Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Qupperneq 8

Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Qupperneq 8
8 r Mfeomi 3-4 msk. eplamós (tilvaliö aö nota barnamat) 2 msk. kakó 2 msk. romm (einnig hægt aö nota 1-2dropaaf essens) Hrærið „deigið” þar til þaö er orðið vel samfellt og búið til kúlur sem velt er upp úr kókosmjöli, súkkulaði-skrauti eða grófum sykri. Geymið á köldum stað þartil á að bera kúlurnar fram. Látum hugmyndarflugið ráða við Romm- kúlur úr Odýrar kókoskúlur gömlum smá- kökum Þegar kökukassarnir eru yfir- farnir fyrir smákökubaksturinn hefur komið fyrir hjá okkur að nokkrar smákökur hafa leynst í einhverjum kassanum. Þær eru jafnan komnar nokkuð til ára sinna svo ekki er neitt gaman að bera þær fram. En úr þeim má búa til rommkúlur, sem hægt er að bjóða hverjum sem er. 25 gr malaðar smákökur 25 gr fínt hakkaðar möndlur Sælgæti úr af- ganginum Þegar búið er að yfirdekkja með hjúpsúkkulaðinu verður gjarnan eftir svolítið í pottin- um. Gott er að blanda t.d. blásnu hveiti, hafrahringjum eða kornflögum út í og láta í litlatoppaávaxpappír. Það er einnig til í dæminu að búa til slíkt sælgæti, án þess að notast eingöngu við afgang af súkkulaði. V.___________________/ dýrt en m jög gott marsípan til búning jólasælgætisins nota hugmyndaflugið í ríkum mæli. Þetta marsipan okkar er það ódýrt að það er hægt að láta eftir sér að búa til stóran skammt af því og leyfa börnunum að spreyta sig í tilbúningi sælgætisins. Okkur finnst búðarmarsipan vera alltof dýrt til þess að vera með einhverja tilraunastarfsemi með það. Góða skemmtun. Margir hafa gaman af því að búa til jólasælgætið sitt sjálfir. Það er sennilega yfirleitt mun dýrara en keypt sælgæti, þó er auðvitað hægt að finna ódýrar uppskriftir af heimatilbúnu sælgæti. Hins vegar er það heimatilbúna persónulegra og skemmtilegra en það að- keypta. Heimatilbúið sælgæti er líka hægt að nota til jólagjafa. Það er þá látið í litla körfu, skemmtilega glerkrús eða dós undan kakói sem skreytt hefur verið. Hér er uppskrift af ódýrum kók- oskúlum sem hægt er að nota sem jólasælgæti, en má auðvitað nota allt árið um kring. Kúlurnar passa vel með kaffibolla eöa með glasi af víni þegar gest ber að garði. Malið 2 dl af haframjöli í pers- illekvörninni og blandið saman við 1 dl af kókosmjöli, 1 dl af sykri, 1 msk. kakó, 1 tesk. vanillusykur og 1 tesk. duftkaffi. Hrærið þessu saman við 100 gr af smjöri sem áður hefur verið linað rétt aðeins. Gott að láta fáeina dropa af púrt- víni eða sherrýi út í. Búið til litlar kúlur sem velt er upp úr kókos- mjöli. Geymist í svo sem vikutíma á köldum stað. Ath. sennilega er betra að nota smjör en ekki smjörva í þessar kúlur. Smjörvinn gæti orðið af linur ef kúlurnar standa einhverja stund í skál í heitri stofu. (----------N Rjóma- kara- mellur 25 gr smjör 200grsykur 2 1/2 dl rjómi 2 dl sýróp 1 tsk vanillusykur Öllu blandað saman í þykk- botna pott. Soðið þar til kara- mellumassinn er orðinn þykk- ur og hrært í allan tímann. Hægt er að prófa hvort mass- inn hefur soðið nóg með því að taka svolítið í teskeið og halda undir kalda krananum. Ef hægt er að forma massann og hann heldur formi hefur þettasoðið nóg. Efekki verður þetta að sjóða áfram svolitla stund. Látið karamellumass- ann rjúka aðeins áður en hon- um er hellt í vaxpappírsklætt form. Skorið í hæfileg stór stykki og vafið inn í skrautleg- an pappír. Geymist á köldum stað. í gamla daga þegar tíðinda- maður MP var að alast upp, var frekar fátæklegt um að litast í sæl- gætisbúðum hér á landi. Útlent sælgæti var alls ekki á boðstóln- um og innlent sælgæti var ekki í námunda eins gott og það er orðið á síðari árum. Þá var ekki nema eðlilegt að fólk reyndi að búa til eigið sælgæti. En þá var ekki nema með klækjum hægt að fá t.d. hjúpsúkkulaði og marsipan var alls ekki tii í búðum. Helst varð maður að þekkja einhvern sem vann í sælgætisframleiðslu til þess að geta svindlað út úr við- komandi smábita af hjúpsúkku- laði. En einhvern veginn tókst nú að halda jól, þrátt fyrir fátæklegt jóla- sælgæti. Reyndar húsmæður lumuðu oft á ótrúlega góðum ó- dýrum uppskriftum, sem þær drógu fram í dagsljósið og hlutu aðdáun allra viðstaddra fyrir. Nú er öldin allt önnur. Nú eru hillur verslana að sligast undan hvers kyns gómsætu sælgæti, bæöi innlendu og erlendu. Eini gallinn er að þetta er allt saman svo fjári dýrt. Það er því ekki úr vegi að líta á svo sem eins og eina gamla og góða marsipanupp- skrift, sem er sérlega ódýr í fram- leiðslu. Uppskriftin er upphaflega komið frá frú Sigríði Haraldsdóttur sem um árabil rak Leiðbeininga- stöð húsmæðra á Hallveigastöð- um í Reykjavík. Við fundum hana fyrir löngu í gömlu blaði og birtum hana hér með. Úr þesari uppskrift verða rúmlega 800 gr. af marsi- pani. Það er sérlega bragðgott og auðvelt að meðhöndla það. 100 gr. smjörlíki (best að nota jurtasmjörl.) 125 gr hveiti 375 gr sykur 150 grflórsykur möndludropar Smjörlíkið er brætt í potti og vatnið látið saman við. Hveitið er þeytt út í og þetta látið sjóða í nokkrar mín- útur. Hrærið í á meðan. Potturinn er nú tekinn af hellunni og sykrin- um hrært saman við. Deigið er kælt. Flórsykri og möndludropun- um er hnoðað upp í deigið á með- an það er enn volgt. Þá er marsipanið tilbúið til þess að búa til úr því hvers konar marsi- Hart núgga — einfalt í tilbúningi Hart núgga er búið til á þann veg að sykur er brúnaður á pönnu, eins og þegar á að fara að brúna kartöflur eða búa til karamelluna í karamellusósuna. Þegar sykurinn er orðinn brúnaður er ofurlitlu vatni hellt á. Gæfið þess að brenna ykkur ekki á sykrinum því hann er gríðarlega heitur. Hellið massanum síðan í form, sem klætt hefur verð innan með vaxpappír og látið kólna. Brjótið síðan í hæfileg stykki eða brytjið mjög smátt. Það er einfaldast að mylja núggað með því að láta það í tvo plastpoka og legga til atlögu við pokana með kökukeflið að vopni. Oftast eru afhýddar möndlur látnar saman við sykurbráðina á pönnunni. Svona núgga geymist í langan tíma í lokaðri glerkrukku og getur verið gott að eiga til þess að gripa til. T.d. ef búa á til Frankfurtar- köku! Farið varlega. pansælgæti. Varla þarf að taka fram að auðvelt er að lita marsi- panið með því að blanda fáeinum dropum af matarlit út í það og hnoða vel saman. Þetta deig er auðvelt að fletja út, rúlla upp í lengjur, eða hvað annað. „Kartöflur” Búnar til litlar kúlur úr marsipan- inu og þeim velt upp úr kakói (moldin) og litlar holur gerðar í „kartöflurnar” með eldspýtu. „Jarðaber” Rauður litur látinn í marsipanið og búin til „jarðaber”. Þeim velt upp úr grófum strásykri. Appelsínubitar Smátt söxuðum appelsínuberki er hnoðað saman við marsipanið. Deigið mótað í lengju sem skorin er í litla bita. Látið drjúpa brætt hjúpsúkkulaði á hvern bita. Marispankonfekt Hægt er að búa til „marsipan- konfekt”, með því að móta marsi- panið í litla bita sem síðan er difið ofan í bráðið hjúpsúkkulaðið. Fylltar döðlur Fylltar döðlur eru aldeilis bráð- góðar. Ef þið eruð með döðlur með steinum í, fjarlægið þá stein- ana og stingið bita af marsipani inn í döðluna. Dýfið síðan í bráðið hjúpsúkkulaði. Ofan á er látin hálf eða fjórðungur úr afhýddri möndlu. Vínber með marsipani Fletjið út marsipandeig og sker- ið í ferhyrninga og vefjið utan um ný og falleg vínber. Dýfið í bráðið hjúpsúkkulaði. Vínberin er senni- lega heppilegra að geyma í kæli- skápnum, eða borða þau fljótlega. Marsipan með núgga Hnoðið muldu, hörðu núgga saman við marsipan, búiö til kúlur, sem síðan eru þaktar með hjúp- súkkulaði, annaðhvort alveg eða að hluta til. Eins og þið sjáið eru möguleik- arnir ótalmargir og um að gera að

x

Mosfellspósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.