Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.05.1967, Page 4

Mánudagsblaðið - 01.05.1967, Page 4
4 Mánudagsblaðið MTánudagtiT 1. maí 1ÍHT7 Þjóðleikhúsið: Jeppi á Fjalli Höf.: Ludvig Holberg. Leikstj.: Gunnar Eyjólfsson Enn einu sinni býður Þjóð- leikhúsið upp á afmselissýningu og í þetta sinn er það Jeppi á Fjalli, Holbergs, en afmælisbarn ið er Lájrus Pálsson, sem leikur titilhlutverkið. Þessi klassík um drykkfellda leiguliðann og æfin- týri 'hans í heimi aðalsins er eins hefðbundið og það fýlgir dyggilega „hreinum“ línum gamla tímans. Satt bezt sagt, frá hreinu „leikhúsi“ er erfitt að sjá nokkra frambærilega á- stæðu tii flutnings þessa verks — nema þá eina, leik Lárusar Pálssonar og afbragðs tjöld nafna hans Ingólfssonar. I fyrsta lagi er Jeppi a.m.k. fyrstu þrír þættirnir, ekki að- eins langdregnir heldur oft frá- munalega Iélegir og eindæma leiðinlegir. Sífelldar endurtekn- ingar bæði í orðum og athöfn- um eru nóg til að þreyta jafn- vel mesta Holbergs-aðdáanda ef slíkir eru enn við lýði. Og þótt gaman sé og hressandi að breyta yfir í „gamla leikhúsið“ til að vega á móti hinu oft mislukk- aða „absurd" leikhúsi, þá snýst mönnum ekki hugur um, að hér er heldur of mikið bil. Ekki það, að sjálfsagt er að sýna við og við, máske oftar en gert er gamla klassík, heldur hitt að velja hefði mátt heppilegar verkefni. (Gárungar segja, að þegar stjóm leikhússins hafi spurt hve vel Fjalla-Eyvindur gekk, hafi henni þótt nauðsyn- legt að fá eitthvað „Fjalla“- stykki sem myndi „ganga"). Ymsir snarpir og spaugilegir þættir eru þó í fyrri hluta verks ins, en margir lognast út af vegna hins langdregna, sem leikstjórinn hefði að skaðlausu mátt sleppa, jafnvel þótt áætlað ur sýningartími með 20 mín- útna hléi sé ekki lengri en tvær stundir og 15 min. Gunnar Eyjólfsson mun hvorlri séð Jeppa eða fengizt mikið við þessa tegund leik- verka. Hann tekur því þann kost, að stjóma eftir hefðbundn um línum og ber sýningin öll merki þess, kosti og ókosti. Gunnari virðist ekki vera Ijóst, að stytting hefði bætt úr og enn siður ljóst, að verkið krefst víða mikilla leikhæfileika með tilliti til aðalhlutverksins, sem beinlíns hrópar á öruggan mót- leik. Einmitt þar er Gunnar kom inn á villigötur og sú staðreynd skemmir vemlega heildarsvip sýningarinnar.. Nýting sviðsins og tæknilegra möguleika þess er nokkuð góð, heldur óþjál á köflum og oftar en ekki vilja ljósin bregðast. Hraðinn er hins vegar góður, sviðsskiptingar liprar. Láms Pálsson leikur Jeppa, hinn drykkfellda og hrjáða bóndakarl, sem býr við konulegt ofríki og fjárhagslegt öngþveiti eins og þessi stétt mun eflaust hafa búið við. Það er sýnilegt í upphafi að Lárusi er ljóst hve lítið er í rauninni bak við þetta sviðsverk, en hann reynir dyggi lega og með miklum árangri að koma því yfir sviðsljósin og út í sal, að eitthvað búi þarna á bak við. Lárus er gamanleikari og þó aldrei betri en í moliér- eskurn stíl. Muna má leik hans í Imyndunarveikinni, sem var með ágætum og bera hann sam- an við Harvey, modeme gaman- hlutverk, og fær maður þá nokkra heildarmynd af hæfi- leikum Lárasar í gamanhlut- verkum. Á þessari afmælissýn- að leikarinn Láms, eftir veik- indi erfið, nái hið fljótasta lík- amlegum þrótti til að sinna framtíðarverkefnum sem bíða hans og óska honum jafnframt til hamingju með 30 ára leikaf- mæli og mörg ágæt verkefni þar, sum eftirminnileg. Því miður tekst leikstjóran- um ekki eins vel í vali annarra hlutverka. Anna Guðmundsdótt ir nær öllu fremur skassinu en minna af komikkinni úr Nillu, Ieikur hennar fær of mikinn blæ tannhvassrar tengdamóður, sem Emilía Jónasdóttir gerði að forskrift skasshlutverka. Milli hennar og Lárusar er of mikið bil, sem í senn dregur úr atrið um og, oft, virðist hálfkæfa stíl Lámsar. Jakob skómakari er spaugilegt og lymskt hlutverk sem krefst þessarar eilífu og erfiðu blöndu hóflegs undir- leiks og hins sérstæða þáttar gamansamrar lymsku túlkunar, sem aðeins er á færi lærða leik- Arni Tryggvason — Lánis Pálsson, ingu má segja, að Lárus einn haldi henni uppi með afbragðs- góðum 'og heilsteyplum leik. Heildarmynd hans af Jeppa er fáguð, röddin grátbrostin nær vel hinu auma í þessum karakt- er. Ekki nær hann minna úr hinu líkamlega, þvi öll fram- koma Jeppa í höndum Lárusar var með hreinum ágætum. Er sannarlega ástæða að óska þess, ara og skapandi listamanna. I höndum Árna Tryggvasonar fá um við ekki annað en hina sí- felldu og nú orðið algjörlega útreiknanlegu og spennulausu túlkunar hans á gamanhlutverk um. Árni er skjótt að verða einskonar „atvinnu" Árni á svið inu, leikari, sem selur andlaus- ar myndir af sjálfum sér án þess að bjóða upp á nokkum Sitjandi Anna Herskind og Lárus Pálsson, Standandi: Þjónar barónsins. 2. t.v. Rúrik HaraMss. skapaðan hlut nýjan eða list- rænan ár frá ári. Röddin með þessum sama seimingi, undmn- araugnaráðið, taktamir og hreyfingamar hafa lítið breytzt, heldur eiginlega fágast í sama farinu líkt og hjól í skilvindu, sem gengur liðugt en gefur ein- att frá sér sama hljóðið. Gall- in er sá, að áhorfendur em orðnir leiðir á þessari skilvindu, sem ekki nær öðra úr verkefni sínu en lapþunnri undanrennu, en engum rjóma. Það var einhver menntaskóla blær á framkomu þjóna baróns- ins, sem flytja hinn hamingju- snauða Jeppa í barónsrúmið. Ekki skorti þar pempíusvip og hreyfingar hins skopgerða að- als, en framsögnin, sem átti að bera meiri svip hinna hátt- stemdu og skemmtilega úrkynj uðu „hof“-manna náði ekki rétt um hljómgrimni enda þar um viðvaninga að ræða, utan Rúriks Haraldssonar, sem lék mjög skemmtilega baróainn. Einhvemtíma þurfa viðvaning- ar að þyrja er rétt, en mennt- aður leikstjóri verður að sjá hvar þeir ekki skemma umhverf ið og vega og meta aðstæður. Þeir Klemenz Jónsson og Bessi Bjarnason brugðu upp mjög góðum myndum. Jeppi, nokkur hlutverk, eru mjög viðkvæm í meðförum, og krefjast, eins og aðrar viðkvæm ar vemr, mjú;kra handa og nærfæmi. Þetta er eitt af leynd armálum margra Holbergs verka, ekki síður en Moliéres, sem gert hefur þau þvílík vin- sældaverk, þótt oft sé hrjúft yfirborðið. Yfir dansatriðinu var skemtmilegur blær, frískt atriði til verðugs sóma fyrir þau Kristínu Bjamadóttur og Einar Þorbergsson. Anna Hers- kind brá upp sennilegri mynd þjónustustúlkunnar. Valdimar Lámsson var virðulegur dóm- ari og hinir em ósköp lit- lausir — Tjöld Lárusar Ing- ólfssonar vora einkar vel unnin svo og búningar. A. B. LÁRÉTT: LÖÐRÉTT: 1 RHið 1 Seglskipið 5 Samkomuhús 2 Brjálaðar 8 Skelin 3 Ameríkumenn 9 Sleipur 4 Ending 10 Haf 5 Eldurinn 11 Skammstöfun 6 Á fæti 12 Forsætisráðherra 7 Karlmansnafn 14 Málmuir 9 Bæli 15 Stormurinn 13 Saur 18 Ósamstæðir 16 Smábýli 20 Á fiski 17 Fara óvarlega 21 Málmur 19 Stór fjörður 22 Vond 21 Kvenmannsnafn 24 ílát 23 Land 26 Askar 25 Á andliti 28 Hleypa 27 Ósamstæðir 29 Hávaði 30 Ekki marga » i 4 *

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.