Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Page 10

Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Page 10
HÉffliRIIW ...íþróttir...íþróttir...íþróttir...íþróttir...íþróttir...íþróttir...íþróttir...íþróttir...íþróttir...íþróttir... \ Hluti af aðalstjórn UMFA 1980 á fundi. Taliðfrá vinstri Páll Sturluson, Vigfús Aðalsteinsson, Ingólfur Arnason, Davíð B. Sigurðsson og Victor Úranusson. Fjórtán manns á fundi hjá Aftureldingu: Fólkseklan gerir al- varlega vart við sig inn gripið, og þá þyrfti að byggja Framhaldsaðalfundur Ung- mennafélagsins Aftureldingar var haldinn að Brúarlandi þann 30. nóvember. Mikið starf var unnið innan félagsins til að fá fólk til að mæta á fundinn m.a. var bréf borið í hvert hús í sveit- inni þess efnis að fundurinn færi fram. Einnig var auglýst í fjöl- miðlum. Hver var svo árangur- inn? Jú hann var sá aðaðeins 14 manns mættu á fundinn! Það verður að telja íbúum hreppsins til háborinnarskamm- ar, að þeir skuli ekki hafa meiri áhuga á starfinu innan félagsins. Hefur fólk ekki áhuga á því, sem krakkarir þeirra gera í sínum frí- stundum niður íþróttahúsi, eða er fólk svona upptekið af sjálfu sér að þð veit ekki hvað afkvæmi þeirra eru að gera í sínum frí- stundum? Eða vill fólk ekki hafa starfandi ungmennafélag í sveit- inni? Þetta er spurningin sem margir stjórnarmenn innan fél- agsins hafa spurt sjálfan sig að undanfarna daga og vikur. Ef dæma á eftir þessum fundi, er áhuginn hjá eldra fólkinu ekki upp á marga fiska svo ekki sé tekið sterkara til orða. Af þeim fjórtán er mættu á fundinn voru átta úr stjórnum hinna ýmsu deilda innan félagsins. Ef áhugi eldra fólksins í sveit- inni er ekki meiri en þetta, er þá ekki alveg eins hægt að leggja félagið niður og sjá hvort ekki muni einhverjir reka upp harma- hvein? Hvað ætla þá hinir fjöl- mörgu unglingar og börn sem æfa innan félagsins að taka fyr- ir? Það er varla pláss fyrir allan hópinn innan hinna ýmsu félaga sem eru í sveitinni. Ég er hrædd- ur um að það myndi fjölga í sjoppunni. Er það kannski það sem fólk vill, að það verði fleiri unglingar sem hanga í sjopp- unni? Sumir myndu ekki hafa á móti því. Kannski myndi fólk þá vakna. En þá yrði of seint í rass- allt upp á nýtt í von um að ekki færi eins og í fyrra skiptirð. Innan UMFA eru starfandi fjór- ar deildir: frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, knatt- spyrnudeild og sunddeild sem er nýstofnuð. Við skulum aðeins sjá hvað forsvarsmenn þessara deilda höfðu að segja m.a. um starfið í deildunum. Hjá knattspyrnudeild var það helzt að frétta, að illa gengi að fá fólk til starfa bæði við þjálfun og önnurstörf. Formaður kanttspyrnudeild- arinnar sagði, að ef ekki væri bú- ið að koma „knattspyrnuvellin- um” að Varmá í lag í vor mætti alveg eins legga deildina niður. Bernhard Linn, forstjóri íþrótta- mannvirkja, fræddi þingheim á því, að hann vonaðist til að búið yrði að gera við knattspyrnuvöll- inn í vor. Frekar var hljóðið í forsvars- manni frjálsíþróttadeildarinnar dauft enda má þessi deild muna sinn fífil fegri. Fáirmætaáæfing- ar minnsta kosti ef miðað er við fyrir 2-3 árum er salur íþrótta- hússins gersamlega fylltist af ungu fólki sem stundaði æfingar. Það sama má segja um þessa deild eins og knattspyrnudeild- ina, sífellt vantar fólk til starfa. Hjá hinni ungu sunddeild var það að frétta að lítið var farið að gæta manneklu þó kannski ekki furða því deildin er ekki orðinn eins árs ennþá. Það var svona einna skást hljóðið í mönnum frá handknatt- leiksdeild. Þjálfarareru hjáöllum flokkum og vonast er eftir góðum árangri í vetur hjá öllum flokkum. Þá fór deildin inn á nýja braut i vetur með því að bjóða frúnum I sveitinni leikfimi. Var algjörlega rennt blint í sjóinn. Var aðsókn mikil, svo mikil að hægt hefði verið að fylla tvö námskeið, en aðeins eitt námskeið verður fyrir áramót. Næsti aðalfundur UMFA verð- ur 15. marz að Brúarlandi. Hvort sá verður aðeins frestun á niður- fellingu félagsins eða ekki skal hér ósagt látið. Það verður bara að koma í Ijós. Aðeins eitt að lokum til þeirra, sem berja munu þessa grein augum. Vill fólk hér í sveitinni hafa starfandi ungmennafélag eða ekki. Eftir öllum sólarmerkj- um að dæma vill fólk ekki hafa þetta starf lifandi. En EF fólki dytti nú allt í einu í hug að halda þessu starfi áfram lifandi verður fólk að vakna af þessum Þyrni- rósarsvefni sem það hefur sofið undanfarin ár, en ekki sofa í heila öld eins og Þyrnirós því eftir öld verður það orðið of seint. - íben. Nokkrar af konunum sem voru á jólafundi kvenfálagsins. Þarna má m.a. sjá Dóru Þorkelsdóttur, Oddnýju Helgadóttur á Ökrum, Helgu Jóhannesdóttur frá Mosfelli og Kristjönu Jessen. mp mynd A.Bj. Frá jólafundi kvenfélagsins Jólafundur Kvenfélags Lága- fellssóknar ver haldinn sl. mánu- dagskvöld I Hlégarði. Var fundar- sókn nokkuð góð og margir góðir gestir komu i heimsókn Sr. Birgir Ásgeirsson flutti hugvekju, nítján stúlkur úr æskulýðsfélaginu sungu nokkur lög við gítarundir- leik. Þá voru mættir gestir frá Hlaðhömrum. Spilað var bingó, sem frú Kristjana Jessen stjórnaði af myndarbrag. - Vinningar vorur ýmsir fargri handunnir gripir, jóla- skraut, blómaupphengi, blóma- karfa, prjónuð dúkka og forkunn- arfagur leirkertastjaki með kerti og kertakrans. Að venju var boðið upp á kaffi og margskonar tertur og brauð. Formaður kvenfélagsins er Margrét Ólafsdóttir. C\ NÝFLUTTIR CSÓ MOSFELLINGAR Ennþá ermöguleiki að koma inn breytingu á íbúaskrá 1. des. Þeirsem flutthafa ísveitina á þessu ári eruhvattir til að tilkynna aðseturs- skipti nú þegar. Húsráðendur eru ábyrgir fyrir tilkynningar- skyldu þeirra sem flutthafa brott. SVEITARSTJÓRI. Þau yngstu skortir reynslu Síðustu helgina í nóvember var leikin fyrsta lotan í íslands- móti yngri flokka í handknattleik. í síðustu viku var sagt frá úrslit- um hjá þeim flokkum Aftureld- ingar, sem betur stóðu sig. Hér kemur síðari hluti úrslitanna. Af þeim má ráða að okkar unga fólk skortir reynslu. En í íþróttum sem öðru kemur I Ijós, að enginn verður óbarinn biskup. Hér eru úrslit í 2. flokki kvenna og 3. flokki pilta. 2. flokkur kvenna UMFA-ÍR 11-19 UMFA—FYLKIR 10-15 UMFA-ÍA 2-7 UMFA— VÍKINGUR 5-10 UMFA-FRAM 7-3 UMFA-ÞRÓTTUR 12-10 Liði UMFA gekk mjög illa fyrri daginn en seinni daginn gekk mun betur og unnust þá tveir af þrem leikjum. Liðið gerir vonandi betur næst. Næsta mót verður haldið á Akranesi 23. og 24. janúar næst- komandi. Staðan í riðlinum er þessi Víkingur 6 5 1 0 58-33 11 ÍR 6 4 2 0 79—43 10 Fylkir 6 4 0 2 52-^16 8 Fram 6 2 1 2 40-41 5 ÍA 6 2 0 4 32-48 4 UMFA 6 2 0 4 47-64 4 Þróttur 6 0 0 6 44-77 0 3. flokkur karla UMFA-VÍKINGUR 11-20 UMFA—ÁRMANN 16-16 UMFA-HAUKAR 13-19 UMFA—STJARNAN 10-14 UMFA-KR 8-17 UMFA—UBK 9-12 Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Annars voru KR og Víkingur sterk- ustu liðin í þessum riðli að þessu sinni. Staðan í riðlinum er þessi: KR 6 5 0 1 95-73 10 Víkingur 6 4 1 1 98-73 9 Haukar 6 4 0 2 84-81 8 Stjarnan 6 3 0 3 84-77 6 UBK 6 2 1 3 81-87 5 Ármann 6 1 1 4 77-98 3 UMFA 6 Ö 1 5 67-98 1 4. Flokkur karla UMFA- REYNIR 12-6 GRÓTTA—UMFA 9-3 UMFA- ÍR 10-13 UMFA- FH 10-6 UMFA- SELFOSS 3-9 UMFA- UBK 13-10 UMFA- VALUR 6-8 Staðan í riðlinum er þessi: FH 5 4 0 1 53-29 8 Valur 6 4 0 2 44-32 8 Selfoss 5 4 0 1 37-33 8 ÍR 6 4 0 2 75-49 8 Grótta 5 3 0 2 40-29 6 Reynir 6 2 0 4 37-58 4 UMFA 7 2 0 5 53-65 4 UBK 6 0 0 6 30-85 0 Því miður tókst ekki að nálgast öll úrslitin þannig að staðan er ekki fullnægjandi. - íben. Áfram Afturelding! I kvöld verða bæði meistaralið Aftureldingar í eldlínunni og leikið verður á heimvelli. Væri því tilvalið fyrir þá, sem handknattleik unna, að skreppa í íþróttahúsið að Varmá. Þar keppir meistaralið kvenna við lið Stjörnunnar í Garðabæ. Meistaralið karla, sem keppir að efstu sætum í 2. deild, leikureinn- ig gegn liði Stjörnunnar í kvöld í íþróttahúsinu hér að Varmá. Mæt- um og hvetjum okkar fólk.

x

Mosfellspósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.