Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.04.1967, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 03.04.1967, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 3. aprfl 1967 Alþingiskosningarnar Framhald af 1. síðu. tæknivæddasta þjóðféiagi heims ins. Hann heldujr því fram, að hjá miklum meirihluta banda- rísku þjóðarinnar séu menn í rauninni á góðum vegi að hætta að vera til sem sjálfstæðir ein- staklingar. I>eim er gjörsam- lega stjóirnað af hinum einföldu og barnalegu slagorðum, sem berast til þeirra með fjölmiðl- unartækjunum og móta viðhorf þeirra til allra hluta. Kvik- myndastjörnur og ofurmenni úr hasarblöðum verða hin miklu leiðarljós í lífinu. Með tilkomu sjónvapsins er klisjan meira að segja að nokkiru leyti að hætta að taka á sig form orðsins og farin að taka á sig form mynd- arinnar, því að það er ennþá fyrirhafnarminna að stara en hlusta. Fólk, sem mótast af fjölmiðlunartækjunum verður smám saman ein samlit hjörð, og hún verður meira og minna á andlegu stigi barnsins, slílsur verður einfaldleikinn á n viðbrögðum þessa fólks. Þróun in hefur nú um langan aldur stefnt í átt til algerrar múg- mennsku, til heims hinna lit- lausu vél'menna. 1 þessu sam- bandi skipta þjóðfélagsform á- kaflega Iitlu máli. Þetta gerist jafnt í einræðisríkjum og lýð- ræðisríkjum. Hryllingslýsingar í „Brave new World“ Huxleys eða „1984“ Orwells eiga ekkert ákaflega langt í land að verða að veruleika. Við erum öll að verða að salamöndrum Capeks og nashyrningar Ionescus, án þess að gera okkur grein fyrir þvi sjálf. Hið voðalega við klisj una er þetta, að hún heltekur án þess, að við vitum af því sjálf. Við erum orðin að robot- um áður en við vitum af. Einstaklingshyggjan hverfandi Þróun i þessa átt má greini- lega sjá hér á íslandi, þó hún sé enn ekki komin eins langt og víða erlendis. Ennþá eimir talsvert eftir af einstaklings- hyggju í okkur islendingum. Einstaklingshyggja er runnin okkur í merg og bein, svo að við notum eina klisjuna í við- bót. íslenzki sveitamaðurinn í gamla daga var rammur ein- staklingshyggjumaður, eins og glöggt má greina af kveðskap alþýðunnar og mörgu öðru. Það var löngum Islendingum tam- ast, að ganga sínar eigin götur án þess að líta til hægri eða vinstri eftir því hvað hinir væru að gera eða hvert þeir væru að fara. Það var ekki okk ar náttúra að vinna saman í hóp heldur að vera á móti, fara sínu fram, hæðast að því, sem hinir gerðu, ef menn þá höfðu nokkurn áhuga á því. Fáar þjóð ir munu hafa framleitt eins marga, ske'mmtilega og litríka sérvitringa og við islendingar. Ennþá efmir svolítið eftir af þessu, þó að slíku fólki fari nú ört fækkandi. Hinn slétti og felldi og leiðinlegi miðlungs maður er allstaðar farinn að vaða hér uppi. Auðvitað er það þéttbýlismenningin, iðnvæðing- in og fjölmiðlunartækin, sem eiga sinn mikla þátt í þessu. En kynslóðirnar, sem ólust upp við einstaklingshyggju, eru ekki alveg horfnar enn. En hvernig verður þetta um næstu alda- mót? Eg er hræddur um, að þá verði litlaus og leiðinleg þjóð í þessu landi og fátt um skemmtilega einstaklingshyggju menn. Hvað um kýmni? Eg hefi sterkan grun um, að kýmnigáfa íslenzku þjóðarinnar sé að fara forgörðutn. Islend- ingar áttu talsverða kýmnigáfu, oft beizka og illkvittna, en oft skemmtilega þó. Mér sýnist hún vera að hverfa sem óðast. Fjölda fólks hér á landi þykir það nú hámark kýmnigáfu að skæla sig í framan eða reka út úr sér tunguna og bara segja hí-hí, þetta er svo fyndið svo sniðugt og frumlegt. Og svo bara að hlægja, án þess að vera að hlægja að neinu sérstöku, það er líka svo sniðugt. „Jocu- larity without humour can be a very trying thing“ sagði gamli G. K. Chesterton, og hann vissi hvað hann söng. Hnignandi kýmnigáfa okkar ls- lendinga á líka eflaust sinn þátt í því, að menn eru hér á landi farnir að líta á mont öðrum augum en áður var. Hinn montni maður átti oft erfitt uppdráttar á Islandi áður fyrr. Islendingar voru viðkvæmir fyrir monti og hinn grobbni maður varð fyrir háði og að- kasti bæði á bak og brjóst. En þetta er allt að breytast. Is- lendingum er hætt að þykja mont og grobb hlægilegt. Þvert á móti stara þeir oft aðdáun- araugum á hinn montna. Mað- ur, sem hefur svona mikið álit á sjálfum sér, hlýtur að vera mikilmenni, hugsar fólk. Því stekkur ekki bros, en titrar af aðdáun. Montrassinn hér á is- landi er ekki lengur grínfígúra, hann er þvert á móti hetja dagsins. Múgmennska — Aga- leysj I fljótu bragði gæti svo virzt, að þjóðfélag nútímans, þjóðfé- lag múgmennsku og barnalegra slagorða, væri draumaland stjórnmálamannanna. Með fjöl- miðlunartækninni ætti það að vrera leikur einn að laga múg- inn í hendi sér, og leiða hann hvert, sem vera skal. Kunstin ætti bara að vera sú, að endur- taka sömu einföldu slagorðin nógu oft. En, engu að síður, er staðreyndin sú, að þetta hefur að miklu leyti mistekizt. Áhuga leysi almennings, og þá ekki sízt ungu kynslóðarinnar, um stjórnmál, er fyrirbæri, sem vakið hefur athygli um mikinn hluta heims hinn síðasta ára- tug. Þar hafa menn sö'mu sög- una að segja í Bretlandi, Frakk landi, Bandaríkjunum, Þýzka- landi og Norðurlöndum. Mikill hluti kjósenda fer ekki á kjör- stað, nema hann sé rekinn þang að með gaddasvipum. Þrátt fyr ir háþróuð smalamennskuappa- röt stjórnmálaflokkanna er það að verða æ erfiðara að fá kjós- endur til að koma og kjósa. Vestur-Þjóðverji sagði mér í fyrrasumar, að þar í landi myndi ekki nema u. þ. b. 40% kjósenda neyta atkvæðisréttar síns ef þeúr væru ekki hrein- Iega teymdir á kjörstað. Og í gömlu kommúnistarikjunum virðist þróunin vera eitthvað svipuð. Stjórnmálaáhuginn fer þar sídvínandi. Kunnugir menn í Sovétiríkjunum segja, að mikill hluti rússneska æskulýðsins í dag vilji ekki heyra minnzt á pólitík og yppti bara öxlum, ef minnzt er á slíkt. Þetta fólk hefur engan áhuga á kommún- isma, en reyndar ekki á and- kommúnisma heldur, því það er bara hundleitt á allri pólitík. Þetta virðist öðruvísi í Kína, en þar er líka kommúnismi nýrri af nálinni. Það er ósköp hætt við því, að eftir svo sem ald- arfjórðung verði þetta orðið svipað þar eystra. Klaufaskapur Hvað veldur því, að hinar á- hrifagjörnu og grunnfærnu múgsálir nútímans skuli ekki verða auðveld bráð stjórnmála- manna? Hversvegna logar ekki múgmennskuþjóðfélagið af póli tísku ofstæki? Hversvegna get- ur hinn húmorlausi lýður jafn- vel hlegið að stjórnmálum? Eg held að þetta stafi að miklu lcyti hreinlega af klaufa skap " -*málamannanna um heim Þeir hafa staðnað í baráltuaðferðum, sem alls ekki eiga við lengur. Þeir hafa ekki haft lag á þvi að virkja krafta múgmennskunnar í sína þágu. Ekki er þetta af því að þeir séu móralskir eða bá vanti viljann til slíkra hluta. Öðru nær. En beir hafa ekki kunnað lagið, hið rétta lag, á hópsál- unum. Þeir hafa ekki kunnað að nota hinn óstjórnlega frum- stæða kraft, sem í múgmennsk- unni fclst. Sá kraftur er ofsa- legur, við þurfum ekki annað en liorfa á bítlahóp í æsingi til að sjá það. Hann gefur frum- krafti villimanna á steinöldinni eða galdrabrennumanna í trú- arbrjálsemi ekkert cftir. En í hópi stjórnmálamanna 20. ald- ar hafa fáir kunnað að virkja þessa krafta inn á sínar braut- ir. Sennilega eru það Hitler, Göbbels og Mao. Eg sá nazist- iska fjöldafundi í Þýzkalandi, og um sumt minntu þeir átak- anlega á bítlasamkomu nútím- ans þó aginn væri meiri. Og hugsunarráttur sumra ungnaz- ista minnti mjög á bítlahugar- far nútfmans. Fáein einföld slagorð, klisjur, tilfærð hróp og köll, stjarfir andlitsdrættir, augu, sem störðu í aðdáunar- leiðslu. Tvítug nazistastúlka sagði við mig í fúlustu alvöru: „Pólitík ist ja suhiksal“ án þess að blikna eða blána. En stjórnmálamenn nútímans hafa ekki sama lag á sínu fólki og Göbbels. Það eru aðrir aðilar, sem hafa orðið beim snjallari í að virkja hina frumstæðu krafta, sem í æskulýðnum búa. Hverjir ná vinsældum? Hér er sennilega skemmtana- iðnaðurinn fremstur. Hann hef- ur kunnað á æskulýðinn. Stjórn málamennirnir gætu ýmislegt lært af „tenagers Iove“, þó að mórallinn bar sé eins og hann er. Og kvikmyndailnaðurinn og hljómplötuiðnaðurinn hefur kunnað þetta líka. Og svo has- arblöðin. Hetjur unga fólksins núna eru ekki stjórnmálamenn, heldur kvikmyndadísir, dægur- lagasöngvarar og bítlar. Þarna hefur verið heldur betur leikið á stjórnmálamennina og þeim getur reynzt erfitt að ná sér á strik. í flestum löndum heims í dag, finnst unga fólkinu stjórnmál vera eitthvað leiðin- legt og ósköp alvarlegt. Hvaða stjómmálamaður á Islandi í dag kemst í vinsældum í hálf- kvisti við bítlasöngvara, trommuleikara og jafnvel sjoppueigendur? Það eru aðrir en stjórnmálamenn, sem hafa kunnað að nota sér orku hinna ungu múgsálna nútímans. Og Framrald af 3. síðu. að ræða. Hún gleymist í gleð inni þegar delikventinn er fundinn, heill á húfi. Vitanlega er alltaf um villumöguleika að ræða, um- hleypisama veðráttu, skyndi- storm og óvænta snjókomu. Hinsvegar er alltof oft um það að ræða, að hreint at- hugunarleysi, hrein glæfra- og æfintýramennska er öllu ráðandi þegar lagt er í slík- ar ferðir, og þar er eftirleik- urinn erfiðastur, dýrastur og stundum afdrifaríkast- ur. Björgunarsveitir okkar, skipaður ágætum mönnum, hafa ærin verkefni, þótt glönnum líðist ekki átölu- laust að ana í ófæru til þess ég held, að við megum vera þakklát fyair þetta. Það er held ur óhugnanleg tilhugsun, að hugsa sér bítilæðið virkjað í þágu stjórnmálaflokka. Auðvit að myndu sumir stjórnmála- menn ekki ^víla fyrir sér að gera það, ef þeir kynnu á því lagið. En ég held, að þetta ger- ist varla á næstu árum, hvað sem siðar verður. Og, þrátt fyr ir allt, hafa þessi mistök orðið til að halda stjórnmálunum á skárra plani en ella mundi. Og meðan orka unga fólksins fer í skemtanalífið, ástir og söng, sleppa stjórnmálin sæmilega. Þegar bítlarnir vilja fara að frelsa heiminn lýzt mér ekki á blikuna. (Firamhald). AJAX. eins að verða bjargað á ofan greindan hátt með land- og loftliði. Það er Slysavarnafélagsins að beina því til væntanlegra ferðamanna hvort heldur á fjöllum eða bara á venju- legu haustskytteríi — rjúpna veiðum — að búa sig, hafa öll tæki og hætta glanna- skapnum — eða vera borg- unarmenn fyrir útgjöldum, sannist að engu sé um að kenna villu þeirra en frá- munalegu kæruleysi. Þá myndi draga úr þessum „dirfskuferðum“, sem í raun eru ekki annað en óábyrg æfintýramennska af verstu og ómerkilegustu tegund. Auglýsing um áburðarverð 1967 HeildsöluverS íyrir hverja smálest eftiftalinna áburðartegunda er kveðið þannig fyrir árið 1967: a- Kjarni 33,5% N Blandaður túnáburður 22-11-11 Þrífosfat 45% P2 05 Kalí klórsúrt 50% K20 Kalí brennisteinssúrt 50% K20 Blandaður garðáburður 9-14-14 Kalksaltpétur 15,5% N Tröllamjöl 20,5% N Við skipshlið á ýmsum höfnum umhverfis land Kr. 4.060,00 — 4.000,00 — 3.620,00 — 2.220,00 — 3.100,00 — 3.300,00 — 2.260,00 — 4.620,00 Afgreitt á bíla í Gufunesi Kr. 4.120,00 — 4.100,00 — 3.720,00 — 2.320,00 — 3.200,00 — 3.400,00 — 2.360,00 — 4.720,00 Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið í ofangreindum verðum fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. — Uppskipunar- og af- hendingargjald er hins vegar innifalið í ofangreindum verðum fyrir áburð, sem afgreiddur ei á bíla íGufunesi. ABURÐARSALA RÍKISINS — ABURBARVERKSMIÐIAN H.F. FuSitriía — og sölustörf HANDBÆKUR H.F. óska að ráða til staría í byrjun aprílmánaðar nokkra unga menn til fulltrúa- og sölustarfa í Reykjavík og nágrenni. Æskilegur aldur umsækjenda er frá 21— 35 ára og nauðsynlegt er að nokkur ensku- kunnátta sé fyrir hendi. Þeir sem ráðnir verða munu sitja í upp- hafi námskeið í sölufræði og markaðsfræði til undirbúnings þessu starfi. Hér er um að ræða starf er býður upp á góða tekjumöguleika fyrir þá menn sem opnir eru fyrir nýjungum varðandi sölu- fræði og sölutækni og hafa áhuga á að starfa að sjálfstæðu kynningar- og sölu- starfi. Einnig er þetta góð reynsla og undir- búningur þeim, er hyggjast halda áfram að kynna sér sölufræði. Upplýsingar um þessi störf verða veittar í síma 19-400 í dag og næstu daga frá kl. 13 til 18. Handbækur hf. Blaða- og bókaútgáfa — Bóksala. Tjarnargötu 14 — Reykjavík. P.O. Box 268 — Sími 19-400. KAKALI *

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.