Mánudagsblaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 2
2
Mánudagsblaðið
Mánudagur 1. mal 1967
Jónas Jónsson frá Hriflu:
Þingvellir gleymast?
Þingvellir héldu sinni fornu
frægð allar aldir þar til eldar
og móðuharðindin höfðu nálega
lagt landið og frægasta helgi-
staðinn í eyði. Það varð þó ekki
og þjóðin vaknaði við rödd
Baldvins Skagfirðings sem gaf
út vakningarrit til að vekja
þjóðina til betra lífs.
Síðan héldu Jón Sigurðsson
og hetjur hans hvern vakning-
arfundinn af öðrum á Þingvöll-
um. Síðar komu Benedikt
Sveinsson, Bjarni frá Vogi og
Benedikt Sveinsson yngri og
héldu þar nýja frelsisfundi þeg-
ar byrjað var að undirbúa nýja
lýðveldismyndun. I hugum þess
ara manna var Þingvöllur þjóð-
helgur staður og þann veg hef-
ur þorri landsmanna litið á
þann stað og talið völlinn og
sögu hans til helgidóma.
Þegar skilnaðarmálið var svo
að segja komið í höfn, var Þing
völlur svo að segja orðinn eyði-
byggð, vanrækt af því mann-
féíagi sem átti helgistaðnum
þó ómetanlega mikið að þakka.
Enn kom ný vakning. Ung-
mennafélögin vöktu marga til
áhuga og umhyggju um helgi-
staðinn Þingvelli. Byrjað var að
ræða um friðun staðarins og að
lýsa í annað sinn þjóðhelgi
hans. Gáfaður og viljafastur
Húnvetningur, Guðmundur
Davíðsson kennari í Reykjavík
varð forgöngumaður í baráttu
fyrir verndun Þingvalla: Guð-
mundur hafði kynnt sér þjóð-
garða erlendis. Hann sá að hér
mátti styrkja baráttumál ung-
mennafélaganna með því að
sameina þjóðlega helgi staðar-
ins við algera náttúruvemd.
Þetta var vinsæl hugmynd og
þegar Tr. Þórhallsson hóf máls
á þingi 1925 um’að vel færi á
að minnast þúsund ára afmælis
Alþingis með almennri þjóðhá-
tíð á Þingvöllum. Hugmyndin
var samþykkt. Allir þingflokkar
kusu ópólitíska menn í þjóð-
lega áhugamannanefnd til að
starfa í fjögur ár launalaust að
undirbúningi málsins Samstarf
nefndarmanna var hið bezta
bæði við undirbúning og sjálf
hátíðahöldin. Er þessi hátið ó-
gleymanlegur sigur fyrir alla
þjóðina. Þingvöllur, þýðing hans
og saga felld yfir hversdagsleg-
ar deilur. Þá var friðað hið
mikla land milli Almannagjár
og Hrafnagjár norður til fjalla.
Guðmundur varð fyrsti forstjóri
þjóðgarðsins og gætti hans með
an heilsa og orka leyfðu líkt og
árvakur gjaldkeri gætir sjóða
sem honum er trúað fyrir.
Jafnframt friðuninni kaus
þingið fámenna nefnd úr þing-
flokkunum. Kauplaust skyldu
þeir starfa í þessari nefnd eitt
kjörtímabil í senn. Þingmenn
s'kyldu skipa þessa nefnd til að
tryggja tengslin við Alþingi hið
forna og nútímans og sögu
þess. Miklar verklegar fram-
kvæmdir voru gerðar á Þing-
völlum á þessu tímabili einkum
í sambandi við hátíðina. Þar
hefur síðan þótt lítt aðhafzt, en
fyrst er að minnast þess sem
vel er gert. Aiþingi veiti all-
mikið fé í sambandi við hátíð-
ina til að prýða og bæta stað-
inn bæði til dvalar og hátíða-
haldanna. Fyrir verklegu fram-
kvæmdunum stóðu þrír þjóð-
kunnir menn, Guðjón Samúels-
son húsameistari hafði mest á-
hrif á skipulag staðarins og
alla húsagerð. Geir Zoega vega
málastjóri sá um brúargerð og
jarðrask. Hann átti og með
húsameistara mikinn þátt í
skipulagi staðarins. Hann hafði
við höndina afbragðs verkstjóra
Jónas bónda í Stardal. Hann
hefur í mannsaldur stýrt mest-
allri vegagerð á þessum slóð-
um.
Vellirnir voru sundurtættir af
þúsund ára skipulagslausri um-
ferð um sléttumar. Jónas í
Stardal endurfæddi vellina eins
og þeir áttu skilið en mikið efni
þurfti að sækja langar leiðir
til að græða sárin. Mikið af
gamalli og ónýtri síld frá höfn-
um við Faxaflóa gera nú Þing-
velli æskuprúðan helgistað sum
ar eftir sumar og ár eftir ár.
Þingvallanefnd leitaði til
tveggja sögufræðinga um hvar
mætti reisa mannabyggð á Þing
völlum. Hafa dugandi menn í
POIVTCJÍABLISTI
BÓKAMENN
Nú eru síðustu forvöð að eignast eftirtalin rit á hagstæðu verði.
Sum þeirra eru að verða uppseld, en önnur á þrotum í gamla
og ódýra bandinu.
Klippið auglýsinguna úr blaðinu, krossið við þær bækur, sem
þér viljið panta, og sendið pöntunina ásamt greinilegu heimilis-
fangi yðar til Bókaútgáfu Menningarsjóðs, pósthólf 1398, Rvík.
Þeir, sem panta fyrir 500 kr. eða meira samkvæmt þessum pönt-
unariista, fá 20% afslátt frá neðangreindu útsöluverði.
Sendum bækur gegn póstkröfu um land allt.
Þingvallanefnd hallazt að
stefnu þeirra. Þeir töldu að í
þinghelginni austan árinnar
ættu ekki að vera byggð nema
kirkjan og prestshúsið. Mikil
byggð var komin austan árinnar
Þar var gamla Valhöll og timb-
urskúr kenndur við konung, þar
sem Hannes Hafstein hafði haft
«
mikla gestamóttöku 1907.
Um þessar mundir var byrjað
að reisa sumarhús nærri kon-
ungsskála. En einhversstaðar
urðu vondir að vera og ekki gat
Þingvöllur verið eyðistaður fyr-
ir utan kirkju og prestshús. Þing
vallanefndn ákvað nú að hafa
nokkra byggð vestan árinnar
gegnt Þingvallatúni sunnan-
verðu. Þangað var Valhöll flutt
og aukin stórlega til að vera
mikill veitingaskáli að sumar-
lagi. Síðan leyfðum við góðum
borgurum að flytja nokkur sum
arhús suður með vatninu og hef
ur hver eigandi fegrað við sitt
hús. Þingvallanefnd lét leggja
fagran gangveg milli Almanna-
gjár og vatnsins að baki hús-
anna, þar sem vel fer um tvo
samhliða. Engir vagnar mega
eða geta komizt um þennan veg
en hann mun lengi reynast
mestur hátíðavegur hér á Iandi.
Framhald.
Sö/ubörn
sem vi/ja
selja Mánu-
dagsb/aðið /
áthverfum
geta fengið
það sent
beim
Auglýsing
um bótagreiðslur vegna laga um
hægri handar umferð
Athygli skal hér með vakin á eftirfarandi ákvæðum
í lögum nr. 65, 13. maí 1966 um hægri handar um-
ferð.
6. u v.
Bæta skal kostnað vegna eftirtalinna framkvæmda.
1. Kostnað við nauðsynlegar breytingar á vega- og
gatnagerði landsins, þar með taldar breytingar á
unaferðarljósum og umferðarmerkjum.
2. Kostnað við nauðsynlegar breytingar á bifreiðum
og öðrum vélknúnum ökutækjum.
3. Annan óhjákvæmilegan beinan kostnað, sem leiðir
af breytingum umferðarreglnanna.
Eigi skal bæta annað en beinan kostnað. Eigi skal
heldur bæta fyrstu kr. 1000,00 af kostnaði við breyt-
ingu á hverju ökutæki.
7. gr.
Bótarétt samkvæmt 6. gr. eiga veghaldarar, skráðir
eigendur ökutækja, svo og aðrir þeir, sem eins stend-
ur á um.
8. gr.
Hver sá, sem telur sig eiga rétt til bóta samkvæmt
6. gr., skal, áður en framkvæmdir hefjast, senda
framkvæmdanefnd náfcvæma greinargerð um þær
breytingar, er framkvæma skal, ásamt sundurliðaðri
kostnaðaráælun.
Eigi skal bæta kostnað, nema framkvæmdanefnd hafi
fallizt á nauðsyn breytingar og kostnaðaráætlun, áður
en ráðizt er í framkvæmd.
Þeir sem telja sig eiga rétt til bóta samkvæmt lögtim
þessum, verða að leggja fram skriflega greinargerð
fyrir bótakröfu og er óskað eftir að bótakröfur berist
sbrifstofu nefndarinnar að Sóleyjargötu 17, Reykjavík,
hið allra fyrsta.
FRAMKVÆMDANEFND
HÆGRI I MFERÐAR,
□ Leikritasafn Menningarsjóðs I—XX, ób................ 600.00
Q Leikritasafn Menningarsjóðs I—XX, innb............... 900.00
[] Saga Islendinga IV—IX (allt sem út er komið), ób. 610.00
□ Saga íslendinga IV—IX, (skinnlíki) ................. 820.00
□ Andvökur I—IV, Stephan G. Stephansson, ób........... 387.00
□ Andvökur I—IV, sfcinnlíki .......................... 517.00
□ Andvökur I—TV, skinnband ........................... 900.00
□ Heimskringla I—III, skinnlíki ..................... 350.00
□ Hundrað ár í þjóðminjasafni, Kristján Eldjám .... 375.00
□ Ritsafn Theodóru Thoroddsen, innb................... 225.00
□ Ritsafn Theódóru Thoroddsen, skinnb................ 280.00
□ Kalevala I—n, tölusett viðhafnarútgáfa, ób.......... 500.00
□ Mannfundir — Islenzkar ræður í þúsund ár, innb. .. 118.00
Ég unðirrit ....... óska 'þess, að mér verði sendar gegn póst'
kröfu bækur þær, sem merkt er við á dkrá hér að ofan.
Nafn
Heimili
Póststöð .
lókaútgáfa Mennlngarsjóðs
OBREYTT VERÐ
MÁNAÐARVERÐ KR. 75.00.
ÁRSMiÐINN KR. 900.00.
HEILDARVERÐM/ETI VINNINGA
KR. 35.095.000.00
MIÐI ER MÓGULEIKi
DREGIÐ I FYRSTA FLOKKl
3. MAÍ
SALA HAFIN
VIRÐUM OG STYÐJUM ALDRAÐA
CíXlL hr\*Ctdr*