Skutull - 01.06.2007, Qupperneq 2
Skutull ■ málgagn Samfylkingarinnar í ísafjarðarbæ ■ 2. tbl. júní 2007
Það er verk að
vinna - jafnréttið
er enn langt undan
Jafnrétti á sér margar hliðar
og nœr hvarvetna sem litið er í
Norðvesturkjördœmi er langt í
land með að því sé náð. Það er
verk að vinna, hvort heidur
sem um er að rœða jafnrétti
kynjannu eða jafnrétti Vest-
fjarða og Norðurlands vestra
gagnvart þeim svæðum lands-
ins sem við bestar aðstœður
búa. Þvi þar hijótum við að
setja markið - að standa í
hvivetna jafnfœtis því sem best
gerist, jafnt í kynjajafnrétti
sem öðrum málum.
Samkvæmt skilgreiningu í
stefnumörkun jafnréttisráðherra
Norðurlandanna (www.nord-
en.org/pub/velfaerd/iamstalld-
het) þýðirjafnréttikynjannaað:
„...valdi og áhrifum er jafnt
skipt milli kvenna og karla,
konur og karlar hafa sömu rétt-
indi, skyldur og tækifæri á
öllum sviðum lífsins. Fullkom-
ið jafnrétti felur einnig í sér að
samfélagið er laust við kyn-
bundið ofbeldi."
Við eigum því miður ótrúlega
langt í land með að ná því jafn-
rétti sem þama er lýst. Konur
em til muna færri í sveitar-
stjórnum en karlar, engin kona
situr á Alþingi fyrir hönd kjör-
dæmisins okkar, örfáar konur eru
í stjómum fyrirtækja og fáar kon-
ur standa fyrir atvinnurekstri.
Jöfn réttindi og skyldur hefur lög-
gjafinn tryggt. En höfum við
jöfn tækifæri? Skýrslur Byggða-
stofnunar um lánafyrirgreiðslu
til karla annars vegar og kvenna
hins vegar segja allt sem segja
þarf í því efni.
í fyrmefndri stefnumörkun
segir einnig að við stöndum
frammi fyrir nýjum þáttum sem
bætast við hin hefðbundnu jafn-
réttissjónarmið. Þar á meðal
breytt viðhorf ungs fólks til
kynferðis og áhrif þess á tæki-
færi þeirra. Unga fólkið er ekki
tilbúið til gamaldags verka-
skiptingar né mun það sætta sig
við óútskýrðan launamun milli
kynja. Unga fólkið vill störf við
hæfí menntunar, góð laun og
góðar aðstæður fyrir flölskyldu-
líf. Unga fólkið sem hefur
menntast hefur val um hvort
það vinnur á Islandi eða er-
lendis. Því miður stendur valió
alltof oft um hvort starfsvett-
vangurinn er á höfuðborgar-
svæðinu eða útlöndum, ekki um
höfuðborgina eða Vestfírði eða
aðra staði á landsbyggðinni.
Unga, hæfileikaríka fólkinu eru
ekki skapaðar aðstæður til að
snúa heim. Þess vegna er ald-
urssamsetning samfélagsins
okkar óhagstæð, þess vegna
hlýtur okkur að fara fækkandi,
þess vegna hnignar samfélaginu
okkar og þess vegna snúa konur
sem gengið hafa menntaveginn,
sér frá landsbyggðinni til höf-
uðborgarsvæðisins. Við svo bú-
ið má ekki standa.
A meðan íbúar Vestfjarða og
Norðurlands vestra búa við jafn
mikið óöryggi og fábreytni í at-
vinnumálum, við óásættanlegar
samgöngur, við óásættanlegan
tæknilegan aðbúnað - svo fátt
eitt sé til tekið - þá er ekki von
til þess að kynjajafnrétti taki
stórstígum framförum.
Konur eru helmingur lands-
manna. Hærra hlutfall kvenna
hefur sótt sér menntun og það
hlutfall fer hækkandi. Konur
eiga að axla ábyrgð við mótum
samfélagsins okkar til jafns við
karlmenn.
Konur! Setjum okkur mark-
mið og stefnum þangað ótrauð-
ar. Við þurfum að móta atvinnu-
stefnu og krefjast tækifæra til að
njóta kunnáttu okkar á vinnu-
markaði. Við þurfum samfélag
þar sem konur og karlar hafa
jöfh tækifæri til menntunar, til
að nýta hæfileika sína og hæfni.
Samfélag þar sem unga fólkið
okkar getur haslað sér völl og
eldri borgarar njóta öryggis á
síðasta skeiði ævinnar
Það gerir enginn hlutina fyrir
okkur og þeir gerast ekki af
sjálfum sér.
Anna Kristín Gunnarsdóttir.
Orðin
pinakona
A dögunum var þing sett við
afskaplega hátíðlega athöfn.
Eg er þeirrar gerðar að bera
mikla virðingu fyrir gömlum
og góðum hefðum þannig að
þegar ég skrifaði undir dreng-
skaparheitið í Alþingishúsinu
fann ég til þeirrar ábyrgðar að
vera komin í þjónustu fólksins
í landinu.
Margt er skemmtilegt við nýja
vinnu. Þingmenn draga um
sæti, - og ég sagði í nýlegu við-
tali, að ég vildi helst sitja hjá
einhverjum sem lyktaði vel, því
ég væri svo viðkvæm fyrir
vondri lykt! Og viti menn -
Sessunautur minn er Kristján
Þór, kollegi úr sveitarstjómar-
pólitíkinni, bæjarstjóri fyrrver-
andi, samherji úr stjóm sam-
bands sveitarfélaga og flugu-
veiðimaður eins og ég. Það fer
á með okkur - enda bæði
y^arfdælingar.
Ég verð formaður samgöngu-
nefndar og sest í fjárlaganefnd
auk þess að vera varaformaður
þingflokks Samfylkingarinnar.
Þar sem ég sat í kirkjunni við
þingsetninguna varð mér hugs-
að til upphafsins þegar ég sem
unglingsstúlka fylgdist með
kjöri Vigdísar og kvennalisti og
kvennaframboð komu fram. Ég
fylgdist með þessum konum
stíga fram og var hver annarri
frambærilegri. Flottar og rök-
fastar sýndu þær að ekkert væri
konum ofvaxið - og á þeim tíma
var það ekki lítið mikilvægt.
Síðar gekk ég til liðs við
stjómmálin, innblásin af þeirri
trú að það væri rétt handan við
homið að leiðrétta launamun
kynjanna. Ég var þess fullviss
að ég gæti allt, alla vega jafnvel
- ef ekki betur en strákamir sem
þar mættu mér - og ég veit að
það viðhorf mitt mótaðist meðal
annars af frumkvöðlunum sem
ruddu brautina. Ekki bara Vig-
dísi og Kvennalistanum heldur
líka konum á borð við Bríeti
Bjarnhéðinsdóttur, Guðrúnu
Bjömsdóttur, Katrínu Magnús-
son og Þómnni Jónassen, sem
voru fyrstu fjórar konumar til
að vera kjömar inn af kvenna-
lista 1908 í borgarstjórn
Reykjavíkur. Og það eru auð-
vitað langtum fleiri konur,
frumkvöðlar og fyrirmyndir
sem hvöttu mig með fordæmi
sínu til að hasla mér völl og taka
þátt í að móta samfélagið.
Dropinn holar steininn - fyrir-
myndir skiptu máli þá, fyrir-
myndir skipta máli núna og
munu áfram skipta máli.
Það var hugljómun fyrir mig
sem feminista, að sjá þær saman
á landsfundi Samfylkingar,
Monu Sahlin, Helle Thoming
Smidt og Ingibjörgu Sólrúnu.
Konur með feminíska sýn á
samfélagið og það velferðar-
kerfi sem jafnaðarmenn berjast
ætíð fyrir.
Og nú erum við komin í ríkis-
stjóm sem við munum setja
okkar mark á næstu fjögur ár.
Samfylkingin sýndi það meðan
við stjómuðum borginni að það
er pólitískur vilji og þor sem
ræður hlutunum. Við höfðum
þann kjark sem þurfti til að
hækka laun lægst launuðu
kvennastéttanna þrátt fyrir spár
manna um að þjóðfélagið
myndi sporðreisast. Við eydd-
um biðlistum eftir leikskóla-
plássi í borginni og síðast en
ekki síst - markviss aðgerða-
áætlun var sett fram um að
minnka kynbundinn launamun.
Ég hélt jómfrúrræðuna mína
á Alþingi í umræðum um að-
gerðaáætlun í málefnum bama
og ungmenna sem Jóhanna
Sigurðardóttir mælti fyrir. Þar
er Unga Island Samfylkingar-
innar í öndvegi og margar til-
lögur sem bæta munu stöðu
barna og ungmenna. A haust-
þingi munu síðan líta dagsins
ljós ýmis frumvörp og tillögur
sem hafa jöfnuð og kvenfrelsi
að leiðarljósi. Ég er bjartsýn á
framhaldið, það er góður andi í
nýjum þingflokki og öll hlökk-
um við til að vinna í nýrri ríkis-
stjóm Samfylkingar og Sjálf-
stæðisflokks.
Steinunn Valdís Oskarsdóttir