn frá öndverðu hafa. kannske skapast betri ætiskilyrði fyrir rækjuna á eftir, þar sem hún lifir á rotnandi jurta- og dýraleifum og mætti kannske hugsa sér að trollið auð- veldaði henni fæðuöflun. Bátar frá Húnaflóahöfnum, Siglufirði, Eyjafirði og Húsavík eru mikið þetta 50-70 tonna. Afli þeirra hefur verið á bilinu 4-7 tonn í 3 daga túr. Þeir hafa stundað grynnri slóðina, trollin hjá þessum minni bátum taka ca. 2-3 metra frá botni, á meðan þeir stóru ná allt upp í 12-15 metra opnun. Rannsóknir og stjómun veiða A síðastliðnum 20 árum hefur Hafrannsóknastofnunin sinnt rannsóknum á rækjuveiðum, eftir mætti, svo sem eins og fjárhags- geta og skipakostur hefur framast leyft. Rækjan hefur verið nokkuð erfitt viðfangsefni, þar sem hún er eitt af þeim sjávardýrum sem illa gengur að merkja. Eins og málin standa í dag í rækjurannsóknum þá telja fiski- fræðingar að um fjölmarga rækju- stofna sé að ræða hér við land, þótt þeir teljist til sömu tegundar. Þeir álíta að hver rækjustofn fyrir sig fylgi ákveðnum svæðum, t.d. sérstakur stofn í ísafjarðardjúpi, í Arnarfirði o.s.f.v. og eins á út- hafi, sérstakur í norðurkanti og Sléttugrunni o.s.f.v. Hins vegar telja þeir að um töluverðan lirfu- flutning sé að ræða á milli svæða. Klak heppnast misvel, en ekki er vitað hver orsakavldur þess er. Það má kannske segja það sama um aðra sjávardýrastofna. Vitað er að þorskgengd hefur mikil áhrif á tilvistarsvæði rækjunnar. Nú í sumar standa yfir umfangs- miklar stofnmælingar á ísa- fjarðardjúpi. Vænta fiskifræð- ingar sér góðs af þeim rannsókn- um til að skyggnast betur inn í hegðan rækjunnar. Það má segja að Hafrannsóknastofnun hafi ekki sleppt hendinni af rækju- veiðimönnum síðan 1960, síðan hefur þriðji aðili þ.e. Sjávar- útvegsráðuneytið blandast með auknum áhrifum ár frá ári inní málin. Myndast oft hin mesta togstreita milli sjómanna annars vegar og þessara ráðgefandi og ráðandi aðila hins vegar. Yinnsla rækju fyrr og nú Árið 1936 hófst rækjuvinnsla í Rækjuverksmiðju ísafjarðar sem sett var á laggirnar þá um vorið. Var hún í Suðurtanga, þar sem nú er H-prent. Var hún rekin á bæjarins vegum. Framkvæmda- stjóri var Gunnar Andrew, verk- stjóri Þórhallur Leósson og verkunarleiðbeinendur þeir Þor- valdur Guðmundsson sem kenndur hefur verið við Sfld og fisk og Tryggvi Jónsson í Ora. Árið 1938 ræðst svo Böðvar Sveinbjarnarson til starfa og fljót- lega til verkstjómar. öll rækja var handpilluð og skapaði mikla vinnu í bænum. Árið 1940 yfirtók Böðvar reksturinn og keypti ásamt nokkrum aðilum verk- smiðjuna og var hún til húsa á sama stað til ársins 1955, er hún Brautryðjandinn Simon Olsen ásamt Kristjáni Olsen við rækjuveiðar í apríl 1956.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.