Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 3
Mánudagur 1. maí 1967 Mánudagsblaðið 3 Kemur út á mánudögum. Verð kr. 10.00 í lausasölu. Áskrifenda- gjald kr. 325,00. Sími ritstjómar: 13496 og 13975. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Síldarútflutningur og landráð Þá er loksins komið að því, sem hér hefur lengi verið spáð, að íslenzkur ráðamaður hefur fengið kjaftshögg fyrir einmuna stirðbusahátt og fádæma yfirlæti í starfi. Forstöðumaður síldarútvegsnefnd- ar, sem eins og aðrir framámenn hér á landi, hafa talið sjálfsagt að hunsa allar fyrirgrennslanir blaða um málefni á döfinni; í fyrsta lagi, vildi gera lítið úr skemmdu síldinni, sem við seljum til útflutn- ings og í öðru lagi, fór í felur þegar blöðin þar reyndu að fá einhverja haldgóða skýringu. Verið getur að þessi ósvífna framkoma þessa mannbjána verði til þess, að næstu árin verði afurðir okkar, sem út eru seldar, látnar mæta tortryggni og skoð- unum, auk þess, sem skandinavíska pressan hefur gert íslenzkum iðnaði og útflutningi mikið tjón. Sannleikurinn er sá, að hér er aðeins eitt af mý- mörgum dæmum, sem pressan á íslandi hefur lát- ið bjóða sér upp á, bæði af forstjórum opinberra fyrirtækja, og svo ráðherrum, flokksforingjum í stjórnmálum, ráðuneytisstjórum og framámönnum almennt. Pressan á Islandi er sauðmeinlaus ef mið- að er við blöð annarra þjóða. Hver ósvífnin á hend- ur henni hefur verið látin afskiptalítil, enda ei blaðamennska, í þess orðs merkingu, ekki til, svo nokkru nemi hér á landi. Dæmin frægu, um ráð- herrana okkar, er koma af alþjóðafundum eru fræg, en þá tala þeir aðeins við ,,sitt" blað, en láta hin eiga sig eða lepja upp úr flokksblaði viðkomandi ráðherra. Eru ráðherrar allir jafnsekir í þessurn efnum. Það var oa frægt, þegar íslenzk blöð urðu að leita til erlendra blaðaumskrifa til að fá vit- neskju um störf okkar fulltrúa á alþjóðaþingum. Ástæðan fyrir bessu er óskiljanleg. Nú hefur ríkið viðurkennt að a.m.k. dagblöð séu almennings- tæki, sem taka verður tillit til, en samt eru þau al- gjörlega hunzuð eða vísvitandi logið í þau — eins og nú í síldarmálinu — án nokkurra sjáanlegra mótmæla af pressunnar hálfu eða Blaðamannafé- lags íslands. Skandinavísku blöðin, hvert úr sín- um flokki eða óháð, láta ekki bjóða sér upp á slíka niðursetningsafstöðu. Þeim er ljóst, eins og reyndar íslenzku blöðunum ætti að vera, að opinberir starfs- menn eru ekki annað en þjónar almennings og geta ekki neitað skýrum og afdráttarlausum spurning- um þeirra án gildrar ástæðu. Islenzku pressunni er oft mjög hætt við að fela sig að baki „persónulegrar og pólitískrar” vináttu einstaklinga, sem þó fara með og stjórna málum, sem varða heill alþjóðar. Þessi linkind hefur á sinn hátt skapað hið óþolandi ástand er nú ríkir í þessum málum. Framkoma fyrir- svarsmanns síldarútvegsnefndar er til svo hábor- innar skammar, svo smá, einangruð og týpísk fyrir lubbann, sem skilur ekki annað en búramennsku fámennis og algjöra fyrirlitningu á öllu, sem heitir afskipti blaðanna, að í venjulegu þjóðfélagi myndi ráðherra þegar víkja honum úr stöðunni, aðeins framkomunnar veqna, þótt ekki kæmi annað til. Manntetrið hefur komið af stað blaðaskrifum um íslenzkar síldarafurðir, skrifum, sem kostað geta þjóðina álit og viðskipti sem nema kunna ótelj- andi miljónum. Meðan þeir, eins og þessi, ætla að skjóta skjóls- húsi yfir svik í framleiðslu vinnur hann ekki ann- að en hrein landráðastörf. KAKALI SKRIFAR: I hreinskilni sagt Læknar landflótta — Oefnilegt ástand — Þörf er skjótra viðbragða — Skurðlæknir farinn — Aðrir á eftir? — Knattspyrnuhneykslið mikla — Engin framför í 50 ár — IÍR-spörkin — Eftirlætisíþróttin forsmáð — Nýjar íþróttagreinar — Efnilegt fólk — Endurskoðun bönnuð — Nú nýlega spurðum við, að enn einn yngii lækna okk ar hefði flutt alfarinn af landi brott vegna ástands hér í málefnum lækna. Sá, sem hér um ræðir, er dr. Richard Thors, skurðlæknir við Landakotsspítala og St. Josefsspítala í Hafnarfirði. Richard læknir mun hafa ver ið einn alfærasti læknir í sinni grein, hámennlaður úr Bandaríkjunum, útlærður þar af einum fremsta spitala heimsins, Mayo-klinikkinni. Er óhætt að segja, án þess að lasta aðra lækna, að þar hafi farið á brott einn hæfi- leikamesti læknir okkar, og þar sé skarð fyrir, sem seint verði fyllt. Læknadeilan okkar fræga, fékk eins og flestar aðrar deilur við hið opinbera bæði lélega og skammvinna lausn. Hið opinbera virðist, á viss- an hátt, að engu meta langt nátn og dýrt, sérgreinar í hinum ýmsu og ólíku hlutum læknisfræðinnar, hina stöð- ugu árvekni góðs læknis að fylgjast með öllum nýj- ungum fags síns og sér- greinar. — Yfirvöldin vilja hel7,t og ekki viður- kenna, að fáum vísindagrein um fleygir eins mikið fram og læknavísindum, en telja heklur, að læknapróf sé end- ir námsins og engu við að bæta. Svo langt er gengið, að áætlað er næstum að setja Iækna á bekk með bifreiðar- stjórum eða öðrum „nám- skeiðsmenntamönnum," sem læra fag sitt á nokkrum mánuðum eða vikurn. Árangurinn er sá, að við erum að missa marga af yngri og lærðustu læknum okkar, sem hingað hafa kom ið en hrekjast héðan vegna fáránlegt-ar afstöðu hins op- inbera. Beztu skurðlæknar okkar, færustu beinalæknar og enn aðrir sérmenntaðir læknar verða að eyða tíma í að skrifa út kvef-resept handa kerlingum, hálsbólgu- lyf handa krökkum og niður gangspillur handa hinum ýmsu kynlegu kvistum, sem að þeim sækja. Þetta myndi hvergi þykja boðlegt slíkum mönnum enda gefur auga leið, að þeir eru, strax á fyrstu árum praxis síns, orðnir umsetnir smákvilla- fólki og úthúða sér við vinnu langt úr hófi. Þótt velferðar- löggjöf í sjúkramálum sé góðra gjalda verð, þá verður að gera greinarmun á því hverjir sinna almennum köll- um, eða hverjir verða að taka að sér vandasömustu verk sem læknum mæta. Eng lendingar eru nú að lenda í sömu vandræðunum og við. Búizt er við að á þessu ári flytji 800 læknar burtu af landinu, út í samveldið, vest ur til Ameríku eða til van- þróuðu þjóðanna, þar sem bæði bíða verkefni, sambæri- leg menntun þeirra og laun í samræmi við þekkingu þeirra og hæfni. Eru Bretar næsta uggandi um sinn hag og í ráði er að finna hið bráðasta lausn á þessu vanda máli áður en alvarlegra á- stand skapast. Enn eru á íslandi ungir hámenntaðir læknar, sen> ekki eru farnir. Allir eru þeir önnum kafnir, vinnu- dagurinn oft upp í 18 stund- ir. Engan furðar þótt þessa menn langi að komast þang- að, sem vinna er styttri, og þeir geta óskiptir beitt sér að hugðarefnum sínum. Eldri læknar myndu margir hugsa til utanferðar en langur starfsferill hér heima og bönd fjölskyldna og vina halda þeim kyrrum. Mér er ókunnugt um hver fjöldinn er af okkar læknum ytra, en þeir skipta tugum. Margir þeirra hafa getið sér hinn bezta orðstýr bæði austan hafs og vestan, þykja gildir menn og merkir. Fyrr eða seinna verðum við að gera það upp við okk ur hvort íslenzki læknirinn verði metinn sem bílstjóri, múrari eða timburmaður við byggingu. Svo góðar og merkilegar sem þessar starfs greinar eru, þá er þar eng- inn samanburðargrundvöllur, jafnvel í velferðarríki. Sú stefna að leggja allar starfsgreinar, alla menntun, allar sérgreinar að jöfnu hef u r misheppnast um heim all- an, og þá hvergi jafn áþreif- anlega og í Sovétríkjunum, sem þegar hafa látið af öll- um slíkum barnaskap. íslend ingar verða að gera sér Ijóst, að læknar verða ekki hér til frambúðar sé búið að þeim eins og nú. Um allan heim er hrópað á lækna, Asía, Af- ríka, Astralía, svo ekki sé talað um Evrópu og Ame- ríku, sem þó eru komnar Iang lengst í þessum efnum og búa við víðtækasta læknis hjálp, veita góðum Iæknum viðtöku og búa vel að þefm. Við getiim ekki látið þröng- sýna ríkisstjórn hirekja frá okkur bezta fólkið, unga og miðaldra lækna af þessum á- stæðum. Það er kominn tími til að kippt sé í taumana og inálum þessum þannig skip- að, að læknar telji sig ekki verr setta sér en starfsbræð ur þeirra út um heim. Nú er knattspyrnan að byrja, þetta vinsæla sport, sem dregur að sér fleiri á- horfendur á íslandi en nokk- ur önnur íþrótt en er þó okk ar veikasti blettur í íþrótta- veröld okkar. Eg er ekki mikið fyrir að ræða íþróttir, en fylgist svona sæmilega með því sem er að gerast. Satt bezt sagt, virðist gró- andi vera í öllum íþróttum nema hjá knattspymumönn- um, sem lítið eða ekkert hafa þroskazt frá því er mest þótti koma til hæðar- bolta KR-inganna og jarðýtu tækninnar, sem byggðist á engu nema líkamsafli án leikni eða hæfni á nokkru sviði knattspyrnunnar. 1 dag lesum við með ánægju um handboltaleiki, körfubolta og aðrar íþróttagreinar, sem ekki skiptu máli fyrir tveim áratugum, afrekin eru unnin af snörpum, leiknum stúlk- um og piltum, og stundum hefur komið fyrir að litla Island hefur komizt á „kort- ið“ fyrir ágæta frammistöðu þessa unga fólks. Hins vegar hafa íþróttayf- irvöldin ætíð lagt sig í líma við að gera svokölluðum knattspyrnumönnum hátt undir höfði. Laugardalsvöll- urinn er nýjasta dæmið, þótt forsprakkar knattspyrnunn- ar hafi til skamms tíma helzt vilja bolast áfram á mal- arvelli, eins og til að vera öðruvísi en aðrar þjóðir. Það eina, sem til þessa hefur hafzt upp úr þeirri sérvizku er að við erum ÖÐRUVlSI en aðrar þjóðir í knatt- spyrnu — í það heila tekið langtum lélegri. Er ekki kominn tími til, að við gerum hreint fyrir okkar dyrum í knattspymu. Látum af þessum dáleikum við þá grein íþróttanna, sem ekkert fer fram, Blöðin reyna að hæla þessu, hæla því með þvi að bera eitt íslenzka liðið við annað. Minnir það all- mjög á bardagalýsingu milli þeirra Þorbjöms aumingja og Þorbjörng vesalings, en þeim viðskiptum lauk þannig að báðir féllu. Islenzk knatt- spyrna er léleg og þvi lé- lélegri, er menn gera sér grein fyrir, að fyrir enga i- þróttagrein hefur á undan- förnum 50 árum verið gert annað eins. Áhorfendur hafa mætt á innanlandsleiki, fjöl- mennt til að horfa á okkar menn — í flestum tilfellum — verða sér til háðungar í millilandaleikjum, jafnvel vekja vorkunn andstæðinga, eins og þegar Bretar tóku upp á því að „gefa“ íslenzka markmanninum boltann, enda þá 10 marka munur á liðunum. Fyrirkomulag knattspymn mála á Islandi er alrangt, og vecður aldrei hægt að koma upp þokkalegu liði ef ekki eru gerðar gagngerðar skipu lagsbreytingar á öllu varð- andi knattspymu, æfingar og aðstöðu. Það er engu lík- ara en að afskipti einstak- linga eða forustumanna knattspyrnunnar séu sérhags munamál og allar breytingair valdi þessum einstaklingum einhverskonar tapi. Það er óeðli, að ekki skuli hafa orð ið teljandi framför þessa ára tugi meðan aðrar iþrótta- greinar rífa sig upp og hafa á að skipa fyrirmyndarlið- um og afbragðs einstökum Ieikmönnum. Jafnvel íslenzku stúlkumar, sem fyrir tveitn áratugum komu aðeins lítil- Iega við sögu íþrótta og keppni, eru nú orðnar miklu meiri og betri íþróttamenn en karlmennirnir sem eiga við knattspyrnu. Stúlkurnar eru okkur til sóma. knatt- spyrnumenn eru þjóðinnl til háðnngar. Það þarf ekki að rjúka upp og tala um sleggjudóm í þessum efnum. Staðreyndir sanna að knattspyrnan, eft- irlætisgoðið, er í hraksmán- arlegu ástandl almennt séð, nema þá helzt hjá yngstu Framhald á 5. síðu. /VWWWWWWWWVWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW'WV vwwwwwwwwwwwvwwwwwwwwwwwwwwwwwwvwwwwwwwvwww i

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.