Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.04.1967, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 03.04.1967, Blaðsíða 3
M&nudagii '* apríl löb7 Mánudagsblaðið 3 Kemur út á mánudögum. Verð kr. 10.00 í lausasölu. Áskrifenda- gjald kr. 325,00. Sími ritstjórnar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Bóndi er ekki bústóipi Eitt aí því, sem núverandi ríkisstjórn hefur alls ekki tekizt að hafa í hófi er verðlag á nauðsynja- vörum, aðallega matvörum. Samkvæmt útreikningi eru íslendingar launalægstir allra sé miðað við þessa vöru einungis. Verðlag á mat, fiski, kjöti og öðru, sem daglega er á borðum, er langt ofan gæða og langt út úr öllu samræmi miðað við annan varning. Það er nú svo komið, að íiskur í meðalfjöi- skyidu kostar næstum eins og kjöfréttur, súpur og allt annað venjulegt „meðlæti" kostar orðið himinháar upphæðir. ! heild má fullyrða, að kostnaður t.d. við kjötframleiðsiu, mjólk, osta o. fi. landbúnaðarvörur aimennt sé sáralítill. Bænd- ur kasta ekki miklu fé til að ala bústofn til siátrunar. I rauninni er bændastéttinni haldið uppi á heimskulegan og dýran hátt með styrkjum og nið- urgreiðslum. Þetta hefur í för með sér ákaflega ó- hagstæða framleiðslu og oft mjög dýra enda hef- ur það sýnt sig, að bóndinn er, þótt hagstofan telji aðeins í beinhörðum skildingum, miklu betur sett- ur hvað tekjur snertir en aðrar stéttir. Bændur leggja, almennt, lítið í menntun, hokra flestir sam- kvæmt gamla búhættinum, fá vélar og hagstæð- ustu lán til nær allra þarfa. Sú stefna hefur verið ríkjandi almennt, að íslenzki bóndinn í dag skip- aði sömu stöðu í bjóðfélaginu og hann gerði öld- um saman, allt fram að síðasta stríði. Því fer víðs fjarri. fslenzki bóndinn í dag er orðinn byrði á þjóðinni. Offramleiðsla og niðurgreiðslur til bænda er sá böggull, sem við drögumst með algjörlega að óþörfu. Ef þjóðfélagið í heild vili sfáliu sé; gott, verð- ur það að skipuleggja Iandbúnaðarstörf hér á landi, framleiða aðeins það, sem vlð síálfir þurf- um, en reyna ekki lenrrur þann skrípaleik, að selja landbúnaðarvörur út — langt fvrir neðan hálfvirðl, en borga svo sjálfir brúsann — í nið- urgreiðslum og óþörfum en ákaflega miklum styrkjum. Það hlvtur hver maður að sjá, að sú stefna sem nú ríkir er aðeins kostnaðarsamt brjálæði, sem þiéðin hefur engan veginn leng- ur efni á að halda uppi. Það hlýtur hver heil- vita maður að sjá, að útilokað er, að nokkur, nema þá bóndinn, hagnast á þeirri regin firru, að famleiða dýran varning og selja hann með afsláttarverði út um lönd. Afsökunin fræga, að um landkynninmi sé að ræða, kemur ekki tii mála. Það er kominn tími til, að bóndinn og þjéðin neri sér Ijést, að hann er ekki lengur bú- stólpi, heldur, ef svona heldur áfram, hreinn dragbítur í fjármálalífi þjóðarinnar. Því fyrr, sem bóndinn gerir sér þetta Ijóst, að haga seglum effir vindi, og bví fvrr, sem pólitíkusar okkar hafa bein í nefinu til að secria honum frá því, því betur vegnar þjóðinni í heild. SðLOBÖRN Mánudagsblaðið vantar söluböm, sem búa í úthverfunum. Blaðið verður sent til þeirra sem óska. MANUDAGSBLAÐID ‘/VVW/W/'/vvvv\w/u\\vvv\vvvvvvvvvvvvvvvvvvvw(Uvvvvvvyvvv\yvwwv\yvv^\vvvv\M^y^^ KAKALi SKRiFAR: hreins sagt Páskahelgin, dýr munaður — Hve lengi — Prestar græða — Sjónvarp og útvarp — Falsið og sjálfsblekking — Rússagildi og páskadans — Lögreglan kæmist í „bobba64 — Glæframennska eða fjallaferðir — Að ana í ófæru — Dýr björgun — Kerlingin og jöklagarparnir — Hver borgar — Skyttur verstar — Þáttur Slysavarnafélagsins Jæja, þá eru páskamir af- staðnir. íslendingar, almennt, komu aftur til daglegra starfa s.l. miðvikudag, þótt hátíðinni lyki í rauninni á mánudagskvöld. 1 heila fimm daga, hefur þjóðin, undantekningarlítið, setið og hvílt sig, iðkað sport, ferð- ast, hlaupið til útlanda í 10 —14 daga sólarferð og ýmis legt annað. Víða hafa verið keppnir í íþróttum og enn aðra leiki hafa menn fundið til að sleppa við helgislepj- una, prédikanir, söngva og fádæma guðsóttaiðkanir í hinum opinberu fjölmiðlun- artækjum, útvarpi og sjón- varpi. Er nú ekki tími til kom- inn að hið opinbera þ.e. rík- isstjórnin, fari að athuga sinn gang varðandi þessi löngu og dæmalausu frí, sem sjálf þjóðin tekur orðið, sem sjálfsagðan hlut í kringum jól og páska. Þjóðin eða Ieiðtogar hennar, ættu nú að vera orðnir klókir á því, að hvorki við né önnur velferð- arríki, höfum nokkur efni á að leggja niður öll störf nema þau nauðsynlegustu nær fimm daga; ekkert þjóð félag hefur slik efni , enda byggist þetta hátíðahald á gömlum merg, einmitt þegar engu máli skipti þjóðarbúið hvort vinna lá niðri í nokkra daga, en varð hinsvegar þörf tilbreyting í tilbreytingar- leysi þeirra tíma. Þá voru landbúnaðarstörfin aðalþátt- ur í lífi þjóðarinnar, fé al- mennt á gjöf og því sinnt, eins og nú, þótt svokallaðir helgidagar væru. 1 rauninni er það hvorki íslenzka kirkjan eða alvar- legri og meira metnar kristn ar stofnanir, sem viðurkenna skírdag, sem almennan frí- dag, helgan, og því síður svo kallaðan 2. í páskum eða 2. í jólum, og þá enn síður laug ardaginn í miðri páskahátíð. Þetta er einungis vel nýtt tækifæri til að „skapa“ frí- daga, nota þá afsökun að þessi laugardagur sé aðeins hálfur vinnudagur og mætti því sleppa honum að vild, ekki „brjóta sundur“ gaman ið. En strax á hádegi renn- ur upp helgislepjan, þessi viðurstyggilega hræsni, sem kitkjan berst fyrir að haldi áfram endalaust. Svo er þetta orðið mergsogið í sál þjóðarinnar, að verkalýðsleið togar fortelja að ekki myndi þýða í einni svipan að leggja þessa frídaga niður sem slíka vegna mótmæla verka- lýðsins. Ef við á nokkurn hátt vildum vera eins og aðrar þjóðir, austurs og vesturs, myndum við auðvitað leggja niður helgihald á skírdag, hinsvegar fella niður vinnu á föstudaginn langa, fella með öllu niður helgina á Iaugardeginum, og þá halda alla þá dansleiki og skemmt an, bíó, leikhús o. s. frv. sem bíða til mánudagsins þ. e. 2. í páskum, en halda svo fulla hvíld á sunnudeginum, páskaeggjadýrðinni. Almenn- ingur hefði þá tvo heila daga og algjöra hvíld, en mánu- daginn yrði svo almennt mætt til vinnu. Þannig hæf- ust tveir heilir veirkdagar, auk þess, að afleiðingar 2. í páskum yrðu ekki til vinnu tafar eða stöðvunar eins og nú. Svo ólíku máli skiptir um fólk, sem fer til útlanda, að slíkt er ekki til umræðu. Þar er á alheimsmælikvarða, miðað við veðráttu og lang- ar ferðir í fjarlæg lönd, al- gjör einkamál, en alls ekki viðkomandi þjóðarheildinni, enda mjög fá prósent, sem ræðst í slikar ferðir. Leiðtogar þjóðarinnar, um kúrkjuleiðtoga er vart að tala, verða að gera sér ljóst, að allt öðiru máli skiptir um almenna frídaga, eins og þessir eru, heldur en þótt nokkrir hópar fari í siglingu. Almennir frídagair þýða al- menna stöðvun þar sem henni er við komið. Hópferð ir til útlanda eða upp í f jöll skipta allt öðru máli, eru oftast aðeins bundnar ein- staklingum, máske félaga- samtökum, og þá einkafyrur- tækjum, sem sjálf ráða sín- um vinnutíma og fríi starfs- fólks síns. Við getum held- ekki lagt alla starfsemi niður á almennum matstöð- um eða annað slíkt. Hræsnin, sem þessu fylg- ir, jafnast á við hræsnina í vínlöggjöfinni og Rússagildi stúdenta. Þar drekka saman stúdentar, nýútskrifaðir, pilt ar og stúlkur, 99% undir 21 árs, og prófessorar. Mitt í páskahelginni okkar er leyft að leika dansmúsík á skemmtistöðum, en fárán- legt bann við að gestir dansi. Þetta er „heilbrigt“ sam- kvæmt helgislepjunni, eða „látið afskiptalaust“ eins og Iögregluyfirvaldið gerir varð andi Rússagildi. Hver mað- ur, sem nennti að kæra t.d. Rússagildin eða dansmúsík- ina, gæti komið viðkomandi aðilum og þá ekki sízt lög- reglunni og bindindissamtök- unum í hlálegan og mátuleg an bobba. En þar, sem fyrr, gildir þetta eindæma fyrir- bæri, sem ýmist kallast sjálfsblekking eða hræsni. ★ Jæja, svo er nú það. Ann- ars var þetta páskahret nok'kuð lærdómsríkt á marg- an hátt. Hér sást gjörla hver gæfumunurinn er þegar van- ir ferðamenn og glannar leggja í ferð. Leiðangrar Guðmundar Jónassonar og Úlfars Jauobsens áttu við erfiðleika að etja, en þeim lauk vel, enda þaulvanir menn, sem höfðu samflot, hjálpuðu þeim, sem vit höfðu á að sigla í kjölfar þeirra. Glannar urðu hinsvegar fyr- ir hrakningum, illa búnir og önuðu í vitleysur á smábíl- um og sköpuðu ekki annað en vandræði og tafir. Þakka má forsjóninni fremur en til tektum þeirra, sem í hraking um lentu, að ekki urðu slys né mannskaðar svo nokkru næmi. Sárast var þó að vita til þess, að nokkrir vanir ferðamenn skyldu ana áfjöll í tvísýnu og þrátt fyrir held- ur grimma veðurspá. Að vísu urðu engin slys þar, en ekki verður snúið við með það, að þar gat munað litlu, að illa færi, og mun það eitt hafa bjargað, að um vana menn var að ræða. Engu að síður fór svo, að flugvélar voru farnar að svipast um eftir þessum ferðagörpum og endanlega voru þeir sóttir í snjóhús á fjöllum uppi þar sem þeir hímdu, strandaðir eins og melrakkar í greni. Frægðar- ferð? Tja, hvad skal man Glæfraferð er ekki sama og dirfska, og sú stað- reynd, að gera varð út leið- angur að hremma þá af f jöll um, er ekki beint til eftir- breytni Allsnægtaþjóðfélag- ið lætur sig ekki enn muna um að gera út leiðangra til að bjarga slíkum hópum, sem ana út í óvissu en verða svo ósjálfbjarga. En kostn- aður fylgir því meiri kostn- aður en þeir, sem bjargað er, geta með góðu móti greitt. Hér er sko ekki verið að bjarga sjóhröktum mönnum, sem hlekkist á við skyldu- störf við að færa björg í bú. Hér er verið að bjarga sport fólki. Hér er um hin lands- frægu mannúðarstörf að ræða. Fyrir nokrum árum fór kerling ein, nær karlæg, ríðandi um óbyggðir á hesti sínum, blessuðum „vininum", sem „skildi“ kerlingarhróið og „hélt upp á“ hana, sem blíðan húsbónda. Þegar kerl- ing þurfti að sinna kalli nátt úrunnar og settist á hækjur sér, brá „vinurinn“ næsta ó- kunnuglega við og hljóp frá henni beint td byggða. Þeg- ar tekið var að undrast um kerlingu, var gerður út leið- angur og tók mannsöfnuð að finna hana og útgjöld nokk- ur. Við blöðin sagði sú lang förula kerling, að hún hyggð ist fara aðra ferð með „vini“ sínum. Því varð, sem betur fór, ekki af. Eitthvað þessu líkt fer sportmönnum nú til dags. Fjallagarpar villast, æða út I óvissu, leiðangrar, flugvél- ar og hópar leita að þeim dauðaleit við ærinn kostnað. Þegar þeir finnast, stæra þeir sig af „dirfsku“ sinni, eru kokrosknir yfir dugnaði sínum. Byssumenn, svokall- aðar rjúpnaskyttur helzt, fara í leiðangra, villast og eru fundnir með æmum kostnaði. Taka ber fram, að í þessum tveim afleitu til- fellum, er hlutur skyttn- anna margfalt verri, því heita má, að þar sé um al- gjöra fávita í ferðamennsku að ræða. Byssuglaðir bjálf- ar, Ula útbúnir í einu og öllu. Það er, því miður, allt- of sjaldan rætt um þessa hlið málsins, þegar um „giftusamlega björgun“ er Framhald á 4. &íðu. .WVVVVVVVVVXWVVVVVVVVVWVVVVVWVVWVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVWVVWVVVVVVVVWVVVVVvVVVVVVVVVVWVWWWWWWWVWVVVVVVVVVVVVVWVVVVVYY \ \ \ vVVVVWWVV.VVVWWWWVW vwv\\wvvvwvwwvwwwvvvvvvvvvvvvvvvwvvvvvvvvvvvvvvvvvvvwwwvvvxw

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.