Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 01.12.1987, Qupperneq 15

Skutull - 01.12.1987, Qupperneq 15
SKUTULL 15 Sigurður Pétursson: Þrjú hús - þrennir tímar Byggingarsaga Sjúkrahúss ísafjarðar ísfírðingar hafa átt þrjú sjúkrahús, sem hvert fyrir sig eru fulltrúar síns tíma. Byggingarsaga húsanna er einnig hver með sínum hætti, allt eftir aðstæðum og viðhorfum í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Fyrsta húsið var byggt fyrir framlög einstaklinga og fyrirtækja, á þeim tíma er umsvif hins opinbera voru í algeru lágmarki, og aíhafnafrelsið átti sitt blómaskeið, fyrir þá sem á því höfðu efni. Af næsta sjúkrahúsi „Gamla sjúkrahúsinu“ hefur stafað mestum Ijóma. Þá stjómuðu bænum jafnað- armenn sem álitu það skyldu sína að láta bæjarfélagið þjóna íbúunum á sviði félagsmála og atvinnumála; öllum jafnt. Sjúkrahúsið var eitt af fyrstu stórverkefnum Al- þýðuflokksmanna á fsafírði og verður ekki annað sagt en að það standi enn þann dag í dag, sem minnisvarði um stórhug og framfaravilja. Að síðustu er svo sjúkrahús það sem enn hefur ekki verið tekið í notkun nema að sáralitlu leyti. Það er reist á tímum, þegar ríkisvaldið hefur tekið að sér æ stærri hluta af sameiginlegum verkefnum þjóðfélags- ins. Um leið og það hefur gerst verða allir hagsmuna- aðilar og hópar í þjóðfélaginu að ota sínum tota - gegnum ýmsa fulltrúa, suma kosna, og aðra setta af pólitíkusum öflum - til þess að fjármagna aðkallandi verkefni. Vilmundur Jónsson og Kristín Ólafsdóttir í Kaupmannahöfn haustið 1919. Fyrsta sjúkrahús á ísafírði Fyrsta sjúkrahúsið var tekið í notkun árið 1897, og stendur enn að Mánagötu 5, og hefur þjónað sem elliheimili bæjarins um ára- tuga skeið. Fé til byggingar þessa húss kom úr sérstökum bvgg- ingarsjóði sem bæjarbúar og fíeiri aðilar gáfu til með frjálsum samskotum. Sparisjóður ísfirð- inga, sem þá starfaði, stofnaði sjóð þennan árið 1889, en spari- sjóðsstjórinn og héraðslæknirinn voru einmitt einn og sami maður, Þorvaldur Jónsson. Læknarnir hafa löngum verið öflugustu hvatamenn að bættri aðstöðu til lækninga og aðhlynningar sjúkra, svo sem von er. Þótt einstaka efnamenn í bænum létu renna álitlegar upphæðir í sjóðinn, munaði þó mestu er skoskir kaupsýslumenn gáfu til hans andvirði verslunarhúss, sem tekið var upp í skuld. Var sjóðurinn þá orðinn svo öflugur, að hann gat staðið undir byggingu sjúkrahúss og búnaði til þess, og átti þó afgang. Upphaflega var húsið byggt fyrir 9-10 sjúklinga, en smám saman þurfti að fjölga þeim, uns þar voru um og yfir 20 sjúklingar að jafnaði síðustu árin. Á fyrstu áratugum aldarinnar fjölgaði íbúum kaupstaðarins mjög, og algengara varð að veikt fólk úr nágrannabyggðum kæmi þangað til lækninga. Þá fór óðum fjöl- gandi sjómönnum, innlendum og erlendum, sem viðdvöl höfðu í höfn, eða leituðu lands vegna slysa og veikinda skipverja. Þörfin fyrir nýtt sjúkrahús varð því sífellt brýnni. Hugað að nýrri bygg'ngu Bæjarstjórn ísafjarðar hóf undirbúning að byggingu nýs sjúkrahúss árið 1919. Leitaði hún samstarfs við sýslufélag Norður- Isafjarðarsýslu um málið, og samþykkti sýslunefnd árið 1921 að taka þátt í byggingunni í félagi við kaupstaðinn. Þá lá fyrir upp- dráttur hússins, gerður af húsa- meistara ríkisins, Guðjóni Sam- úelssyni, og kostnaðaráætlun upp á 360 þús. krónur. Var leitað hófanna hjá fjárveitingavaldinu, en ekkert þokaðist þar um næstu tvö árin. Á þessum árum ríkti nokkur íhaldssemi í stjórnmálum og mikil aðhaldssemi í fjárveitingum og rekstri hins opinbera. Umbrota- tímar höfðu gengið yfir með heimsstyrjöldinni fyrri 1914-18, þegar vöruverð margfaldaðist, en slíkir menn voru vanir í þá daga, heldur gengu í lið með upp- rennandi alþýðuhreyfingu og tóku sér þar stöðu í fylkingar- brjósti. Þeir voru sannfærðir jafnaðarmenn, og fóru ekki leynt með þá skoðun, að þeir vildu umbreyta þjóðfélaginu og færa allt vald í stjórnmálum og at- vinnumálum í hendur fólksins. Vilmundur Jónsson var settur héraðslæknir á ísafirði árið 1917, og flutti þá hingað ásamt konu sinni Kristínu Olafsdóttur. sem einnig var læknir. Sumarið 1918 sigldu þau til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn og víðar, og kynnti Vilmundur sér meðal annars skurðlækningar. Em- bættinu var haldið opnu, og var hann skipaður í það eftir heim- komu sína haustið 1919. Héraðs- læknisembættið var eftirsótt, og þóttu ýmsir kallaðir til þess, meðal annars var safnað undir- skriftum til stuðnings Eiríki Kjerúlf sem var aðstoðarlæknir í bænum þá og lengi síðan. Þannig urðu einhverjir flokkadrættir með stuðningsmönnum um- sækjenda, eins og oft vill verða við svipaðar aðstæður, en Vil- mundur hreppti hnossið. Finnur Jónsson var gerður póstmeistari á ísafirði árið 1920, eftir að póstmeistarinn á ísafirði var ráðinn í embættið á Akureyri, þar sem Finnur hafði starfað. Má segja að ísfirðingar hafi ekki tapað á þeim skiptum. Finnur var kosinn formaður Verkalýðs- félagsins Baldurs árið 1921, og leiddi hann félagið næsta ára- tuginn og heldur betur. Ekki var að undra þótt íhalds- sömum öflum í bænum yrði órótt, er þessir ungu menn fluttu í bæinn, sem töldust skoðana- bræður hinna hræðilegu bolse- víka þar austur í Rússlandi. Það leið heldur ekki á löngu þar til róttæk öfl í bænum höfðu bundist samtökum og rekið íhaldsmenn fyrsta bæjarfélagið sem komst undir yfirráð Alþýðuflokksins. Sá meirihluti hélst um tveggja ára- tuga skeið, og er af honum mikil saga. Við skulum nú líta á einn veigamikinn kafla í þeirri sögu sjúkrahússmálið. Lagt á brattann Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1923, samþykkti meirihluti Alþýðuflokksins 10 þúsund króna framlag til nýs sjúkrahúss. Jafnframt var kostnaðaráætlun byggingarinnar endurskoðuð, vegna lækkandi verðlags, og var niðurstaðan nú 220 þús. krónur. Þess má geta að útsvarstekjur ársins 1922 voru 169 þús. krónur, en niðurstöðutölur reikn- inga bæjarins af öllum rekstri hans, þar með töldum rekstri gamla sjúkrahússins, var 362 þús. krónur þetta sama ár. Þegar bæjarstóm samþykkti að leggja fram fé til sjúkrahússins, brá svo við að bæjarfógeti Oddur G. Gíslason, - sem lögum sam- kvæmt var jafnframt oddviti bæjarstórnar, - úrskurðaði að sá liður áætlunarinnar skyldi niður falla. Þessu var harðlega mótmælt og málinu áfrýjað til stjómvalda, sem hnekkti þegar úrskurði odd- vitans. Úrtölumenn töldu hér í of mikið ráðist, en ineirihluta jafn- aðarmanna varð ekki haggað. Ríkisstyrkur fæst - en með skilyrðum Málið var nú flutt fyrir Alþingi, og þegar ljóst var að hugur fylgdi máli, samþykkti fjárveitinganefnd að mæla með 25 þúsund króna styrk til verksins á fjárlögum ársins 1924, svo verkið gæti hafist. Jafnframt var gert ráð fyrir því að sömu upphæð yrði veitt til verksins næstu tvö ár, þannig að hlutur ríkisins - alls 75 þúsund krónur - yrði þá greiddur. Þetta gekk eftir. Á þessum tíma var hlutur ríkisins í byggingu sjúkra- skýla og sjúkrahúsa þriðjungur á móti framlagi viðkomanda sveit- arfélaga. Hins vegar samþykkti Alþingi fjárveitinguna með því skilyrði að tryggt væri framlag kaupstaðarins og sýslunnar, og að þau ábyrgðust sameiginlega að verkið yrði fullnægjandi til lykta leitt. Við umræður um málið á Al- þingi urðu fáir til andmæla, en þó bar svo við að þingmaður Norður-ísafjarðarsýslu síra Sig- urður Stefáns í Vigur, taldi ráð- legra að fresta málinu, og greiða ríkisframlagið allt í einu, því hvorki bærinn né sýslan gætu að öðrum kosti staðið undir bygg- ingunni. Annað kom þó á daginn. Sýslunefnd - bæjarstjórn stekkur Aukasýslufundur Norður-fsa- fjarðarsýslu var kallaður saman er Alþingi hafði samþykkt fjár- veitinguna. Var hann haldinn að undirlagi bæjarstórnar og hafði héraðslæknirinn framsögu um málið. Lagði hann til að sýslu- nefndin útvegaði þegar einn hlut, 25 þús. krónur, svo ríkisframlagið fengist og hægt væri að hefja verkið. Sýslunefnd þótti ekki ástæða til að hraða málinu svo mjög, og ákvað að fresta því til aðalfundar á næsta ári. Leit nú ekki vel út með fram- haldið. Sjúkrahús ísafjarðar í tíð Vilmundar Jónssonar. í kjölfar þess varð mikil verð- hjöðnun, jafnt á afurðum lands- manna sem innflutningi. Margir vildu því bíða með allar stórar framkvæmdir þar til um hægðist. Ný öfl voru þó í sókn sem ekki vildu sætta sig við kyrrstöðu. Rauð bæjarstjóm Þá var það, að til ísafjarðar fluttust tveir ungir embættismenn sem ekki gengu sömu slóð og úr valdasessi í bæjarstjóm ísa- fjarðar. Forystumenn Alþýðu- flokksins, auk þeirra Vilmundar og Finns, voru séra Guðmundur Guðmundsson og Haraldur sonur hans, en einnig grónir borgarar eins og Jónas Tómasson tónskáld og bóksali, Magnús Ólafsson prentari og Jón H. Sigmundsson húsasmíðameistari, sem allir sátu í bæjarstórn. Jafnaðarmenn náðu meirihluta í bæjarstjórninni á ísa- firði veturinn 1921, og var það

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.